Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - Afturelding 28-29 | Ótrúleg endurkoma Aftureldingar Smári Jökull Jónsson í Laugardalshöll skrifar 24. febrúar 2017 22:30 Afturelding er komin í úrslit Coca-Cola bikarkeppninnar í handknattleik eftir sigur á Haukum í framlengdum leik í Laugardalshöllinni í kvöld.Eyþór Árnason, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Laugardalshöllinni í kvöld og tók meðfylgjandi myndir. Afturelding var mest 8 mörkum undir í fyrri hálfleiknum en komu til baka á ótrúlegan hátt í þeim síðari og tryggðu sér sætið í úrslitaleiknum gegn Val á morgun. Í upphafi leiks var líkt og Mosfellingar væru ekki mættir til leiks. Haukar keyrðu yfir þá og þeir Adam Haukur Baumruk og Daníel Þór Ingason röðuðu inn mörkunum. Vörn Aftureldingar var engan veginn að finna sig á meðan Haukavörnin var öflug. Þegar Afturelding fékk svo færin var Giedrius Morkunas fyrir þeim í markinu en hann varði þrjú vítaköst í fyrri hálfleiknum auk þess sem Mosfellingar fóru illa með önnur færi. Einar Andri þjálfari Aftureldingar tók leikhlé snemma, skipti inn mönnum og skipti um markmann en það hafði lítið að segja. Haukar náðu mesta átta marka forystu en staðan í hálfleik var 18-11. Afturelding byrjaði seinni hálfleikinn af öllu meiri krafti en þann fyrri. Þeir náðu strax að minnka muninn og Haukar lentu í vandræðum þegar þeir misstu tvo menn af vell með brottvísanir. Framliggjandi vörn Aftureldingar var töluvert öflugri á þessum tímapunkti og Haukar skoruðu aðeins þrjú mörk á fyrstu 15 mínútum hálfleiksins. Afturelding minnkaði muninn í 21-19 þegar 15 mínútur var eftir og Mosfellingar í stúkunni tóku vel við sér. Þá tók Gunnar Magnússon þjálfari Hauka leikhlé en Haukar voru áfram í vandræðum sóknarlega. Tjörvi Þorgeirsson átti ágæta innkomu og skoraði tvö mörk sem komu Haukum aftur í þriggja marka forskot en síðan setti vörn Aftureldingar í lás með Davíð Svansson öflugan fyrir aftan í markinu. Afturelding hélt áfram að saxa á forskotið og tókst að jafna metin í fyrsta sinn þegar innan við mínúta var eftir þegar Árni Bragi Eyjólfsson skoraði úr horninu. Það var í fyrsta sinn siðan i stöðunni 2-2 sem var jafnt. Haukar nýttu ekki sína sókn og Afturelding tók leikhlé með 9 sekúndur á klukkunni. Þeir voru nálægt því að koma boltanum inn á Pétur Júníusson á línunni en Haukar náðu að brjóta. Aukakast Ernis Hrafns Arnarsonar þegar tíminn var runninn út fór svo í varnarvegginn. Í framlengingunni voru Mosfellingar sterkari aðilinn. Þeir náðu tveggja marka forystu í upphafi síðari hálfleiks framlengingar en Haukum tókst að jafna. Þegar allt stefndi í vítakeppni skoraði Mikk Pinnonen sigurmark Aftureldingar þegar hann komst í gegnum vörn Hauka. Hafnfirðingar náðu ekki að nýta þær sekúndur sem þeir höfðu til að jafna og sigur Aftureldingar staðreynd. Elvar Ásgeirsson var markahæstur hjá Aftureldingu með 7 mörk og þeir Ernir Hrafn Arnarson, Mikk Pinnonen og Gunnar Malmquist Þórsson skoruðu 5 mörk hver. Kristófer Fannar Guðmundsson og Davíð Svansson vörðu samtals 20 skot í markinu og Davíð var sérstaklega sterkur í lok venjulegs leiktíma. Hjá Haukum var Adam Haukur frábær framan af sem og Daníel Þór. Þeir, líkt og aðrir leikmenn Hauka, hurfu hins vegar í síðari hálfleik og fundu engin svör við varnarleik Aftureldingar. Giedrius Morkunas varði 15 skot í markinu, þar af þrjú vítaskot. Afturelding hefur einu sinni orðið bikarmeistari en það var árið 1999. Þeir leika við margfalda bikarmeistara Vals á morgun en leikurinn hefst klukkan 16:00 og honum verða að sjálfsögðu gerð góð skil á Vísi. Einar Andri: Þvílíkur karakter hjá strákunumÚr leiknum í kvöldVísir/EyþórEinar Andri Einarsson þjálfari Aftureldingar var mjög ánægður með sigurinn á Haukum í undanúrslitum Coca-Cola bikarsins í handknattleik í kvöld en Afturelding átti magnaða endurkomu í síðari hálfleiknum. „Við vorum undirspenntir í upphafi og þeir nýttu sér það. Við nýttum ekki færin okkar, fórum með þrjú vítaskot á meðan þeir voru að setja boltann í skeytin. Þeir voru helvíti heitir í byrjun og við töluðum um það í hálfleik að ef við myndum byrja seinni hálfleikinn vel þá gæti pressan færst yfir á þá og sú varð raunin,“ sagði Einar Andri þegar Vísir ræddi við hann að leik loknum í Laugardalshöll í kvöld. „Þetta var þvílíkur karakter hjá strákunum og stuðningur áhorfenda var geggjaður. Við mættum ekki alveg klárir og uppleggið varnarlega var ekki nógu gott. Sem betur fer voru strákarnir klárir í að breyta vörninni þó að við værum ekki búnir að æfa það neitt. En við þekkjum það vel þannig að það gekk sem betur fer upp.“ Valsmenn verða andstæðingar Aftureldingar á morgun en þeir lögðu Hauka í spennuleik fyrr í dag. „Ég ætla ekkert að fara ítarlega í það hvernig við munum leggja þann leik upp. Við erum búnir að spila við þá tvisvar eftir áramót og gert jafntefli og tapa einu seinni þannig að við þurfum að skoða okkar vel leik,“ sagði Einar Andri og bætti við að þeir væru að fara að mæta allt öðruvísi liði á morgun. „Þeir eru mjög ólíkir Haukunum þannig að við þurfum að aðlaga okkur að þeirra leik og spila betur en við gerðum í þessum tveimur leikjum og í fyrri hálfleik í dag. Við þurfum að byggja á seinni hálfleiknum frá því í dag,“ bætti Einar Andri við. Hann vildi ekki meina að það myndi skipta máli að þeir fengju minni hvíld en Valsmenn og hefðu þar að auki spilað framlengingu. „Við ætlum að sjá til þess að það hafi engin áhrif,“ sagði Einar Andri en hans menn voru þá strax farnir að hlaupa sig niður eftir átökin gegn Haukum. „Ég hef ekki einu sinni áhyggjur af stuðningnum á morgun. Stúkan verður troðfull og stemmningin verður flott,“ sagði Einar Andri að lokum. Gunnar: Skorum löglegt mark undir lokinGunnar Magnússon þjálfari Hauka sagði að upphaf seinni hálfleiksins hefði farið illa með sína menn og um leið gefið Aftureldingu aukinn kraft. Haukar skoruðu 18 mörk í fyrri hálfleik en aðeins 7 mörk í seinni hálfleik. „Fyrstu 10 mínútur í seinni hálfleik þá missum við því miður hausinn og agann. Við köstum boltanum frá okkur og brjótum klaufalega af okkur og hleypum þeim auðveldlega inn í leikinn. Það er það sem ég er svekktur með og eftir það er þetta stál í stál. Spurningin var bara hvoru megin sigurinn myndi falla,“ sagði Gunnar í samtali við Vísi eftir leik. Sóknarleikur Hauka var frábær í fyrri hálfleik og skyttur þeirra fengu nóg pláss til að athafna sig. Í síðari hálfleik mættu Mosfellingar framar og lokuðu algjörlega á Haukana. „Við vorum í miklum vandræðum með þessa framliggjandi vörn. Þeir mættu mjög grimmir á okkur og að sama skapi fengum við skotfæri sem við skoruðum úr í fyrri hálfleik en hann var að verja í þeim síðari. Þeir skora nokkur mörk þegar höndin er komin upp og þetta fellur með þeim.“ „Saga leiksins er svo þegar við skorum löglegt mark sem hefði komið okkur einu marki yfir þegar 40 sekúndur eru eftir af framlengingu. Það er kannski saga leiksins að það hafi verið flautað of snemma,“ sagði Gunnar en vildi þó ekki kenna dómurunum um tapið. „Ég er ósáttur með okkur hvernig við mættum í seinni hálfleik. Við áttum ekkert að hleypa þessu í þessa spennu með okkar reynslu. Við áttum ekki að láta þetta fara í það að einhver einn dómur skipti máli,“ bætti Gunnar við. Blaðamanni lék forvitni á að vita hverju hann vildi spá varðandi úrslitaleikinn á morgun. „Ég vil lítið vera að spá. Þetta eru tvö frábær lið og ég óska bara Aftureldingu til hamingju með sigurinn í dag. Þeir náðu einu marki meira en við í kvöld og ég spái bara frábærum leik á morgun,“ sagði Gunnar að lokum. Elvar: Erum að fara að mæta og slástElvar Ásgeirsson var markahæstur í liði Aftureldingar í kvöld með 7 mörk og tók oft á skarið í sóknarleik Mosfellinga. Hann var vitaskuld gríðarlega ánægður með að liðið væri komið í úrslitaleik bikarkeppninnar. „Þetta var magnað. Við höfðum trú og vilja þrátt fyrir að vera sjö mörkum undir og þá getum við þetta,“ sagði Elvar í sigurvímu eftir leik. „Við vorum ekki að gera það sem við vorum búnir að leggja upp með varnarlega í upphafi. Þeir voru að hitta enda með góðar skyttur. Fyrsta korterið voru skotin þeirra í vinklunum á meðan við fórum með dauðafæri. Við ákváðum að sleppa því að fara á taugum og halda bara áfram. Við tókum þetta gamla góða, eitt mark í einu og sjá hvert það myndi taka okkur,“ bætti Elvar við. Elvar sagði að það hefði gefið leikmönnum Aftureldingar aukinn kraft að hafa verið það lið sem tókst að jafna metin í lok venjulegs leiktíma. „Það er yfirleitt þannig að liðið sem jafnar eða kemur til baka er með byr í seglum. Við vorum ekkert komnir með þetta en við núllstilltum okkur og ætluðum að vinna. Ég vissi ekki fyrr en eftir á að það væru ekki tvær framlengingar eins og vanalega þannig að ég var ekkert farinn að spá í vítakeppni,“ sagði Elvar þegar blaðamaður spurði hvort hann hefði verið farinn að hugsa út í mögulega vítakastkeppni. Mosfellingar hafa mætt Valsmönnum þrisvar í vetur, unnið, gert jafntefli og tapað. Elvar sagði mikilvægt að byggja á varnarleiknum sem þeir sýndu í seinni hálfleik í kvöld. „Við þurfum að halda áfram með þá vörn og spila okkar leik, ekkert endilega þetta framliggjandi kerfi heldur að vinna eins og skepnur og berjast fyrir hvorn annan. Þetta er bikarkeppni og við erum að fara að mæta og slást,“ sagði Elvar að lokum. Jón Þorbjörn: Ætla ekki einu sinni að horfa á morgunJón Þorbjörn í leiknum í kvöldVísir/EyþórJón Þorbjörn Jóhannsson stóð í vörn Hauka í dag eins og venjulega og var vitaskuld gríðarlega svekktur þegar blaðamaður ræddi við hann að leik loknum. „Sóknarlega hættum við að sækja og varnarlega erum við allt of rólegir. Við erum ekki að hjálpa hvor öðrum eins og við gerðum í fyrri hálfleik. Þeir fá þessa vörðu bolta sem gerðu mikið fyrir þá,“ sagði Jón Þorbjörn við Vísi eftir leik. „Það gæti verið að við höfum verið værukærir í upphafi seinni hálfleiks. Við komum allavega ekki tilbúnir og þeir skora fyrstu mörkin. Við hendum boltanum frá okkur eins og ég veit ekki hvað, þetta er ekki boðlegt á þessu stigi,“ bætti Jón Þorbjörn við og var ekkert sérlega spenntur fyrir því að spá fyrir um úrslit leiksins á morgun. „Mér er skítsama, ég ætla ekki einu sinni að horfa á þennan leik. Megi betra liðið vinna,“ sagði varnarmaðurinn sterki að lokum.Elvar skýtur að marki í kvöldVísir/EyþórGunnar fer yfir málin með sínum mönnum í kvöldVísir/Eyþór Olís-deild karla Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Járnkona sundsins kveður Sport Fleiri fréttir Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Sjá meira
Afturelding er komin í úrslit Coca-Cola bikarkeppninnar í handknattleik eftir sigur á Haukum í framlengdum leik í Laugardalshöllinni í kvöld.Eyþór Árnason, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Laugardalshöllinni í kvöld og tók meðfylgjandi myndir. Afturelding var mest 8 mörkum undir í fyrri hálfleiknum en komu til baka á ótrúlegan hátt í þeim síðari og tryggðu sér sætið í úrslitaleiknum gegn Val á morgun. Í upphafi leiks var líkt og Mosfellingar væru ekki mættir til leiks. Haukar keyrðu yfir þá og þeir Adam Haukur Baumruk og Daníel Þór Ingason röðuðu inn mörkunum. Vörn Aftureldingar var engan veginn að finna sig á meðan Haukavörnin var öflug. Þegar Afturelding fékk svo færin var Giedrius Morkunas fyrir þeim í markinu en hann varði þrjú vítaköst í fyrri hálfleiknum auk þess sem Mosfellingar fóru illa með önnur færi. Einar Andri þjálfari Aftureldingar tók leikhlé snemma, skipti inn mönnum og skipti um markmann en það hafði lítið að segja. Haukar náðu mesta átta marka forystu en staðan í hálfleik var 18-11. Afturelding byrjaði seinni hálfleikinn af öllu meiri krafti en þann fyrri. Þeir náðu strax að minnka muninn og Haukar lentu í vandræðum þegar þeir misstu tvo menn af vell með brottvísanir. Framliggjandi vörn Aftureldingar var töluvert öflugri á þessum tímapunkti og Haukar skoruðu aðeins þrjú mörk á fyrstu 15 mínútum hálfleiksins. Afturelding minnkaði muninn í 21-19 þegar 15 mínútur var eftir og Mosfellingar í stúkunni tóku vel við sér. Þá tók Gunnar Magnússon þjálfari Hauka leikhlé en Haukar voru áfram í vandræðum sóknarlega. Tjörvi Þorgeirsson átti ágæta innkomu og skoraði tvö mörk sem komu Haukum aftur í þriggja marka forskot en síðan setti vörn Aftureldingar í lás með Davíð Svansson öflugan fyrir aftan í markinu. Afturelding hélt áfram að saxa á forskotið og tókst að jafna metin í fyrsta sinn þegar innan við mínúta var eftir þegar Árni Bragi Eyjólfsson skoraði úr horninu. Það var í fyrsta sinn siðan i stöðunni 2-2 sem var jafnt. Haukar nýttu ekki sína sókn og Afturelding tók leikhlé með 9 sekúndur á klukkunni. Þeir voru nálægt því að koma boltanum inn á Pétur Júníusson á línunni en Haukar náðu að brjóta. Aukakast Ernis Hrafns Arnarsonar þegar tíminn var runninn út fór svo í varnarvegginn. Í framlengingunni voru Mosfellingar sterkari aðilinn. Þeir náðu tveggja marka forystu í upphafi síðari hálfleiks framlengingar en Haukum tókst að jafna. Þegar allt stefndi í vítakeppni skoraði Mikk Pinnonen sigurmark Aftureldingar þegar hann komst í gegnum vörn Hauka. Hafnfirðingar náðu ekki að nýta þær sekúndur sem þeir höfðu til að jafna og sigur Aftureldingar staðreynd. Elvar Ásgeirsson var markahæstur hjá Aftureldingu með 7 mörk og þeir Ernir Hrafn Arnarson, Mikk Pinnonen og Gunnar Malmquist Þórsson skoruðu 5 mörk hver. Kristófer Fannar Guðmundsson og Davíð Svansson vörðu samtals 20 skot í markinu og Davíð var sérstaklega sterkur í lok venjulegs leiktíma. Hjá Haukum var Adam Haukur frábær framan af sem og Daníel Þór. Þeir, líkt og aðrir leikmenn Hauka, hurfu hins vegar í síðari hálfleik og fundu engin svör við varnarleik Aftureldingar. Giedrius Morkunas varði 15 skot í markinu, þar af þrjú vítaskot. Afturelding hefur einu sinni orðið bikarmeistari en það var árið 1999. Þeir leika við margfalda bikarmeistara Vals á morgun en leikurinn hefst klukkan 16:00 og honum verða að sjálfsögðu gerð góð skil á Vísi. Einar Andri: Þvílíkur karakter hjá strákunumÚr leiknum í kvöldVísir/EyþórEinar Andri Einarsson þjálfari Aftureldingar var mjög ánægður með sigurinn á Haukum í undanúrslitum Coca-Cola bikarsins í handknattleik í kvöld en Afturelding átti magnaða endurkomu í síðari hálfleiknum. „Við vorum undirspenntir í upphafi og þeir nýttu sér það. Við nýttum ekki færin okkar, fórum með þrjú vítaskot á meðan þeir voru að setja boltann í skeytin. Þeir voru helvíti heitir í byrjun og við töluðum um það í hálfleik að ef við myndum byrja seinni hálfleikinn vel þá gæti pressan færst yfir á þá og sú varð raunin,“ sagði Einar Andri þegar Vísir ræddi við hann að leik loknum í Laugardalshöll í kvöld. „Þetta var þvílíkur karakter hjá strákunum og stuðningur áhorfenda var geggjaður. Við mættum ekki alveg klárir og uppleggið varnarlega var ekki nógu gott. Sem betur fer voru strákarnir klárir í að breyta vörninni þó að við værum ekki búnir að æfa það neitt. En við þekkjum það vel þannig að það gekk sem betur fer upp.“ Valsmenn verða andstæðingar Aftureldingar á morgun en þeir lögðu Hauka í spennuleik fyrr í dag. „Ég ætla ekkert að fara ítarlega í það hvernig við munum leggja þann leik upp. Við erum búnir að spila við þá tvisvar eftir áramót og gert jafntefli og tapa einu seinni þannig að við þurfum að skoða okkar vel leik,“ sagði Einar Andri og bætti við að þeir væru að fara að mæta allt öðruvísi liði á morgun. „Þeir eru mjög ólíkir Haukunum þannig að við þurfum að aðlaga okkur að þeirra leik og spila betur en við gerðum í þessum tveimur leikjum og í fyrri hálfleik í dag. Við þurfum að byggja á seinni hálfleiknum frá því í dag,“ bætti Einar Andri við. Hann vildi ekki meina að það myndi skipta máli að þeir fengju minni hvíld en Valsmenn og hefðu þar að auki spilað framlengingu. „Við ætlum að sjá til þess að það hafi engin áhrif,“ sagði Einar Andri en hans menn voru þá strax farnir að hlaupa sig niður eftir átökin gegn Haukum. „Ég hef ekki einu sinni áhyggjur af stuðningnum á morgun. Stúkan verður troðfull og stemmningin verður flott,“ sagði Einar Andri að lokum. Gunnar: Skorum löglegt mark undir lokinGunnar Magnússon þjálfari Hauka sagði að upphaf seinni hálfleiksins hefði farið illa með sína menn og um leið gefið Aftureldingu aukinn kraft. Haukar skoruðu 18 mörk í fyrri hálfleik en aðeins 7 mörk í seinni hálfleik. „Fyrstu 10 mínútur í seinni hálfleik þá missum við því miður hausinn og agann. Við köstum boltanum frá okkur og brjótum klaufalega af okkur og hleypum þeim auðveldlega inn í leikinn. Það er það sem ég er svekktur með og eftir það er þetta stál í stál. Spurningin var bara hvoru megin sigurinn myndi falla,“ sagði Gunnar í samtali við Vísi eftir leik. Sóknarleikur Hauka var frábær í fyrri hálfleik og skyttur þeirra fengu nóg pláss til að athafna sig. Í síðari hálfleik mættu Mosfellingar framar og lokuðu algjörlega á Haukana. „Við vorum í miklum vandræðum með þessa framliggjandi vörn. Þeir mættu mjög grimmir á okkur og að sama skapi fengum við skotfæri sem við skoruðum úr í fyrri hálfleik en hann var að verja í þeim síðari. Þeir skora nokkur mörk þegar höndin er komin upp og þetta fellur með þeim.“ „Saga leiksins er svo þegar við skorum löglegt mark sem hefði komið okkur einu marki yfir þegar 40 sekúndur eru eftir af framlengingu. Það er kannski saga leiksins að það hafi verið flautað of snemma,“ sagði Gunnar en vildi þó ekki kenna dómurunum um tapið. „Ég er ósáttur með okkur hvernig við mættum í seinni hálfleik. Við áttum ekkert að hleypa þessu í þessa spennu með okkar reynslu. Við áttum ekki að láta þetta fara í það að einhver einn dómur skipti máli,“ bætti Gunnar við. Blaðamanni lék forvitni á að vita hverju hann vildi spá varðandi úrslitaleikinn á morgun. „Ég vil lítið vera að spá. Þetta eru tvö frábær lið og ég óska bara Aftureldingu til hamingju með sigurinn í dag. Þeir náðu einu marki meira en við í kvöld og ég spái bara frábærum leik á morgun,“ sagði Gunnar að lokum. Elvar: Erum að fara að mæta og slástElvar Ásgeirsson var markahæstur í liði Aftureldingar í kvöld með 7 mörk og tók oft á skarið í sóknarleik Mosfellinga. Hann var vitaskuld gríðarlega ánægður með að liðið væri komið í úrslitaleik bikarkeppninnar. „Þetta var magnað. Við höfðum trú og vilja þrátt fyrir að vera sjö mörkum undir og þá getum við þetta,“ sagði Elvar í sigurvímu eftir leik. „Við vorum ekki að gera það sem við vorum búnir að leggja upp með varnarlega í upphafi. Þeir voru að hitta enda með góðar skyttur. Fyrsta korterið voru skotin þeirra í vinklunum á meðan við fórum með dauðafæri. Við ákváðum að sleppa því að fara á taugum og halda bara áfram. Við tókum þetta gamla góða, eitt mark í einu og sjá hvert það myndi taka okkur,“ bætti Elvar við. Elvar sagði að það hefði gefið leikmönnum Aftureldingar aukinn kraft að hafa verið það lið sem tókst að jafna metin í lok venjulegs leiktíma. „Það er yfirleitt þannig að liðið sem jafnar eða kemur til baka er með byr í seglum. Við vorum ekkert komnir með þetta en við núllstilltum okkur og ætluðum að vinna. Ég vissi ekki fyrr en eftir á að það væru ekki tvær framlengingar eins og vanalega þannig að ég var ekkert farinn að spá í vítakeppni,“ sagði Elvar þegar blaðamaður spurði hvort hann hefði verið farinn að hugsa út í mögulega vítakastkeppni. Mosfellingar hafa mætt Valsmönnum þrisvar í vetur, unnið, gert jafntefli og tapað. Elvar sagði mikilvægt að byggja á varnarleiknum sem þeir sýndu í seinni hálfleik í kvöld. „Við þurfum að halda áfram með þá vörn og spila okkar leik, ekkert endilega þetta framliggjandi kerfi heldur að vinna eins og skepnur og berjast fyrir hvorn annan. Þetta er bikarkeppni og við erum að fara að mæta og slást,“ sagði Elvar að lokum. Jón Þorbjörn: Ætla ekki einu sinni að horfa á morgunJón Þorbjörn í leiknum í kvöldVísir/EyþórJón Þorbjörn Jóhannsson stóð í vörn Hauka í dag eins og venjulega og var vitaskuld gríðarlega svekktur þegar blaðamaður ræddi við hann að leik loknum. „Sóknarlega hættum við að sækja og varnarlega erum við allt of rólegir. Við erum ekki að hjálpa hvor öðrum eins og við gerðum í fyrri hálfleik. Þeir fá þessa vörðu bolta sem gerðu mikið fyrir þá,“ sagði Jón Þorbjörn við Vísi eftir leik. „Það gæti verið að við höfum verið værukærir í upphafi seinni hálfleiks. Við komum allavega ekki tilbúnir og þeir skora fyrstu mörkin. Við hendum boltanum frá okkur eins og ég veit ekki hvað, þetta er ekki boðlegt á þessu stigi,“ bætti Jón Þorbjörn við og var ekkert sérlega spenntur fyrir því að spá fyrir um úrslit leiksins á morgun. „Mér er skítsama, ég ætla ekki einu sinni að horfa á þennan leik. Megi betra liðið vinna,“ sagði varnarmaðurinn sterki að lokum.Elvar skýtur að marki í kvöldVísir/EyþórGunnar fer yfir málin með sínum mönnum í kvöldVísir/Eyþór
Olís-deild karla Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Járnkona sundsins kveður Sport Fleiri fréttir Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Sjá meira