Segir ESB græða á einangrunarstefnu Trump Samúel Karl Ólason skrifar 21. febrúar 2017 10:32 Cecilia Malmstrom. Vísir/Epa Andstaða ríkisstjórnar Donald Trump gegn fríverslunarsamningum og frjálsum viðskiptum hafa leitt til þess að margar þjóðir, sem telja einangrunarstefnu ekki réttu leiðina, líta nú til Evrópu. Þetta segir Cecilia Malmstrom, meðlimur í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og æðsti embættismaður sambandsins þegar kemur að viðskiptum. Nú þegar er ESB í viðræðum við næstum öll ríkin sem komu að Trans-Pacific Partnership fríverslunarsamningnum. Donald Trump dró Bandaríkin úr samningnum í janúar. Frá því að Trump var kjörinn forseti hefur ESB hafði samningaviðræður við Mexíkó, Mercosur (viðskiptasamband Suður-Ameríku) og Japan. Undirbúningur fyrir viðræður við Ástralíu og Nýja Sjáland er hafinn og búið er að gera samning við Víetnam.Samkvæmt AFP fréttaveitunni varaði Malmstrom Trump við því að setja á háa tolla á innfluttar vörur í Bandaríkjunum. Hún sagði augljóst að hann vildi standa við það sem hann lofaði í kosningabaráttunni, en hætta væri á því að önnur ríki myndu bregðast við og grípa til eigin aðgerða. Það gæti reynst slæmt fyrir hagkerfi margra ríkja og íbúa þeirra. „Ef þetta nær svo langt, verður enginn sigurvegari,“ sagði Malmstrom. Andstæða gegn fríverslunarsamningum hefur einnig aukist innan ESB. Mótmæli hafa verið haldin og embættismönnum sambandsins tókst naumlega að samþykkja fríverslunarsamning við Kanada í október eftir að íbúar í Vallónar í Belgíu settu sig upp á móti því. Malmstrom segir ljóst að ríki innan Evrópusambandsins hafi ekki staðið sig nægilega vel í að styðja við íbúa sem hafi tapað á aukinni hnattvæðingu og tilfærslu starfa á milli ríkja. Hún sagði það þó vera að breytast. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Viðskipti erlent „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Viðskipti innlent Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Andstaða ríkisstjórnar Donald Trump gegn fríverslunarsamningum og frjálsum viðskiptum hafa leitt til þess að margar þjóðir, sem telja einangrunarstefnu ekki réttu leiðina, líta nú til Evrópu. Þetta segir Cecilia Malmstrom, meðlimur í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og æðsti embættismaður sambandsins þegar kemur að viðskiptum. Nú þegar er ESB í viðræðum við næstum öll ríkin sem komu að Trans-Pacific Partnership fríverslunarsamningnum. Donald Trump dró Bandaríkin úr samningnum í janúar. Frá því að Trump var kjörinn forseti hefur ESB hafði samningaviðræður við Mexíkó, Mercosur (viðskiptasamband Suður-Ameríku) og Japan. Undirbúningur fyrir viðræður við Ástralíu og Nýja Sjáland er hafinn og búið er að gera samning við Víetnam.Samkvæmt AFP fréttaveitunni varaði Malmstrom Trump við því að setja á háa tolla á innfluttar vörur í Bandaríkjunum. Hún sagði augljóst að hann vildi standa við það sem hann lofaði í kosningabaráttunni, en hætta væri á því að önnur ríki myndu bregðast við og grípa til eigin aðgerða. Það gæti reynst slæmt fyrir hagkerfi margra ríkja og íbúa þeirra. „Ef þetta nær svo langt, verður enginn sigurvegari,“ sagði Malmstrom. Andstæða gegn fríverslunarsamningum hefur einnig aukist innan ESB. Mótmæli hafa verið haldin og embættismönnum sambandsins tókst naumlega að samþykkja fríverslunarsamning við Kanada í október eftir að íbúar í Vallónar í Belgíu settu sig upp á móti því. Malmstrom segir ljóst að ríki innan Evrópusambandsins hafi ekki staðið sig nægilega vel í að styðja við íbúa sem hafi tapað á aukinni hnattvæðingu og tilfærslu starfa á milli ríkja. Hún sagði það þó vera að breytast.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Viðskipti erlent „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Viðskipti innlent Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira