Björn Leví skorar á forsætisráðherra að segja af sér Heimir Már Pétursson skrifar 21. febrúar 2017 20:00 Formaður Vinstri grænna gagnrýnir hvað stór hluti leiðréttingar húsnæðislána fyrri ríkisstjórnar fór til þeirra tekjuhæstu og eignamestu. Þá segir þingmaður Pírata að forsætisráðherra eigi að biðjast afsökunar á að hafa skilað skýrslu um aflandsfélög seint og hann ætti svo að segja af sér. Tvær skýrslur komu til umræðu á Alþingi í dag. Sú fyrri varðaði framkvæmt leiðréttingarinnar svokölluðu. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna hóf sérstaka umræðu um skýrslu um leiðréttinguna sem hún og fleiri óskuðu eftir hinn 15. október árið 2015. En átta síðna skýrsla kom ekki fyrr en í síðasta mánuði. Hún gagnrýndi hvernig 72 milljörðum hafi verið ráðstafað úr ríkissjóði. „En leiðréttingin var auðvitað stærsta mál síðasta kjörtímabils og þar liggur fyrir að þau 10 prósent landsmanna sem hæstar höfðu tekjurnar fengu um það bil 30 prósent af þessum 72 milljörðum af skattfé[...]Þau tíu prósent Íslendinga sem mestar eignir eiga, sem að meðaltali eiga 82,6 milljónir króna í hreinni eign, fengu tæpa tíu milljarða úr ríkissjóði í gegnum leiðréttinguna,“ sagði Katrín. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sagði aðgerðir ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttir hafi ekki dugað til að lækka gífurlegar skuldir heimilanna. En þvert á spár hafi leiðréttingin og séreignarsparnaðarleiðin ekki ýtt undir verðbólgu eins og margir andstæðingar málsins hafi boðað. Katrín Jakobsdóttir formaður VGvísir/daníelLeiðréttingin ekki hugsuð sem tekjujöfnun„Þetta var aldrei hugsað sem tekjujöfnunaraðgerð. Þetta hlaut að vera aðgerð sem var beint að þeim sem skulduðu, áttu heimili og svo framvegis. Með nákvæmlega sama hætti höfum við ekki verið að velta því mikið fyrir okkur hvert hinar sérstöku vaxtabætur norrænu velferðarstjórnar þess tíma rötuðu. Auðvitað rötuðu þær ekki til annarra en þeirra sem voru að greiða vexti vegna húsnæðislána,“ sagði Bjarni. Þá var sérstök umræða um aflandsskýrsluna svo kölluðu; eða nánar tiltekið hvers vegna fjármálaráðherrann fyrrverandi og núverandi forsætisráðherra skilaði skýrslunni ekki fyrr. Skýrslan var tilbúin 5. október, áður en þing lauk störfum fyrir kosningar en var ekki birt fyrr en eftir kosningar eða þremur mánuðum síðar. Þetta segir Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata grafalvarlegt. „Síðan þessi feluleikur með skýrsluna komst upp hefur ítrekað verið tönnlast á því að skýrslunni hafi verið skilað til þingsins. Já skýrslunni var skilað, að lokum. Eftir að það komst upp að ráðherra sat á skýrslunni. Það jafnast á við að skila þýfinu eftir að stuldurinn kemst upp. Það afsakar ekki þjófnaðinn. Skaðinn er skeður. það er búið að kaupa miða og fara í frí til Panama,“ sagði Björn Leví. Hann endaði ræðu sína með áskorun til forsætisráðherra. „Því bið ég um þessar sérstöku umræður svo forsætisráðherra geti útskýrt mistök sín. Beðist afsökunar og sagt af sér,“ sagði þingmaður Pírata. Forsætisráðherra sagði farveg til þess í þinginu að bera upp vantraust á einstaka ráðherra. Skýrslan hafi verið unnin að hans frumkvæði. Því hafi hann ekki brotið neinar siðareglur og engin lög eða reglur hafi verið brotnar og ekkert mál varðandi ráðherrann hafi verið til skoðunar. Auðvitað á allt annað við þegar menn hafa brotið af sér. En þegar þannig háttar til, þegar menn hafa ekkert að fela, er þessi spurning jafngild þeirri hvort að fjármálaráðherra sem telur fram til skatts á Íslandi geti látið taka saman skýrslur úr tekjuskattskerfinu. Þetta jafngildir þeirri spurningu. En háttvirtur þingmaður, hann býr náttúrlega bara í þeim hugarheimi að hér hafi lög verið brotin og þar af leiðandi hljóti ráðherrann að hafa verið vanhæfur,“ sagði Bjarni Benediktsson. Alþingi Tengdar fréttir Langflestir þingmenn með einhver hliðarverkefni Heimildarmynd, vefsíðugerð og kennsla er á meðal verkefna sem þingmenn taka að sér samhliða þingmennskunni. 21. febrúar 2017 14:07 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Fleiri fréttir Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Sjá meira
Formaður Vinstri grænna gagnrýnir hvað stór hluti leiðréttingar húsnæðislána fyrri ríkisstjórnar fór til þeirra tekjuhæstu og eignamestu. Þá segir þingmaður Pírata að forsætisráðherra eigi að biðjast afsökunar á að hafa skilað skýrslu um aflandsfélög seint og hann ætti svo að segja af sér. Tvær skýrslur komu til umræðu á Alþingi í dag. Sú fyrri varðaði framkvæmt leiðréttingarinnar svokölluðu. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna hóf sérstaka umræðu um skýrslu um leiðréttinguna sem hún og fleiri óskuðu eftir hinn 15. október árið 2015. En átta síðna skýrsla kom ekki fyrr en í síðasta mánuði. Hún gagnrýndi hvernig 72 milljörðum hafi verið ráðstafað úr ríkissjóði. „En leiðréttingin var auðvitað stærsta mál síðasta kjörtímabils og þar liggur fyrir að þau 10 prósent landsmanna sem hæstar höfðu tekjurnar fengu um það bil 30 prósent af þessum 72 milljörðum af skattfé[...]Þau tíu prósent Íslendinga sem mestar eignir eiga, sem að meðaltali eiga 82,6 milljónir króna í hreinni eign, fengu tæpa tíu milljarða úr ríkissjóði í gegnum leiðréttinguna,“ sagði Katrín. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sagði aðgerðir ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttir hafi ekki dugað til að lækka gífurlegar skuldir heimilanna. En þvert á spár hafi leiðréttingin og séreignarsparnaðarleiðin ekki ýtt undir verðbólgu eins og margir andstæðingar málsins hafi boðað. Katrín Jakobsdóttir formaður VGvísir/daníelLeiðréttingin ekki hugsuð sem tekjujöfnun„Þetta var aldrei hugsað sem tekjujöfnunaraðgerð. Þetta hlaut að vera aðgerð sem var beint að þeim sem skulduðu, áttu heimili og svo framvegis. Með nákvæmlega sama hætti höfum við ekki verið að velta því mikið fyrir okkur hvert hinar sérstöku vaxtabætur norrænu velferðarstjórnar þess tíma rötuðu. Auðvitað rötuðu þær ekki til annarra en þeirra sem voru að greiða vexti vegna húsnæðislána,“ sagði Bjarni. Þá var sérstök umræða um aflandsskýrsluna svo kölluðu; eða nánar tiltekið hvers vegna fjármálaráðherrann fyrrverandi og núverandi forsætisráðherra skilaði skýrslunni ekki fyrr. Skýrslan var tilbúin 5. október, áður en þing lauk störfum fyrir kosningar en var ekki birt fyrr en eftir kosningar eða þremur mánuðum síðar. Þetta segir Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata grafalvarlegt. „Síðan þessi feluleikur með skýrsluna komst upp hefur ítrekað verið tönnlast á því að skýrslunni hafi verið skilað til þingsins. Já skýrslunni var skilað, að lokum. Eftir að það komst upp að ráðherra sat á skýrslunni. Það jafnast á við að skila þýfinu eftir að stuldurinn kemst upp. Það afsakar ekki þjófnaðinn. Skaðinn er skeður. það er búið að kaupa miða og fara í frí til Panama,“ sagði Björn Leví. Hann endaði ræðu sína með áskorun til forsætisráðherra. „Því bið ég um þessar sérstöku umræður svo forsætisráðherra geti útskýrt mistök sín. Beðist afsökunar og sagt af sér,“ sagði þingmaður Pírata. Forsætisráðherra sagði farveg til þess í þinginu að bera upp vantraust á einstaka ráðherra. Skýrslan hafi verið unnin að hans frumkvæði. Því hafi hann ekki brotið neinar siðareglur og engin lög eða reglur hafi verið brotnar og ekkert mál varðandi ráðherrann hafi verið til skoðunar. Auðvitað á allt annað við þegar menn hafa brotið af sér. En þegar þannig háttar til, þegar menn hafa ekkert að fela, er þessi spurning jafngild þeirri hvort að fjármálaráðherra sem telur fram til skatts á Íslandi geti látið taka saman skýrslur úr tekjuskattskerfinu. Þetta jafngildir þeirri spurningu. En háttvirtur þingmaður, hann býr náttúrlega bara í þeim hugarheimi að hér hafi lög verið brotin og þar af leiðandi hljóti ráðherrann að hafa verið vanhæfur,“ sagði Bjarni Benediktsson.
Alþingi Tengdar fréttir Langflestir þingmenn með einhver hliðarverkefni Heimildarmynd, vefsíðugerð og kennsla er á meðal verkefna sem þingmenn taka að sér samhliða þingmennskunni. 21. febrúar 2017 14:07 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Fleiri fréttir Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Sjá meira
Langflestir þingmenn með einhver hliðarverkefni Heimildarmynd, vefsíðugerð og kennsla er á meðal verkefna sem þingmenn taka að sér samhliða þingmennskunni. 21. febrúar 2017 14:07
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent