Fákaseli lokað eftir mikinn taprekstur Haraldur Guðmundsson skrifar 22. febrúar 2017 07:30 Auk hestasýningarinnar var boðið upp á ferðir með í hesthúsin og í Fákaseli var einnig veitingastaður og verslun. Fákasel Hestagarðinum Fákaseli í Ölfusi var lokað í síðustu viku vegna tapreksturs upp á mörg hundruð milljónir króna. Eigendur ferðaþjónustufyrirtækisins hafa skilað inn nauðasamningi við kröfuhafa til Héraðsdóms Suðurlands. Fagfjárfestasjóðurinn Landsbréf Icelandic Tourism Fund I slhf. (ITF 1) á um 90 prósenta hlut í Fákaseli. Sjóðurinn er í eigu Icelandair Group, Landsbankans og sjö lífeyrissjóða.Helgi Júlíusson, framkvæmdastjóri ITF 1.„Félagið er búið að eiga í talsverðum rekstrarerfiðleikum en það er búið að vera í rekstri í þrjú ár. Þetta var niðurstaðan eða að loka og fara í fjárhagslega endurskipulagningu á félaginu sem stendur nú yfir,“ segir Helgi Júlíusson, framkvæmdastjóri ITF 1 og stjórnarmaður í Fákaseli ehf. Fákasel opnaði í janúar 2014 á jörðinni Ingólfshvoli í Ölfusi og hófust þá daglegar hestasýningar. Mikið var lagt í þær og höfðu reyndir framleiðendur, tækni- og leikhúsfólk aðkomu að hönnun og uppsetningu þeirra. Það ár skilaði reksturinn 136 milljóna króna tapi. Ári síðar nam tapið 167,7 milljónum samkvæmt nýjasta ársreikningi félagsins. Helgi vill ekki gefa afkomuna í fyrra upp að öðru leyti en að staðfesta að hún var neikvæð. „Við vonum að það verði hægt að komast hjá því að félagið fari í þrot. Við höfum sent frumvarp að nauðasamningi til Héraðsdóms Suðurlands. Ef það fer í gegn verður gert upp við kröfuhafa í samræmi við það frumvarp en það er ferli sem tekur tvo til þrjá mánuði. En það er ljóst að rekstrinum verður ekki framhaldið með óbreyttu sniði,“ segir Helgi. Samkvæmt ársreikningnum fyrir 2015 átti Fákasel þá eignir upp á 537 milljónir króna en skuldaði 404 milljónir. ITF 1 átti þá 47,8 prósent í ferðaþjónustufyrirtækinu. Helgi segir eign sjóðsins í Fákaseli hafa aukist í hlutafjáraukningum í fyrra og þannig endað í um 90 prósenta hlut. Snæból, fjárfestingarfélag hjónanna Finns Reyrs Stefánssonar og Steinunnar Jónsdóttur, var næststærsti eigandinn í árslok 2015 með 19,9 prósent. Þar á eftir kom Fellsendi ehf. með 14,6 prósent en það er í eigu hjónanna Bryndísar Mjallar Gunnarsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra Fákasels, og Guðmundar Ólasonar, fyrrverandi forstjóra Milestone. Helgi Júlíusson vill ekki svara því hversu miklu heildarfjárfesting ITF 1 í Fákaseli nemur. Icelandair Group á 29 prósenta hlut í sjóðnum og Landsbankinn, sem er nánast alfarið í eigu ríkisins, 19,9 prósent. Lífeyrissjóðirnir sjö eiga því 51 prósent og er Lífeyrissjóður verslunarmanna stærstur með 14.6 prósenta hlut.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæpleg hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæpleg hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Sjá meira
Hestagarðinum Fákaseli í Ölfusi var lokað í síðustu viku vegna tapreksturs upp á mörg hundruð milljónir króna. Eigendur ferðaþjónustufyrirtækisins hafa skilað inn nauðasamningi við kröfuhafa til Héraðsdóms Suðurlands. Fagfjárfestasjóðurinn Landsbréf Icelandic Tourism Fund I slhf. (ITF 1) á um 90 prósenta hlut í Fákaseli. Sjóðurinn er í eigu Icelandair Group, Landsbankans og sjö lífeyrissjóða.Helgi Júlíusson, framkvæmdastjóri ITF 1.„Félagið er búið að eiga í talsverðum rekstrarerfiðleikum en það er búið að vera í rekstri í þrjú ár. Þetta var niðurstaðan eða að loka og fara í fjárhagslega endurskipulagningu á félaginu sem stendur nú yfir,“ segir Helgi Júlíusson, framkvæmdastjóri ITF 1 og stjórnarmaður í Fákaseli ehf. Fákasel opnaði í janúar 2014 á jörðinni Ingólfshvoli í Ölfusi og hófust þá daglegar hestasýningar. Mikið var lagt í þær og höfðu reyndir framleiðendur, tækni- og leikhúsfólk aðkomu að hönnun og uppsetningu þeirra. Það ár skilaði reksturinn 136 milljóna króna tapi. Ári síðar nam tapið 167,7 milljónum samkvæmt nýjasta ársreikningi félagsins. Helgi vill ekki gefa afkomuna í fyrra upp að öðru leyti en að staðfesta að hún var neikvæð. „Við vonum að það verði hægt að komast hjá því að félagið fari í þrot. Við höfum sent frumvarp að nauðasamningi til Héraðsdóms Suðurlands. Ef það fer í gegn verður gert upp við kröfuhafa í samræmi við það frumvarp en það er ferli sem tekur tvo til þrjá mánuði. En það er ljóst að rekstrinum verður ekki framhaldið með óbreyttu sniði,“ segir Helgi. Samkvæmt ársreikningnum fyrir 2015 átti Fákasel þá eignir upp á 537 milljónir króna en skuldaði 404 milljónir. ITF 1 átti þá 47,8 prósent í ferðaþjónustufyrirtækinu. Helgi segir eign sjóðsins í Fákaseli hafa aukist í hlutafjáraukningum í fyrra og þannig endað í um 90 prósenta hlut. Snæból, fjárfestingarfélag hjónanna Finns Reyrs Stefánssonar og Steinunnar Jónsdóttur, var næststærsti eigandinn í árslok 2015 með 19,9 prósent. Þar á eftir kom Fellsendi ehf. með 14,6 prósent en það er í eigu hjónanna Bryndísar Mjallar Gunnarsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra Fákasels, og Guðmundar Ólasonar, fyrrverandi forstjóra Milestone. Helgi Júlíusson vill ekki svara því hversu miklu heildarfjárfesting ITF 1 í Fákaseli nemur. Icelandair Group á 29 prósenta hlut í sjóðnum og Landsbankinn, sem er nánast alfarið í eigu ríkisins, 19,9 prósent. Lífeyrissjóðirnir sjö eiga því 51 prósent og er Lífeyrissjóður verslunarmanna stærstur með 14.6 prósenta hlut.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæpleg hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæpleg hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Sjá meira