Segir ESB græða á einangrunarstefnu Trump Samúel Karl Ólason skrifar 21. febrúar 2017 10:32 Cecilia Malmstrom. Vísir/Epa Andstaða ríkisstjórnar Donald Trump gegn fríverslunarsamningum og frjálsum viðskiptum hafa leitt til þess að margar þjóðir, sem telja einangrunarstefnu ekki réttu leiðina, líta nú til Evrópu. Þetta segir Cecilia Malmstrom, meðlimur í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og æðsti embættismaður sambandsins þegar kemur að viðskiptum. Nú þegar er ESB í viðræðum við næstum öll ríkin sem komu að Trans-Pacific Partnership fríverslunarsamningnum. Donald Trump dró Bandaríkin úr samningnum í janúar. Frá því að Trump var kjörinn forseti hefur ESB hafði samningaviðræður við Mexíkó, Mercosur (viðskiptasamband Suður-Ameríku) og Japan. Undirbúningur fyrir viðræður við Ástralíu og Nýja Sjáland er hafinn og búið er að gera samning við Víetnam.Samkvæmt AFP fréttaveitunni varaði Malmstrom Trump við því að setja á háa tolla á innfluttar vörur í Bandaríkjunum. Hún sagði augljóst að hann vildi standa við það sem hann lofaði í kosningabaráttunni, en hætta væri á því að önnur ríki myndu bregðast við og grípa til eigin aðgerða. Það gæti reynst slæmt fyrir hagkerfi margra ríkja og íbúa þeirra. „Ef þetta nær svo langt, verður enginn sigurvegari,“ sagði Malmstrom. Andstæða gegn fríverslunarsamningum hefur einnig aukist innan ESB. Mótmæli hafa verið haldin og embættismönnum sambandsins tókst naumlega að samþykkja fríverslunarsamning við Kanada í október eftir að íbúar í Vallónar í Belgíu settu sig upp á móti því. Malmstrom segir ljóst að ríki innan Evrópusambandsins hafi ekki staðið sig nægilega vel í að styðja við íbúa sem hafi tapað á aukinni hnattvæðingu og tilfærslu starfa á milli ríkja. Hún sagði það þó vera að breytast. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Andstaða ríkisstjórnar Donald Trump gegn fríverslunarsamningum og frjálsum viðskiptum hafa leitt til þess að margar þjóðir, sem telja einangrunarstefnu ekki réttu leiðina, líta nú til Evrópu. Þetta segir Cecilia Malmstrom, meðlimur í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og æðsti embættismaður sambandsins þegar kemur að viðskiptum. Nú þegar er ESB í viðræðum við næstum öll ríkin sem komu að Trans-Pacific Partnership fríverslunarsamningnum. Donald Trump dró Bandaríkin úr samningnum í janúar. Frá því að Trump var kjörinn forseti hefur ESB hafði samningaviðræður við Mexíkó, Mercosur (viðskiptasamband Suður-Ameríku) og Japan. Undirbúningur fyrir viðræður við Ástralíu og Nýja Sjáland er hafinn og búið er að gera samning við Víetnam.Samkvæmt AFP fréttaveitunni varaði Malmstrom Trump við því að setja á háa tolla á innfluttar vörur í Bandaríkjunum. Hún sagði augljóst að hann vildi standa við það sem hann lofaði í kosningabaráttunni, en hætta væri á því að önnur ríki myndu bregðast við og grípa til eigin aðgerða. Það gæti reynst slæmt fyrir hagkerfi margra ríkja og íbúa þeirra. „Ef þetta nær svo langt, verður enginn sigurvegari,“ sagði Malmstrom. Andstæða gegn fríverslunarsamningum hefur einnig aukist innan ESB. Mótmæli hafa verið haldin og embættismönnum sambandsins tókst naumlega að samþykkja fríverslunarsamning við Kanada í október eftir að íbúar í Vallónar í Belgíu settu sig upp á móti því. Malmstrom segir ljóst að ríki innan Evrópusambandsins hafi ekki staðið sig nægilega vel í að styðja við íbúa sem hafi tapað á aukinni hnattvæðingu og tilfærslu starfa á milli ríkja. Hún sagði það þó vera að breytast.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira