Netflix ekki keypt neitt af Myndformi Haraldur Guðmundsson skrifar 25. febrúar 2017 12:00 Netflix samdi við Senu og Sam-félagið áður en efnisveitan opnaði hér í janúar í fyrra. Fréttablaðið/EPA Vísir/EPA „Við höfum ekki selt þeim neitt en það hafa verið einhverjar þreifingar. Þeir vilja ekki borga það sem við viljum og þessar viðræður hafa því ekki gengið,“ segir Gunnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri Myndforms, aðspurður hvort fyrirtæki hans hafi tekið upp að nýju viðræður við bandarísku efnisveituna Netflix. Myndform var fyrst stóru íslensku kvikmyndafyrirtækjanna þrigga til að hefja viðræður við Netflix í ágúst 2014. Bandaríska fyrirtækið hafði þá boðað komu sína hingað til lands og opnaði efnisveitu sína hér í janúar í fyrra. Viðræðurnar við Myndform höfðu þá siglt í strand og sagði Gunnar í samtali við DV að fyrirtækið ætti að öllum líkindum eftir að eiga í viðskiptum við Netflix á einhverjum tímapunkti.Gunnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri Myndforms.„Það hefur ekki enn gerst en við erum að þjónusta íslenska aðila eins og Maraþon NOW og Vodafone Play,“ segir Gunnar. Myndform á sýningarrétt á kvikmyndum bandarísku framleiðslufyrirtækjanna Lionsgate, Universal og Metro-Goldwyn-Mayer og mikið af talsettu barnaefni. Aftur á móti hefur fyrirtækið ekki alltaf samið um sýningarétt fyrir sjónvarp heldur einungis kvikmyndahúsarétt. Úrvalið sem Netflix býður viðskiptavinum sínum er háð samningum við myndréttarhafa í hverju landi fyrir sig eða erlend framleiðslufyrirtæki. Samkvæmt upplýsingum Vísis hefur Sam-félagið, sem á og rekur Sambíóin og Samfilm, selt Netflix talsvert af efni. Jón Diðrik Jónsson, eigandi og framkvæmdastjóri Senu, segir núgildandi samning fyrirtækisins við Netflix fara að renna út. „Við gerðum nokkurra ára samning við þá á sínum tíma sem er enn í gangi. Sá samningur fer að klárast og við höfum rætt við þá hvað taki við. Þetta er búið að vera fínt og við munum nú skoða framhaldið," segir Jón Diðrik. Netflix Mest lesið Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur 43 ára kvikmyndasaga kvödd Lífið samstarf Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Sjá meira
„Við höfum ekki selt þeim neitt en það hafa verið einhverjar þreifingar. Þeir vilja ekki borga það sem við viljum og þessar viðræður hafa því ekki gengið,“ segir Gunnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri Myndforms, aðspurður hvort fyrirtæki hans hafi tekið upp að nýju viðræður við bandarísku efnisveituna Netflix. Myndform var fyrst stóru íslensku kvikmyndafyrirtækjanna þrigga til að hefja viðræður við Netflix í ágúst 2014. Bandaríska fyrirtækið hafði þá boðað komu sína hingað til lands og opnaði efnisveitu sína hér í janúar í fyrra. Viðræðurnar við Myndform höfðu þá siglt í strand og sagði Gunnar í samtali við DV að fyrirtækið ætti að öllum líkindum eftir að eiga í viðskiptum við Netflix á einhverjum tímapunkti.Gunnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri Myndforms.„Það hefur ekki enn gerst en við erum að þjónusta íslenska aðila eins og Maraþon NOW og Vodafone Play,“ segir Gunnar. Myndform á sýningarrétt á kvikmyndum bandarísku framleiðslufyrirtækjanna Lionsgate, Universal og Metro-Goldwyn-Mayer og mikið af talsettu barnaefni. Aftur á móti hefur fyrirtækið ekki alltaf samið um sýningarétt fyrir sjónvarp heldur einungis kvikmyndahúsarétt. Úrvalið sem Netflix býður viðskiptavinum sínum er háð samningum við myndréttarhafa í hverju landi fyrir sig eða erlend framleiðslufyrirtæki. Samkvæmt upplýsingum Vísis hefur Sam-félagið, sem á og rekur Sambíóin og Samfilm, selt Netflix talsvert af efni. Jón Diðrik Jónsson, eigandi og framkvæmdastjóri Senu, segir núgildandi samning fyrirtækisins við Netflix fara að renna út. „Við gerðum nokkurra ára samning við þá á sínum tíma sem er enn í gangi. Sá samningur fer að klárast og við höfum rætt við þá hvað taki við. Þetta er búið að vera fínt og við munum nú skoða framhaldið," segir Jón Diðrik.
Netflix Mest lesið Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur 43 ára kvikmyndasaga kvödd Lífið samstarf Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Sjá meira