Styttist í kosningar 11. febrúar 2017 10:00 Emmanuel Macron, óháður miðjuframbjóðandi. Fréttablaðið/EPA Marine le Pen hefur tvisvar áður boðið sig fram til forseta Frakklands en aldrei verið sigurstranglegri en einmitt nú. Skoðanakannanir spá henni fjórðungi atkvæða og þar með fyrsta sæti í fyrri umferð forsetakosninganna, sem verður haldin 23. apríl, en það tryggir henni þátttöku í seinni umferðinni hálfum mánuði síðar, þann 7. maí, þar sem kosið verður á milli tveggja efstu. Francois Fillon, frambjóðandi hefðbundinna hægri manna, virtist lengi vel ætla að veita Le Pen hörðustu samkeppnina en fylgi hans hefur hrapað á síðustu vikum vegna hneykslismáls, sem ætlar að verða honum dýrkeypt. Hann varð uppvís að því að láta ríkið greiða eiginkonu sinni og börnum fyrir að aðstoða sig án þess að neitt vinnuframlag af þeirra hálfu hafi legið fyrir. Hann reynir nú að halda í kjósendur sína með því að benda á hættuna af Le Pen: Komist hann ekki yfir í seinni umferð kosninganna þá muni fylgi hans fara beint til hennar. Frambjóðandi sósíalista, Benoit Hamon, virðist ekki líklegur til að veita Le Pen eða Fillon harða samkeppni. Hann hefur ekki verið að mælast með meira en um eða rétt rúmlega 15 prósent undanfarið. Það er hins vegar frambjóðandi óháðra, Emmanuel Macron, sem hefur verið að ná til sín næst mestu fylgi samkvæmt skoðanakönnunum. Hann er nú kominn upp fyrir 20 prósent. Fylgisaukninguna virðist helst mega rekja til vandræðagangs Fillons. En komist Le Pen í seinni umferðina, sem allar líkur standa til, þá virðist hún engu að síður eiga litla möguleika á sigri í seinni umferðinni, hvort sem hún myndi etja kappi við hægri manninn Fillon eða vinstri manninn Macron. Samkvæmt skoðanakönnunum ætti hún erfitt með að ná sér í meira en 40 prósenta fylgi í seinni umferðinni, sem myndi þá skila annaðhvort Fillon eða Macron sigri. Skoðanakannanir hafa hins vegar ekki reynst vel í nokkrum afdrifaríkum kosningum undanfarið. Kjósendur hafa ítrekað gefið fréttaskýrendum langt nef og kosið þvert á það sem skoðanakannanir höfðu bent til. Þannig vann Donald Trump sigur í forsetakosningum í Bandaríkjunum í nóvember síðastliðnum þrátt fyrir að lengst af hafi hann ekki þótt eiga miklar líkur á sigri. Og Bretar samþykktu úrsögn úr Evrópusambandinu í júní síðastliðnum, þrátt fyrir að skoðanakannanir hafi ekki bent til þess að sú niðurstaða yrði sérlega líkleg. Af þessum sökum ákvað eitt franskt dagblað, Le Parisien, að sleppa því að birta tölur úr skoðanakönnunum í aðdraganda þessara forsetakosninga. Þess í stað verði látið nægja að ræða við kjósendur vítt og breitt um landið í von um að það geti gefið lesendum gleggri mynd af því hvernig afstaða þjóðarinnar er og þróast. Að minnsta kosti má allt eins reikna með því að óvænt úrslit geti komið upp úr kjörkössunum í maí. Donald Trump Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Sjá meira
Marine le Pen hefur tvisvar áður boðið sig fram til forseta Frakklands en aldrei verið sigurstranglegri en einmitt nú. Skoðanakannanir spá henni fjórðungi atkvæða og þar með fyrsta sæti í fyrri umferð forsetakosninganna, sem verður haldin 23. apríl, en það tryggir henni þátttöku í seinni umferðinni hálfum mánuði síðar, þann 7. maí, þar sem kosið verður á milli tveggja efstu. Francois Fillon, frambjóðandi hefðbundinna hægri manna, virtist lengi vel ætla að veita Le Pen hörðustu samkeppnina en fylgi hans hefur hrapað á síðustu vikum vegna hneykslismáls, sem ætlar að verða honum dýrkeypt. Hann varð uppvís að því að láta ríkið greiða eiginkonu sinni og börnum fyrir að aðstoða sig án þess að neitt vinnuframlag af þeirra hálfu hafi legið fyrir. Hann reynir nú að halda í kjósendur sína með því að benda á hættuna af Le Pen: Komist hann ekki yfir í seinni umferð kosninganna þá muni fylgi hans fara beint til hennar. Frambjóðandi sósíalista, Benoit Hamon, virðist ekki líklegur til að veita Le Pen eða Fillon harða samkeppni. Hann hefur ekki verið að mælast með meira en um eða rétt rúmlega 15 prósent undanfarið. Það er hins vegar frambjóðandi óháðra, Emmanuel Macron, sem hefur verið að ná til sín næst mestu fylgi samkvæmt skoðanakönnunum. Hann er nú kominn upp fyrir 20 prósent. Fylgisaukninguna virðist helst mega rekja til vandræðagangs Fillons. En komist Le Pen í seinni umferðina, sem allar líkur standa til, þá virðist hún engu að síður eiga litla möguleika á sigri í seinni umferðinni, hvort sem hún myndi etja kappi við hægri manninn Fillon eða vinstri manninn Macron. Samkvæmt skoðanakönnunum ætti hún erfitt með að ná sér í meira en 40 prósenta fylgi í seinni umferðinni, sem myndi þá skila annaðhvort Fillon eða Macron sigri. Skoðanakannanir hafa hins vegar ekki reynst vel í nokkrum afdrifaríkum kosningum undanfarið. Kjósendur hafa ítrekað gefið fréttaskýrendum langt nef og kosið þvert á það sem skoðanakannanir höfðu bent til. Þannig vann Donald Trump sigur í forsetakosningum í Bandaríkjunum í nóvember síðastliðnum þrátt fyrir að lengst af hafi hann ekki þótt eiga miklar líkur á sigri. Og Bretar samþykktu úrsögn úr Evrópusambandinu í júní síðastliðnum, þrátt fyrir að skoðanakannanir hafi ekki bent til þess að sú niðurstaða yrði sérlega líkleg. Af þessum sökum ákvað eitt franskt dagblað, Le Parisien, að sleppa því að birta tölur úr skoðanakönnunum í aðdraganda þessara forsetakosninga. Þess í stað verði látið nægja að ræða við kjósendur vítt og breitt um landið í von um að það geti gefið lesendum gleggri mynd af því hvernig afstaða þjóðarinnar er og þróast. Að minnsta kosti má allt eins reikna með því að óvænt úrslit geti komið upp úr kjörkössunum í maí.
Donald Trump Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Sjá meira