Ísland hefur dregist aftur úr í alþjóðlegum samanburði á réttindum hinsegin fólks Nadine Guðrún Yaghi skrifar 11. febrúar 2017 14:14 Samtökin 78 boða nú að öðru sinni til þjóðfundar hinsegin fólks. Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, setti fundinn. Vísir/Eyþór/Ernir Ísland hefur dregist aftur úr í alþjóðlegum samanburði á réttindum hinsegin fólks. Þetta er meðal þess sem rætt verður á þjóðfundi hinsegin fólks sem haldinn er í dag. Jafnréttismálaráðherra segir mikilvægt að útvíkka jafnrétti út fyrir kynferði. Samtökin 78 boða nú að öðru sinni til þjóðfundar hinsegin fólks. Fundurinn hófst klukkan eitt í tjarnarsal ráðhúss Reykjavíkur. Þar verður stefna samtakanna til næstu fimm ára mótuð. Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra opnaði fundinn. „Auðvitað heilt yfir höfum við staðið okkur mjög vel í þessum málaflokki. Umhverfið er gerbreytt frá því sem áður var fyrir tilstilli mikilvægrar baráttu hinsegin fólks sem hefur skilað árangri og verið til fyrirmyndar hvernig að henni hefur verið staðið í gegnum árin. Auðvitað er mikilvægt að halda áfram á þeirri vegferð. En það virðist vera að þegar kemur að transfólki og kynskiptum og öðru slíku þáttum þá stöndumst við ekki nægilega vel samanburð við nágrannaþjóðir okkar og það hljótum við að þurfa að skoða,“ segir Þorsteinn. Hann segir að það sé verk að vinna í baráttunni fyrir réttindum og heilsu hinsegin fólks á Íslandi. „Alveg klárlega og auðvitað er það með þennan hóps eins og aðra að við eigum aldrei að láta staðar numið í baráttu fyrir jöfnum réttindum fólks, óháð kynhneigð, kynvitund, kynferði, trúarbrögðum, þjoðerni og svo framvegis. Þetta auðvitað á að vera ævarandi barátta og verkefni fyrir okkur á meðan jöfnum réttindum er ekki náð.“Vantar ekki heildstæða jafnréttislöggjöf? Við eigum einungis löggjöf sem tekur á mismunun á grundvelli kynferðis, þarf ekki að útvíkka jafnrétti út fyrir kynferði? „Jú. Og raunar er innan ráðuneytisins unnið að aðgerðaráætlun þegar kemur að réttindabaráttu hinsegin fólks. Það er alveg ljóst að við þurfum að horfa með miklu heildstæðari hætti á jafnréttismálin heldur en eingöngu út frá kynferði.“ Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Sjá meira
Ísland hefur dregist aftur úr í alþjóðlegum samanburði á réttindum hinsegin fólks. Þetta er meðal þess sem rætt verður á þjóðfundi hinsegin fólks sem haldinn er í dag. Jafnréttismálaráðherra segir mikilvægt að útvíkka jafnrétti út fyrir kynferði. Samtökin 78 boða nú að öðru sinni til þjóðfundar hinsegin fólks. Fundurinn hófst klukkan eitt í tjarnarsal ráðhúss Reykjavíkur. Þar verður stefna samtakanna til næstu fimm ára mótuð. Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra opnaði fundinn. „Auðvitað heilt yfir höfum við staðið okkur mjög vel í þessum málaflokki. Umhverfið er gerbreytt frá því sem áður var fyrir tilstilli mikilvægrar baráttu hinsegin fólks sem hefur skilað árangri og verið til fyrirmyndar hvernig að henni hefur verið staðið í gegnum árin. Auðvitað er mikilvægt að halda áfram á þeirri vegferð. En það virðist vera að þegar kemur að transfólki og kynskiptum og öðru slíku þáttum þá stöndumst við ekki nægilega vel samanburð við nágrannaþjóðir okkar og það hljótum við að þurfa að skoða,“ segir Þorsteinn. Hann segir að það sé verk að vinna í baráttunni fyrir réttindum og heilsu hinsegin fólks á Íslandi. „Alveg klárlega og auðvitað er það með þennan hóps eins og aðra að við eigum aldrei að láta staðar numið í baráttu fyrir jöfnum réttindum fólks, óháð kynhneigð, kynvitund, kynferði, trúarbrögðum, þjoðerni og svo framvegis. Þetta auðvitað á að vera ævarandi barátta og verkefni fyrir okkur á meðan jöfnum réttindum er ekki náð.“Vantar ekki heildstæða jafnréttislöggjöf? Við eigum einungis löggjöf sem tekur á mismunun á grundvelli kynferðis, þarf ekki að útvíkka jafnrétti út fyrir kynferði? „Jú. Og raunar er innan ráðuneytisins unnið að aðgerðaráætlun þegar kemur að réttindabaráttu hinsegin fólks. Það er alveg ljóst að við þurfum að horfa með miklu heildstæðari hætti á jafnréttismálin heldur en eingöngu út frá kynferði.“
Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Sjá meira