Úrslitaleikirnir í Maltbikar yngri flokka leiknir um helgina Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. febrúar 2017 21:00 Bikarmeistarar Hauka í unglingaflokki kvenna. mynd/kkí Úrslitaleikirnir í Maltbikar yngri flokka fóru fram í Laugardalshöllinni um helgina. KR vann öruggan sigur á Tindastóli, 111-73, í unglingaflokki karla. Bæði lið eru gríðarlega sterk en í þeim eru strákar sem hafa spilað nokkur ár í meistaraflokki. Þórir Guðmundur Þorbjarnarson var valinn maður leiksins en hann var með myndarlega þrennu; 22 stig, 15 fráköst og 12 stoðsendingar. Þórir varð einnig bikarmeistari með meistaraflokki í gær, annað árið í röð. Haukar urðu bikarmeistarar í unglingaflokki kvenna eftir sigur á Keflavík, 67-59, í framlengdum leik. Meirihluti leikmannanna sem tóku þátt í leiknum léku einnig þegar liðin mættust í undanúrslitum í meistaraflokki á miðvikudaginn. Þá hafði Keflavík betur og fór svo alla leið og varð bikarmeistari eftir sigur á Skallagrími í gær. Þóra Kristín Jónsdóttir var valin maður leiksins en hún var aðeins tveimur stoðsendingum frá því að vera með fjórfalda tvennu. Þóra skoraði 17 stig, tók 11 fráköst, gaf átta stoðsendingar og stal 10 boltum. Í drengjaflokki varð KR bikarmeistari eftir 114-90 sigur á Stjörnunni. Andrés Ísak Hlynsson var valinn maður leiksins en hann skoraði 21 stig, tók 14 fráköst og gaf fjórar stoðsendingar í liði KR. Í 10. flokki drengja hafði Stjarnan betur gegn Þór Ak., 68-59. Dúi Þór Jónsson var valinn maður leiksins. Dúi Þór, sem er sonur Jóns Kr. Gíslasonar, fyrrverandi landsliðsmanns og -þjálfara, skoraði 31 stig, tók sex fráköst og gaf átta stoðsendingar. Dúi Þór var einnig öflugur í úrslitaleiknum í drengjaflokki þar sem hann skoraði 34 stig. Í úrslitum í 10. flokki stúlkna vann Keflavík Njarðvík, 48-40. Keflvíkingurinn Sigurbjörg Eiríksdóttir þótti standa upp úr en hún skoraði 12 stig, tók níu fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. Í 9. flokki drengja vann Vestri sigur á Val, 60-49, í úrslitaleik. Hugi Hallgrímsson var valinn maður leiksins. Hann skoraði 18 stig, tók 20 fráköst, gaf fimm stoðsendingar, stal þremur boltum og varði 10 skot.Nánar má lesa um sigur Vestra með því að smella hér. Þá varð Grindavík bikarmeistari í 9. flokki stúlkna eftir 36-33 sigur á Keflavík í úrslitaleik. Una Rós Unnarsdóttir var valin maður leiksins. Hún skoraði tvö stig, tók sjö fráköst, gaf fimm stoðsendingar og stal fjórum boltum. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fleiri fréttir Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Sjá meira
Úrslitaleikirnir í Maltbikar yngri flokka fóru fram í Laugardalshöllinni um helgina. KR vann öruggan sigur á Tindastóli, 111-73, í unglingaflokki karla. Bæði lið eru gríðarlega sterk en í þeim eru strákar sem hafa spilað nokkur ár í meistaraflokki. Þórir Guðmundur Þorbjarnarson var valinn maður leiksins en hann var með myndarlega þrennu; 22 stig, 15 fráköst og 12 stoðsendingar. Þórir varð einnig bikarmeistari með meistaraflokki í gær, annað árið í röð. Haukar urðu bikarmeistarar í unglingaflokki kvenna eftir sigur á Keflavík, 67-59, í framlengdum leik. Meirihluti leikmannanna sem tóku þátt í leiknum léku einnig þegar liðin mættust í undanúrslitum í meistaraflokki á miðvikudaginn. Þá hafði Keflavík betur og fór svo alla leið og varð bikarmeistari eftir sigur á Skallagrími í gær. Þóra Kristín Jónsdóttir var valin maður leiksins en hún var aðeins tveimur stoðsendingum frá því að vera með fjórfalda tvennu. Þóra skoraði 17 stig, tók 11 fráköst, gaf átta stoðsendingar og stal 10 boltum. Í drengjaflokki varð KR bikarmeistari eftir 114-90 sigur á Stjörnunni. Andrés Ísak Hlynsson var valinn maður leiksins en hann skoraði 21 stig, tók 14 fráköst og gaf fjórar stoðsendingar í liði KR. Í 10. flokki drengja hafði Stjarnan betur gegn Þór Ak., 68-59. Dúi Þór Jónsson var valinn maður leiksins. Dúi Þór, sem er sonur Jóns Kr. Gíslasonar, fyrrverandi landsliðsmanns og -þjálfara, skoraði 31 stig, tók sex fráköst og gaf átta stoðsendingar. Dúi Þór var einnig öflugur í úrslitaleiknum í drengjaflokki þar sem hann skoraði 34 stig. Í úrslitum í 10. flokki stúlkna vann Keflavík Njarðvík, 48-40. Keflvíkingurinn Sigurbjörg Eiríksdóttir þótti standa upp úr en hún skoraði 12 stig, tók níu fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. Í 9. flokki drengja vann Vestri sigur á Val, 60-49, í úrslitaleik. Hugi Hallgrímsson var valinn maður leiksins. Hann skoraði 18 stig, tók 20 fráköst, gaf fimm stoðsendingar, stal þremur boltum og varði 10 skot.Nánar má lesa um sigur Vestra með því að smella hér. Þá varð Grindavík bikarmeistari í 9. flokki stúlkna eftir 36-33 sigur á Keflavík í úrslitaleik. Una Rós Unnarsdóttir var valin maður leiksins. Hún skoraði tvö stig, tók sjö fráköst, gaf fimm stoðsendingar og stal fjórum boltum.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fleiri fréttir Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Sjá meira