Trump reiður FBI vegna leka Samúel Karl Ólason skrifar 24. febrúar 2017 14:15 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/AFP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er reiður út í Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI. Hann setti út á stofnunina á Twitter í dag vegna þess að henni hefði ekki tekist að stöðva upplýsingaleka opinberra starfsmanna. Jafnvel gætu rannsakendur ekki fundið lekana innan FBI. Hann sagði umrædda leka, sem hafa reynst ríkisstjórn hans erfiðir, geta stórskaða öryggi Bandaríkjanna.The FBI is totally unable to stop the national security "leakers" that have permeated our government for a long time. They can't even......— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) February 24, 2017 find the leakers within the FBI itself. Classified information is being given to media that could have a devastating effect on U.S. FIND NOW— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) February 24, 2017 Tilefni tístanna er líklega fregnir CNN frá því í gærkvöldi um að starfsmannastjóri Hvíta hússins, Reince Priebus, hefði beðið starfsmenn FBI um að afneita fregnum um ítrekuð samskipti starfsmanna Trump á meðan á forsetakosningunum stóð. FBI neitaði þeirri beiðni. Samskipti starfsmanna Trump við Rússa eru til rannsóknar innan veggja FBI, samkvæmt frétt New York Times. Það var sú frétt sem Preibus vildi að FBI segði vera ranga. Samkvæmt henni eru til upptökur af símtölum starfsmanna Trump við Rússa og meðal annars starfsmenn Leyniþjónustu Rússlands. Símtölin uppgötvuðust um sama skeið og leyniþjónustur Bandaríkjanna voru að leita sönnunargagna um að yfirvöld í Rússlandi hefðu reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar í fyrra.Alls ekki í fyrsta sinn Trump hefur ítrekað veist að leyniþjónustusamfélagi Bandaríkjanna á Twitter og þá aðallega FBI og CIA. Nú í síðasta mánuði líkti hann samfélaginu við Þýskaland á tímum nasismans. Fyrr í mánuðinum sagði Trump við blaðamenn að ríkisstjórn hans myndi finna þá sem væru að leka neikvæðum upplýsingum um ríkisstjórnina til fjölmiðla. „Þeir munu gjalda hátt verð fyrir,“ sagði Trump. Einnig var tíst um lekana frá opinberum forsetaaðgangi Trump á Twitter og fylgdi hlekkur á Facebook síðu hans. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Amnesty: Hatursorðræða stjórnmálamanna gerir heiminn að hættulegri stað Í nýrri skýrslu Amnesty International segir að stjórnmálamenn sem beiti hatursorðræðu og ali á sundurlyndi geri heiminn að hættulegri stað. 22. febrúar 2017 08:19 Reyndi að draga úr áhyggjum evrópskra embættismanna Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, sagði Trump vilja styrkja vinasamband Bandaríkjanna og ESB. 20. febrúar 2017 12:05 Trump vill fjölga kjarnaoddum Bandaríkjanna: „Við ætlum að vera atkvæðamestir“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, vill að Bandaríkin eigi flest kjarnorkuvopn allra ríkja. 23. febrúar 2017 22:33 John McCain um árásir Trump á fjölmiðla: „Það fyrsta sem einræðisherrar gera“ Bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn John McCain gagnrýnir Donald Trump, Bandaríkjaforseta, harðlega fyrir stöðugar árásir hans í garð fjölmiðla. 19. febrúar 2017 17:29 Stormasamur fyrsti mánuður Donald Trump í embætti forseta Bandaríkjanna Óhætt er að segja að mikið hefur gustað um Trump, starfslið hans og embættisverk þessar fyrstu vikurnar. 20. febrúar 2017 12:45 Bandarískur hæstaréttardómari hrósar fjölmiðlum Ruth Bader Ginsburg, hæstaréttardómari, hrósar fjölmiðlum í hástert og segist vera vongóð um framtíð Bandaríkjanna. 23. febrúar 2017 20:30 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Innlent Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Erlent Fleiri fréttir Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er reiður út í Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI. Hann setti út á stofnunina á Twitter í dag vegna þess að henni hefði ekki tekist að stöðva upplýsingaleka opinberra starfsmanna. Jafnvel gætu rannsakendur ekki fundið lekana innan FBI. Hann sagði umrædda leka, sem hafa reynst ríkisstjórn hans erfiðir, geta stórskaða öryggi Bandaríkjanna.The FBI is totally unable to stop the national security "leakers" that have permeated our government for a long time. They can't even......— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) February 24, 2017 find the leakers within the FBI itself. Classified information is being given to media that could have a devastating effect on U.S. FIND NOW— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) February 24, 2017 Tilefni tístanna er líklega fregnir CNN frá því í gærkvöldi um að starfsmannastjóri Hvíta hússins, Reince Priebus, hefði beðið starfsmenn FBI um að afneita fregnum um ítrekuð samskipti starfsmanna Trump á meðan á forsetakosningunum stóð. FBI neitaði þeirri beiðni. Samskipti starfsmanna Trump við Rússa eru til rannsóknar innan veggja FBI, samkvæmt frétt New York Times. Það var sú frétt sem Preibus vildi að FBI segði vera ranga. Samkvæmt henni eru til upptökur af símtölum starfsmanna Trump við Rússa og meðal annars starfsmenn Leyniþjónustu Rússlands. Símtölin uppgötvuðust um sama skeið og leyniþjónustur Bandaríkjanna voru að leita sönnunargagna um að yfirvöld í Rússlandi hefðu reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar í fyrra.Alls ekki í fyrsta sinn Trump hefur ítrekað veist að leyniþjónustusamfélagi Bandaríkjanna á Twitter og þá aðallega FBI og CIA. Nú í síðasta mánuði líkti hann samfélaginu við Þýskaland á tímum nasismans. Fyrr í mánuðinum sagði Trump við blaðamenn að ríkisstjórn hans myndi finna þá sem væru að leka neikvæðum upplýsingum um ríkisstjórnina til fjölmiðla. „Þeir munu gjalda hátt verð fyrir,“ sagði Trump. Einnig var tíst um lekana frá opinberum forsetaaðgangi Trump á Twitter og fylgdi hlekkur á Facebook síðu hans.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Amnesty: Hatursorðræða stjórnmálamanna gerir heiminn að hættulegri stað Í nýrri skýrslu Amnesty International segir að stjórnmálamenn sem beiti hatursorðræðu og ali á sundurlyndi geri heiminn að hættulegri stað. 22. febrúar 2017 08:19 Reyndi að draga úr áhyggjum evrópskra embættismanna Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, sagði Trump vilja styrkja vinasamband Bandaríkjanna og ESB. 20. febrúar 2017 12:05 Trump vill fjölga kjarnaoddum Bandaríkjanna: „Við ætlum að vera atkvæðamestir“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, vill að Bandaríkin eigi flest kjarnorkuvopn allra ríkja. 23. febrúar 2017 22:33 John McCain um árásir Trump á fjölmiðla: „Það fyrsta sem einræðisherrar gera“ Bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn John McCain gagnrýnir Donald Trump, Bandaríkjaforseta, harðlega fyrir stöðugar árásir hans í garð fjölmiðla. 19. febrúar 2017 17:29 Stormasamur fyrsti mánuður Donald Trump í embætti forseta Bandaríkjanna Óhætt er að segja að mikið hefur gustað um Trump, starfslið hans og embættisverk þessar fyrstu vikurnar. 20. febrúar 2017 12:45 Bandarískur hæstaréttardómari hrósar fjölmiðlum Ruth Bader Ginsburg, hæstaréttardómari, hrósar fjölmiðlum í hástert og segist vera vongóð um framtíð Bandaríkjanna. 23. febrúar 2017 20:30 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Innlent Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Erlent Fleiri fréttir Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Sjá meira
Amnesty: Hatursorðræða stjórnmálamanna gerir heiminn að hættulegri stað Í nýrri skýrslu Amnesty International segir að stjórnmálamenn sem beiti hatursorðræðu og ali á sundurlyndi geri heiminn að hættulegri stað. 22. febrúar 2017 08:19
Reyndi að draga úr áhyggjum evrópskra embættismanna Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, sagði Trump vilja styrkja vinasamband Bandaríkjanna og ESB. 20. febrúar 2017 12:05
Trump vill fjölga kjarnaoddum Bandaríkjanna: „Við ætlum að vera atkvæðamestir“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, vill að Bandaríkin eigi flest kjarnorkuvopn allra ríkja. 23. febrúar 2017 22:33
John McCain um árásir Trump á fjölmiðla: „Það fyrsta sem einræðisherrar gera“ Bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn John McCain gagnrýnir Donald Trump, Bandaríkjaforseta, harðlega fyrir stöðugar árásir hans í garð fjölmiðla. 19. febrúar 2017 17:29
Stormasamur fyrsti mánuður Donald Trump í embætti forseta Bandaríkjanna Óhætt er að segja að mikið hefur gustað um Trump, starfslið hans og embættisverk þessar fyrstu vikurnar. 20. febrúar 2017 12:45
Bandarískur hæstaréttardómari hrósar fjölmiðlum Ruth Bader Ginsburg, hæstaréttardómari, hrósar fjölmiðlum í hástert og segist vera vongóð um framtíð Bandaríkjanna. 23. febrúar 2017 20:30