Þankar að baki bakþönkum Kári Stefánsson skrifar 23. febrúar 2017 07:00 Í bakþönkum Fréttablaðsins á þriðjudaginn var birtist greinarstúfur eftir Sirrý Hallgrímsdóttur undir fyrirsögninni Útkall í þágu vísinda. Í greininni sem er lofsverð fyrir þær sakir að höfundur reynir að vera fyndinn eru eftirfarandi atriði sem ég hef út á að setja:1. Sirrý gefur í skyn að Íslensk erfðagreining hafi ekki aflað lífsýna hjá íslenskri þjóð í þágu vísinda heldur í annarlegum tilgangi, óskilgreindum. Staðreyndin er sú að með því að vinna gögn úr þessum sýnum og rýna í þau hefur Íslensk erfðagreining leitt heiminn á sviði mannerfðafræði í um tvo áratugi og er það í eina skiptið í sögunni sem Ísland hefur svo ekki verður um deilt verið í fararbroddi nútíma vísinda. Fyrirtækið hefur birt rúmlega 400 ritrýndar vísindagreinar í bestu tímaritum heims. Þar sem Sirrý nefnir undirritaðan á nafn sé ég ástæðu til þess að benda á að ég hef tekið þátt í að skrifa 520 vísindagreinar og það hafa birst meira en 80.000 vísindagreinar eftir aðra vísindamenn þar sem er vitnað í mín verk. H-stuðull er einn af þeim mælikvörðum sem eru notaðir á áhrif manna í vísindum og er minn H-stuðull 141, sá hæsti sem íslenskur vísindamaður hefur hlotið. Afköst í vísindum hljóta að vera einn mælikvarði á það hversu líklegt það kunni að teljast að menn meini það þegar þeir segjast vera að gera eitthvað í þágu vísinda. Ég væri hissa ef það fyndust margir vísindamenn í Evrópu sem hefðu skilað meiri afköstum. Það nægði samt ekki til þess að koma í veg fyrir að Sirrý, sem var aðstoðarmaður ráðherra mennta og vísinda þangað til fyrir örfáum dögum, gæfi það í skyn að ég noti vísindin til þess að fela annarlegan tilgang að baki söfnun lífsýna.2. Sirrý segir að Íslensk erfðagreining hafi safnað lífsýnum fyrir amerískan lyfjarisa. Staðreyndin er sú að Íslensk erfðagreining hefur aldrei safnað lífsýnum fyrir annan aðila en Íslenska erfðagreiningu og hefur aldrei veitt utanaðkomandi aðila aðgang að sýnum. Íslensk erfðagreining hefur hvorki veitt Amgen né öðrum utanaðkomandi aðilum aðgang að gögnum unnum úr lífsýnum eða annars staðar að. Íslensk erfðagreining á ekki gögnin heldur eru vísindamenn fyrirtækisins vörsluaðilar gagnanna og er aðgangur þeirra takmarkaður af Vísindasiðanefnd og Persónuvernd.3. Öll gögn hjá Íslenskri erfðagreiningu eru geymd undir kennitölum sem hafa verið dulkóðaðar af þriðja aðila samkvæmt ferli sem hefur verið blessaður af Persónuvernd. Þar af leiðandi getur Íslensk erfðagreining ekki borið kennsl á einstaklinga og hefur ekkert að vinna og öllu að tapa með því að gera slíkt. Sá möguleiki er hins vegar fyrir hendi að íslenskt samfélag nýti sér getuna til þess að finna dulkóðaða kennitölu þess sem hefur skilið eftir lífsýni á vettvangi glæps sem Persónuvernd gæti síðan afkóðað ef lagaheimild væri fyrir hendi. Það eina sem við hjá Íslenskri erfðagreiningu höfum gert af okkur í þessum málum er að bjóðast til þess að aðstoða lögregluna innan ramma laganna til þess að leysa flókin mál. Fyrirtækið hefur ekkert á því að græða og við vorum okkur meðvituð um að boðið myndi að öllum líkindum leiða til þess að fólk af Sirrýjar sauðahúsi reyndi að ata okkur auri. Hvers vegna skyldi Sirrý skrifa þessa grein núna, spyr kannski einhver? Að öllum líkindum vegna þess að hún er að reyna að koma sér í mjúkinn hjá Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra í von um starf. Sirrý var áður aðstoðarkona Illuga Gunnarssonar, þáverandi menntamálaráðherra, og sá um almannatengsl fyrir hann. Nú heldur hún augljóslega að hún gæti gagnast Sigríði jafnvel og Illuga. Í því felst reginmisskilningur vegna þess að Illugi er gáfaður maður og greindur og það þurfti fjall af heimskulegum ráðum almannatengils til þess að hrekja hann úr pólitík. Það er hins vegar ljóst að Sigríður Á. Andersen mun í sínu tilfelli sjá um þetta sjálf og þarf enga hjálp.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kári Stefánsson Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Í bakþönkum Fréttablaðsins á þriðjudaginn var birtist greinarstúfur eftir Sirrý Hallgrímsdóttur undir fyrirsögninni Útkall í þágu vísinda. Í greininni sem er lofsverð fyrir þær sakir að höfundur reynir að vera fyndinn eru eftirfarandi atriði sem ég hef út á að setja:1. Sirrý gefur í skyn að Íslensk erfðagreining hafi ekki aflað lífsýna hjá íslenskri þjóð í þágu vísinda heldur í annarlegum tilgangi, óskilgreindum. Staðreyndin er sú að með því að vinna gögn úr þessum sýnum og rýna í þau hefur Íslensk erfðagreining leitt heiminn á sviði mannerfðafræði í um tvo áratugi og er það í eina skiptið í sögunni sem Ísland hefur svo ekki verður um deilt verið í fararbroddi nútíma vísinda. Fyrirtækið hefur birt rúmlega 400 ritrýndar vísindagreinar í bestu tímaritum heims. Þar sem Sirrý nefnir undirritaðan á nafn sé ég ástæðu til þess að benda á að ég hef tekið þátt í að skrifa 520 vísindagreinar og það hafa birst meira en 80.000 vísindagreinar eftir aðra vísindamenn þar sem er vitnað í mín verk. H-stuðull er einn af þeim mælikvörðum sem eru notaðir á áhrif manna í vísindum og er minn H-stuðull 141, sá hæsti sem íslenskur vísindamaður hefur hlotið. Afköst í vísindum hljóta að vera einn mælikvarði á það hversu líklegt það kunni að teljast að menn meini það þegar þeir segjast vera að gera eitthvað í þágu vísinda. Ég væri hissa ef það fyndust margir vísindamenn í Evrópu sem hefðu skilað meiri afköstum. Það nægði samt ekki til þess að koma í veg fyrir að Sirrý, sem var aðstoðarmaður ráðherra mennta og vísinda þangað til fyrir örfáum dögum, gæfi það í skyn að ég noti vísindin til þess að fela annarlegan tilgang að baki söfnun lífsýna.2. Sirrý segir að Íslensk erfðagreining hafi safnað lífsýnum fyrir amerískan lyfjarisa. Staðreyndin er sú að Íslensk erfðagreining hefur aldrei safnað lífsýnum fyrir annan aðila en Íslenska erfðagreiningu og hefur aldrei veitt utanaðkomandi aðila aðgang að sýnum. Íslensk erfðagreining hefur hvorki veitt Amgen né öðrum utanaðkomandi aðilum aðgang að gögnum unnum úr lífsýnum eða annars staðar að. Íslensk erfðagreining á ekki gögnin heldur eru vísindamenn fyrirtækisins vörsluaðilar gagnanna og er aðgangur þeirra takmarkaður af Vísindasiðanefnd og Persónuvernd.3. Öll gögn hjá Íslenskri erfðagreiningu eru geymd undir kennitölum sem hafa verið dulkóðaðar af þriðja aðila samkvæmt ferli sem hefur verið blessaður af Persónuvernd. Þar af leiðandi getur Íslensk erfðagreining ekki borið kennsl á einstaklinga og hefur ekkert að vinna og öllu að tapa með því að gera slíkt. Sá möguleiki er hins vegar fyrir hendi að íslenskt samfélag nýti sér getuna til þess að finna dulkóðaða kennitölu þess sem hefur skilið eftir lífsýni á vettvangi glæps sem Persónuvernd gæti síðan afkóðað ef lagaheimild væri fyrir hendi. Það eina sem við hjá Íslenskri erfðagreiningu höfum gert af okkur í þessum málum er að bjóðast til þess að aðstoða lögregluna innan ramma laganna til þess að leysa flókin mál. Fyrirtækið hefur ekkert á því að græða og við vorum okkur meðvituð um að boðið myndi að öllum líkindum leiða til þess að fólk af Sirrýjar sauðahúsi reyndi að ata okkur auri. Hvers vegna skyldi Sirrý skrifa þessa grein núna, spyr kannski einhver? Að öllum líkindum vegna þess að hún er að reyna að koma sér í mjúkinn hjá Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra í von um starf. Sirrý var áður aðstoðarkona Illuga Gunnarssonar, þáverandi menntamálaráðherra, og sá um almannatengsl fyrir hann. Nú heldur hún augljóslega að hún gæti gagnast Sigríði jafnvel og Illuga. Í því felst reginmisskilningur vegna þess að Illugi er gáfaður maður og greindur og það þurfti fjall af heimskulegum ráðum almannatengils til þess að hrekja hann úr pólitík. Það er hins vegar ljóst að Sigríður Á. Andersen mun í sínu tilfelli sjá um þetta sjálf og þarf enga hjálp.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun