Borgun sinnti ekki tilmælum FME um að slíta samningum við "vafasöm“ fyrirtæki Þorbjörn Þórðarson skrifar 28. febrúar 2017 19:00 Áður en Fjármálaeftirlitið kærði Borgun hf. til héraðssaksóknara vegna máls sem varðar eftirlit með peningaþvætti hafði eftirlitið beint þeim tilmælum til Borgunar að slíta sambandi við viðskiptavini sem höfðu ekki verið kannaðir með tilliti til áreiðanleika. Borgun sinnti ekki þessum kröfum FME og því var málinu vísað til saksóknara. Fjármálaeftirlitið sendi á föstudag frá sér tilkynningu um niðurstöðu athugunar á eftirliti með peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka hjá Borgun hf. Fram kemur í tilkynningu FME að stofnunin í kjölfarið farið fram á að Borgun hf. myndi slíta viðskiptasambandi við fyrirtæki sem hefðu ekki verið könnuð en í tilkynningunni segir: „krafðist Fjármálaeftirlitið þess að Borgun hf. bindi án tafar enda á viðskiptasamband við þá 10 viðskiptamenn, sem Borgun hf. væri enn í viðskiptasambandi við, enda hefðu verið verulegir annmarkar á könnun Borgunar hf. á áreiðanleika upplýsinga um þá.“ Þetta gerði Borgun ekki og því var FME nauðbeygður sá kostur að vísa málinu til héraðssaksóknara. Stjórnendur Borgunar byggja hins vegar á því að FME sé að beita of þröngum lögskýringum í málinu og þess vegna hafi fyrirtækið ekki brugðist við, samkvæmt upplýsingum fréttastofunnar. FME gerði líka athugasemdir við að Borgun hefði ekki gripið til ráðstafana til að sinna rannsóknarskyldu vegna viðskipta sem grunur leikur á að megi rekja til peningaþvættis og fjármögnunar hryðjuverka vegna færsluhirðingar félagsins erlendis. Þá sá Borgun ekki til þess að starfsmenn fyrirtækisins fengju þjálfun í aðgerðum gegn peningaþvætti og vanræktu þannig lagaskyldur sínar hvað það varðar.Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari og fyrrverandi sérstakur saksóknari.Vísir/GVAFormleg rannsókn innan skamms Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari staðfesti í dag að tilkynning hefði borist frá FME og embætti hans myndi ná hefja rannsókn á málinu. Eftir að málið kom fyrst upp á borði FME auglýsti Borgun eftir regluverði til að ráða til starfa. Svo virðist sem enginn regluvörður hafi verið til staðar í fyrirtækinu fram að þeim tímapunkti til að passa upp á að fyrirtækið bryti ekki lög. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu skrifast mistök Borgunar á að félagið reiddi sig á þjónustu verktakafyrirtækis við áreiðanleikakönnun á viðskiptavinum sínum í Bretlandi. Ekki hafa hins vegar fengist skýringar á því hvers vegna Borgun komst gegnum nálarauga FME með 3 viðskiptavini sína í útlöndum sem kannaðir voru en ekki hina 13. Þá hafa heldur ekki fengist skýringar á því hvers vegna Borgun hf. sinnti ekki kröfum FME um að slíta viðskiptasambandi við fyrirtækin sem höfðu ekki verið könnuð með tilliti til áreiðanleika. Haukur Oddsson forstjóri Borgunar heyrði fyrst af málinu í fjölmiðlum en hann var staddur erlendis þegar fréttastofan náði tali af honum í dag. Hann var ekki í aðstöðu til að tjá sig þegar eftir því var leitað. Borgun hf. hefur verið mikið í kastljósi fjölmiðla á undanförnum árum eftir að í ljós kom að nýir hluthafar fyrirtækisins högnuðust um háar fjárhæðir eftir kaup á hlut ríkisbankans Landsbankans í fyrirtækinu. Landsbankinn hefur höfðað mál til að krefjast leiðréttingar á kaupverðinu á hlutabréfunum í Borgun en bankinn sakar stjórnendur Borgunar og kaupendur um að hafa blekkt sig í viðskiptunum með því að leyna mikilvægum upplýsingum um verðmæti Borgunar í söluferlinu. Það sem er ennþá áhugaverðara í því sambandi er að í greinargerð sem Landsbankinn vann um Borgunarmálið komu fram áhyggjur stjórnenda Landsbankans á því að stórir viðskiptavinir Borgunar erlendis hefðu ekki verið kannaðir. RÚV rifjaði fyrst upp þessa hlið málsins fyrr í dag. Borgun hf. rýmkaði þannig viljandi aðferðafræði um áreiðanleikakönnun viðskiptavina erlendis til að ná fleiri fyrirtækjum í viðskipti. Þannig komu í viðskipti til fyrirtækins aðilar sem Landsbankinn taldi að gætu verið vafasamir. Það var mat bankans að þeirri starfsemi fylgdi veruleg áhætta og að líkur væru á því að hún gæti leitt til tjóns hjá Borgun og skaðað orðspor Landsbankans. Svo virðist sem það mat stjórnenda Landsbankans hafi verið rétt. Mest lesið Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Fleiri fréttir Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Sjá meira
Áður en Fjármálaeftirlitið kærði Borgun hf. til héraðssaksóknara vegna máls sem varðar eftirlit með peningaþvætti hafði eftirlitið beint þeim tilmælum til Borgunar að slíta sambandi við viðskiptavini sem höfðu ekki verið kannaðir með tilliti til áreiðanleika. Borgun sinnti ekki þessum kröfum FME og því var málinu vísað til saksóknara. Fjármálaeftirlitið sendi á föstudag frá sér tilkynningu um niðurstöðu athugunar á eftirliti með peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka hjá Borgun hf. Fram kemur í tilkynningu FME að stofnunin í kjölfarið farið fram á að Borgun hf. myndi slíta viðskiptasambandi við fyrirtæki sem hefðu ekki verið könnuð en í tilkynningunni segir: „krafðist Fjármálaeftirlitið þess að Borgun hf. bindi án tafar enda á viðskiptasamband við þá 10 viðskiptamenn, sem Borgun hf. væri enn í viðskiptasambandi við, enda hefðu verið verulegir annmarkar á könnun Borgunar hf. á áreiðanleika upplýsinga um þá.“ Þetta gerði Borgun ekki og því var FME nauðbeygður sá kostur að vísa málinu til héraðssaksóknara. Stjórnendur Borgunar byggja hins vegar á því að FME sé að beita of þröngum lögskýringum í málinu og þess vegna hafi fyrirtækið ekki brugðist við, samkvæmt upplýsingum fréttastofunnar. FME gerði líka athugasemdir við að Borgun hefði ekki gripið til ráðstafana til að sinna rannsóknarskyldu vegna viðskipta sem grunur leikur á að megi rekja til peningaþvættis og fjármögnunar hryðjuverka vegna færsluhirðingar félagsins erlendis. Þá sá Borgun ekki til þess að starfsmenn fyrirtækisins fengju þjálfun í aðgerðum gegn peningaþvætti og vanræktu þannig lagaskyldur sínar hvað það varðar.Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari og fyrrverandi sérstakur saksóknari.Vísir/GVAFormleg rannsókn innan skamms Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari staðfesti í dag að tilkynning hefði borist frá FME og embætti hans myndi ná hefja rannsókn á málinu. Eftir að málið kom fyrst upp á borði FME auglýsti Borgun eftir regluverði til að ráða til starfa. Svo virðist sem enginn regluvörður hafi verið til staðar í fyrirtækinu fram að þeim tímapunkti til að passa upp á að fyrirtækið bryti ekki lög. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu skrifast mistök Borgunar á að félagið reiddi sig á þjónustu verktakafyrirtækis við áreiðanleikakönnun á viðskiptavinum sínum í Bretlandi. Ekki hafa hins vegar fengist skýringar á því hvers vegna Borgun komst gegnum nálarauga FME með 3 viðskiptavini sína í útlöndum sem kannaðir voru en ekki hina 13. Þá hafa heldur ekki fengist skýringar á því hvers vegna Borgun hf. sinnti ekki kröfum FME um að slíta viðskiptasambandi við fyrirtækin sem höfðu ekki verið könnuð með tilliti til áreiðanleika. Haukur Oddsson forstjóri Borgunar heyrði fyrst af málinu í fjölmiðlum en hann var staddur erlendis þegar fréttastofan náði tali af honum í dag. Hann var ekki í aðstöðu til að tjá sig þegar eftir því var leitað. Borgun hf. hefur verið mikið í kastljósi fjölmiðla á undanförnum árum eftir að í ljós kom að nýir hluthafar fyrirtækisins högnuðust um háar fjárhæðir eftir kaup á hlut ríkisbankans Landsbankans í fyrirtækinu. Landsbankinn hefur höfðað mál til að krefjast leiðréttingar á kaupverðinu á hlutabréfunum í Borgun en bankinn sakar stjórnendur Borgunar og kaupendur um að hafa blekkt sig í viðskiptunum með því að leyna mikilvægum upplýsingum um verðmæti Borgunar í söluferlinu. Það sem er ennþá áhugaverðara í því sambandi er að í greinargerð sem Landsbankinn vann um Borgunarmálið komu fram áhyggjur stjórnenda Landsbankans á því að stórir viðskiptavinir Borgunar erlendis hefðu ekki verið kannaðir. RÚV rifjaði fyrst upp þessa hlið málsins fyrr í dag. Borgun hf. rýmkaði þannig viljandi aðferðafræði um áreiðanleikakönnun viðskiptavina erlendis til að ná fleiri fyrirtækjum í viðskipti. Þannig komu í viðskipti til fyrirtækins aðilar sem Landsbankinn taldi að gætu verið vafasamir. Það var mat bankans að þeirri starfsemi fylgdi veruleg áhætta og að líkur væru á því að hún gæti leitt til tjóns hjá Borgun og skaðað orðspor Landsbankans. Svo virðist sem það mat stjórnenda Landsbankans hafi verið rétt.
Mest lesið Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Fleiri fréttir Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Sjá meira
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent