Formaður knd. Hauka: Ágætt að Ívar fari frá núna í smá tíma Henry Birgir Gunnarsson skrifar 27. febrúar 2017 19:00 Mál málanna í íslenska körfuboltaheiminum í dag er skíðaferð þjálfara Hauka, Ívars Ásgrímssonar. Hann mun ekki stýra sínu liði í gríðarlega mikilvægum leik gegn Snæfelli á föstudag vegna ferðarinnar. Það eru engin fordæmi fyrir að þjálfari yfirgefi lið sitt á miðju tímabili og missi af leik þar sem hann er á skíðum. Haukar eru í harðri fallbaráttu og mega ekki tapa þessum leik. Ákvörðunin um ferðina var tekin síðasta sumar og það með leyfi stjórnar körfuknattleiksdeildar Hauka. „Okkur fannst þessi tímapunktur bara alveg ágætur er við tókum ákvörðun um þetta síðasta sumar. Núna er þetta samt auðvitað ekki gott,“ Kjartan Freyr Ásmundsson, formaður körfuknattleiksdeildar Hauka. „Þetta er leikur sem skiptir okkur öllu máli. Okkur fannst þetta ekki vera góður tímapunktur heldur einn af skástu kostunum. Það er ekki eins og þessir menn séu alltaf í fríi. Við sættum okkur við þetta og ákváðum að hleypa honum í burtu í viku. „Eftir á að hyggja þá er ég nú ekkert viss um að þetta sé svo slæmur tímapunktur því liðinu hefur gengið illa. Að vissu leyti er það sök þjálfarans enda er hann ábyrgur fyrir gengi liðsins ásamt okkur í stjórn og leikmönnum. Að vissu leyti held ég að það sé ágætt að hann fari frá núna í smá tíma. Kúpli sig út og nái vonandi hvíld. Leikmenn stíga vonandi upp og vinna þennan leik á móti Snæfelli. Ég er ekkert viss um að þetta eigi eftir að reynast okkur dýrt.“ Fyrst að Kjartan segir að það sé svona gott að liðið sé án Ívars núna af hverju gekk hann þá ekki alla leið og rak þjálfarann? „Það er vegna þess að við stöndum á bak við Ívar. Hann er toppþjálfari og hefur staðið sig virkilega vel fyrir Hauka.“ Ívar fór mikinn í stöðufærslu á Facebook þar sem hann sagðist ekki skilja uppþotið út af þessari skíðaferð. Þar kemur einnig fram að hann hafi valið þessa dagsetningu sérstaklega fyrir ferðina. Væntanlega þar sem hann hafði ekki áhyggjur af leik gegn Snæfelli. Er hann ekki að gera lítið úr Hólmurum með því? „Það eru held ég mistök að orða þetta svona. Ég er ekki viss um að hann meini þetta. Ég veit ekki hvert hann er að fara með þessu. Þetta er hans skoðun á stöðunni en þetta er alls ekki svoleiðis. Það þarf að fara í alla leiki til þess að vinna þá og það þarf að bera virðingu fyrir öllum andstæðingum.“ Dominos-deild karla Tengdar fréttir Ívari finnst umfjöllunin um skíðaferðina ósanngjörn: Eins og ég sé glæpamaður að flýja afbrot Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, skrifar í kvöld pistil á Facebook-síðu sína þar sem hann gagnrýnir þá umfjöllun sem ferð hann erlendis á skíði hefur fengið á fjölmiðlum undanfarna daga. 26. febrúar 2017 20:30 Óvíst hvort Ívar stýrir Haukum gegn Snæfelli vegna skíðaferðar Ekki er víst hvort Ívar Ásgrímsson stýri Haukum gegn Snæfelli í Domino's deild karla eftir viku. 24. febrúar 2017 17:19 Brynjar Þór um skíðaferðina: Galin ákvörðun og mikil vanvirðing við Snæfell Fleirum þykir skíðaferð Ívars Ásgrímssonar, þjálfara Hauka, óvirðing við næsta mótherja sem er Snæfell. 27. febrúar 2017 13:45 Ingi Þór um skíðaferð Ívars: „Strákunum finnst þetta óvirðing við sig“ Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, er ekki kátur með að þjálfari Hauka hafi pantað sér skíðaferð þegar liðin eiga að mætast. 27. febrúar 2017 12:30 Körfuboltakvöld: Framlengingin | "Þetta er gjörsamlega galin ákvörðun hjá Ívari“ Það er alltaf hart tekist á þegar komið er í framlenginguna í Körfuboltakvöldi. Á því var engin undantekning á föstudagskvöldið á Stöð 2 Sport. 25. febrúar 2017 23:30 Mest lesið Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Sjá meira
Mál málanna í íslenska körfuboltaheiminum í dag er skíðaferð þjálfara Hauka, Ívars Ásgrímssonar. Hann mun ekki stýra sínu liði í gríðarlega mikilvægum leik gegn Snæfelli á föstudag vegna ferðarinnar. Það eru engin fordæmi fyrir að þjálfari yfirgefi lið sitt á miðju tímabili og missi af leik þar sem hann er á skíðum. Haukar eru í harðri fallbaráttu og mega ekki tapa þessum leik. Ákvörðunin um ferðina var tekin síðasta sumar og það með leyfi stjórnar körfuknattleiksdeildar Hauka. „Okkur fannst þessi tímapunktur bara alveg ágætur er við tókum ákvörðun um þetta síðasta sumar. Núna er þetta samt auðvitað ekki gott,“ Kjartan Freyr Ásmundsson, formaður körfuknattleiksdeildar Hauka. „Þetta er leikur sem skiptir okkur öllu máli. Okkur fannst þetta ekki vera góður tímapunktur heldur einn af skástu kostunum. Það er ekki eins og þessir menn séu alltaf í fríi. Við sættum okkur við þetta og ákváðum að hleypa honum í burtu í viku. „Eftir á að hyggja þá er ég nú ekkert viss um að þetta sé svo slæmur tímapunktur því liðinu hefur gengið illa. Að vissu leyti er það sök þjálfarans enda er hann ábyrgur fyrir gengi liðsins ásamt okkur í stjórn og leikmönnum. Að vissu leyti held ég að það sé ágætt að hann fari frá núna í smá tíma. Kúpli sig út og nái vonandi hvíld. Leikmenn stíga vonandi upp og vinna þennan leik á móti Snæfelli. Ég er ekkert viss um að þetta eigi eftir að reynast okkur dýrt.“ Fyrst að Kjartan segir að það sé svona gott að liðið sé án Ívars núna af hverju gekk hann þá ekki alla leið og rak þjálfarann? „Það er vegna þess að við stöndum á bak við Ívar. Hann er toppþjálfari og hefur staðið sig virkilega vel fyrir Hauka.“ Ívar fór mikinn í stöðufærslu á Facebook þar sem hann sagðist ekki skilja uppþotið út af þessari skíðaferð. Þar kemur einnig fram að hann hafi valið þessa dagsetningu sérstaklega fyrir ferðina. Væntanlega þar sem hann hafði ekki áhyggjur af leik gegn Snæfelli. Er hann ekki að gera lítið úr Hólmurum með því? „Það eru held ég mistök að orða þetta svona. Ég er ekki viss um að hann meini þetta. Ég veit ekki hvert hann er að fara með þessu. Þetta er hans skoðun á stöðunni en þetta er alls ekki svoleiðis. Það þarf að fara í alla leiki til þess að vinna þá og það þarf að bera virðingu fyrir öllum andstæðingum.“
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Ívari finnst umfjöllunin um skíðaferðina ósanngjörn: Eins og ég sé glæpamaður að flýja afbrot Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, skrifar í kvöld pistil á Facebook-síðu sína þar sem hann gagnrýnir þá umfjöllun sem ferð hann erlendis á skíði hefur fengið á fjölmiðlum undanfarna daga. 26. febrúar 2017 20:30 Óvíst hvort Ívar stýrir Haukum gegn Snæfelli vegna skíðaferðar Ekki er víst hvort Ívar Ásgrímsson stýri Haukum gegn Snæfelli í Domino's deild karla eftir viku. 24. febrúar 2017 17:19 Brynjar Þór um skíðaferðina: Galin ákvörðun og mikil vanvirðing við Snæfell Fleirum þykir skíðaferð Ívars Ásgrímssonar, þjálfara Hauka, óvirðing við næsta mótherja sem er Snæfell. 27. febrúar 2017 13:45 Ingi Þór um skíðaferð Ívars: „Strákunum finnst þetta óvirðing við sig“ Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, er ekki kátur með að þjálfari Hauka hafi pantað sér skíðaferð þegar liðin eiga að mætast. 27. febrúar 2017 12:30 Körfuboltakvöld: Framlengingin | "Þetta er gjörsamlega galin ákvörðun hjá Ívari“ Það er alltaf hart tekist á þegar komið er í framlenginguna í Körfuboltakvöldi. Á því var engin undantekning á föstudagskvöldið á Stöð 2 Sport. 25. febrúar 2017 23:30 Mest lesið Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Sjá meira
Ívari finnst umfjöllunin um skíðaferðina ósanngjörn: Eins og ég sé glæpamaður að flýja afbrot Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, skrifar í kvöld pistil á Facebook-síðu sína þar sem hann gagnrýnir þá umfjöllun sem ferð hann erlendis á skíði hefur fengið á fjölmiðlum undanfarna daga. 26. febrúar 2017 20:30
Óvíst hvort Ívar stýrir Haukum gegn Snæfelli vegna skíðaferðar Ekki er víst hvort Ívar Ásgrímsson stýri Haukum gegn Snæfelli í Domino's deild karla eftir viku. 24. febrúar 2017 17:19
Brynjar Þór um skíðaferðina: Galin ákvörðun og mikil vanvirðing við Snæfell Fleirum þykir skíðaferð Ívars Ásgrímssonar, þjálfara Hauka, óvirðing við næsta mótherja sem er Snæfell. 27. febrúar 2017 13:45
Ingi Þór um skíðaferð Ívars: „Strákunum finnst þetta óvirðing við sig“ Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, er ekki kátur með að þjálfari Hauka hafi pantað sér skíðaferð þegar liðin eiga að mætast. 27. febrúar 2017 12:30
Körfuboltakvöld: Framlengingin | "Þetta er gjörsamlega galin ákvörðun hjá Ívari“ Það er alltaf hart tekist á þegar komið er í framlenginguna í Körfuboltakvöldi. Á því var engin undantekning á föstudagskvöldið á Stöð 2 Sport. 25. febrúar 2017 23:30
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti