Umfjöllun, viðtöl og myndir: Keflavík - Skallagrímur 65-62 | Fjórtándi bikarmeistaratitill Keflavíkur Anton Ingi Leifsson í Laugardalshöll skrifar 11. febrúar 2017 15:30 Keflavíkurkonur hefja bikarinn á loft. vísir/andri marinó Keflavík er Malt-bikarmeistari eftir sigur á Skallagrím í bikarúrslitaleik kvenna, en leiknum er nýlokið í Laugardalshöllinni, 65-62. Þetta er í fjórtánda skiptið sem Keflavíkur verður bikarmeistari kvenna, en leikurinn var æsispennandi.Andri Marinó Karlsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Laugardalshöllinni og tók meðfylgjandi myndir. Ariana Moorer skoraði 26 stig fyrir Keflavík, en Erna Hákonardóttir fyrirliði kom næst með 12 stig. Í liði Skallagríms var það Tavelyn Tillman sem skoraði mest eða 26 stig. Næst kom Sigrún Sjöfn Ámundardóttir með 13 stig. Byrjunin hjá Keflavík var rosaleg. Ákefðin í vörninni, baráttan og þær voru heldur betur tilbúnar í verkefnið, en nýliðarnir, sem voru að spila sinn fyrsta bikarúrslitaleik, virtust taugaveiklaðar. Pressuvörn Keflvíkinga virtist fara algjörlega með þær og staðan var 11-2 eftir þrjár mínútur. Ariana Moorer fór á kostum í upphafi leiks og skoraði fyrstu þrettán stig Keflavíkur, en hún var kominn með sautján stig í hálfleik. Hægt og rólega fóru þá Skallarnir að minnka muninn, en eftir fyrsta leikhluta var staðan enn 22-14, Keflavík í vil og staðan í hálfleik 37-34. Síðari hálfleikur var eins og sá fyrri, en dramatíkin var allsráðandi. Liðin héldust nánast nánast hönd í hönd og þegar annað liðið setti niður þrist þá gat hitt liðið ekki verið minni maður og setti niður þrist á móti. Að endingu voru svo Keflvíkingar sterkari og unn sinn fjórtánda bikarmeistaratitil sem er magnaður árangur.Afhverju vann Keflavík? Stáltaugarnar hjá unga liði Keflavíkur voru betri undir lokin og einnig áttu þær besta leikmann vallarins Ariana Moorer sem keyrði Keflavík í gegnum erfiðu kaflana í leiknum. Byrjun Keflavíkur, sem var mögnuð, gaf þeim einnig auka orku og hefðu þær ekki byrjað svona vel hefði maður aldrei vitað hvað hefði gerst. Ef og hefði er svo auðvitað allt annar leikur, en frammistaða Keflavíkur var bara mjög góð. Þær hefðu þó getað náð enn meira forskoti í byrjun leiks og hefði getað komið í bakið á þeim þegar þær voru að klikka auðveldum sniðskotum, en það kom ekki í bakið hjá þeim og afar öflug frammistaða að baki hjá þessu Keflavíkurliði. Varnarleikurinn, sem hefur verið svo frábær í vetur hjá Keflavík, skilaði þeim enn einum sigrinum.Bestu leikmenn vallarins Það er enginn vafi á því að Ariana Moorer var besti leikmaður vallarins í dag og hún dró þetta unga lið Keflavíkur að landi þegar mest á reyndi, en á ferðinni er frábær leikmaður. Hún skoraði 26 stig, en var þó einnig dugleg að finna stöllur sínar (sjö stoðsendingar) og hirti fimmtán fráköst. Aðrar í liði Keflavíkur eins og Erna Hákonardóttir, fyrirliði og að ógleymdri Birnu Valgerði, lögðu mikilvægar hendur á plóg í þessu verkefni að ógleymdri Salbjörgu Rögnu Sævarsdóttur. Tavelyn Tillman var stigahæst í liði Skallagríms, með 26 stig eins og Moorer, en hún var öflug í leiknu. Næst kom Sigrún Sjöfn Ámundardóttir með 13 og þriggja stiga Fanney Lind Thomas skoraði ellefu stig. Skallagrímur hefði þurft örlítið framlag frá til að mynda Jóhönnu Björk Sveinsdóttur og Guðrúnu Ósk Ámundardóttir hefðu þær ætlað sér að hreppa þann stóra.Tölfræðin sem vakti athygli Eljan og baráttan í þessu unga Keflavíkurliði skilaði sér heldur betur því liðið tók alls tólf fráköstum meira en Skallagríms-liðið. Svakaleg barátta og þær voru tilbúnar að kasta sér á hvern einasta bolta sem var laus í teignum. Það kemur líka kannski á óvart að Keflavík tapaði níu fleiri boltum en Skallagrímur, en standa samt uppi sem sigurvegarar. Það er athyglisvert. Það sem stingur kannski einnig mest í sjálfri liðstölfræðinni er sú að Skallagrímur er -19 þegar Ragnheiður Benónísdóttir er inn á, en hún spilaði tæplega 22 mínútur.Hvað gekk illa? Byrjun Skallagríms var ekki til að hrópa húrra fyrir og þeim gekk afar illa í upphafi leiks að koma boltanum ofan í körfuna. Hefðu þær byrjað örlítið betur þá, eins og ég sagði áðan, er aldrei að vita hvað hefði gerst - en að því er ekki spurt. Keflavík byrjaði einfaldlega betur og vann leikinn með þremur stigum og er bikarmeistari árið 2017 í fjórtánda skiptið, sem er magnaður árangur.Keflavík-Skallagrímur 65-62 (22-14, 15-20, 15-12, 13-16)Keflavík: Ariana Moorer 26/15 fráköst/7 stoðsendingar, Erna Hákonardóttir 12, Birna Valgerður Benónýsdóttir 11/7 fráköst/3 varin skot, Katla Rún Garðarsdóttir 5, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 4/7 fráköst, Irena Sól Jónsdóttir 3, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 2/11 fráköst/3 varin skot, Thelma Dís Ágústsdóttir 2/8 fráköst.Skallagrímur: Tavelyn Tillman 26/7 fráköst/6 stoðsendingar, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 13/11 fráköst, Fanney Lind Thomas 11, Guðrún Ósk Ámundadóttir 5/4 fráköst, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 3/9 fráköst, Ragnheiður Benónísdóttir 2/5 fráköst, Kristrún Sigurjónsdóttir 2.Bein lýsing: Keflavík - Skallagrímurvísir/andri marinó Dominos-deild kvenna Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Fleiri fréttir „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu Sjá meira
Keflavík er Malt-bikarmeistari eftir sigur á Skallagrím í bikarúrslitaleik kvenna, en leiknum er nýlokið í Laugardalshöllinni, 65-62. Þetta er í fjórtánda skiptið sem Keflavíkur verður bikarmeistari kvenna, en leikurinn var æsispennandi.Andri Marinó Karlsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Laugardalshöllinni og tók meðfylgjandi myndir. Ariana Moorer skoraði 26 stig fyrir Keflavík, en Erna Hákonardóttir fyrirliði kom næst með 12 stig. Í liði Skallagríms var það Tavelyn Tillman sem skoraði mest eða 26 stig. Næst kom Sigrún Sjöfn Ámundardóttir með 13 stig. Byrjunin hjá Keflavík var rosaleg. Ákefðin í vörninni, baráttan og þær voru heldur betur tilbúnar í verkefnið, en nýliðarnir, sem voru að spila sinn fyrsta bikarúrslitaleik, virtust taugaveiklaðar. Pressuvörn Keflvíkinga virtist fara algjörlega með þær og staðan var 11-2 eftir þrjár mínútur. Ariana Moorer fór á kostum í upphafi leiks og skoraði fyrstu þrettán stig Keflavíkur, en hún var kominn með sautján stig í hálfleik. Hægt og rólega fóru þá Skallarnir að minnka muninn, en eftir fyrsta leikhluta var staðan enn 22-14, Keflavík í vil og staðan í hálfleik 37-34. Síðari hálfleikur var eins og sá fyrri, en dramatíkin var allsráðandi. Liðin héldust nánast nánast hönd í hönd og þegar annað liðið setti niður þrist þá gat hitt liðið ekki verið minni maður og setti niður þrist á móti. Að endingu voru svo Keflvíkingar sterkari og unn sinn fjórtánda bikarmeistaratitil sem er magnaður árangur.Afhverju vann Keflavík? Stáltaugarnar hjá unga liði Keflavíkur voru betri undir lokin og einnig áttu þær besta leikmann vallarins Ariana Moorer sem keyrði Keflavík í gegnum erfiðu kaflana í leiknum. Byrjun Keflavíkur, sem var mögnuð, gaf þeim einnig auka orku og hefðu þær ekki byrjað svona vel hefði maður aldrei vitað hvað hefði gerst. Ef og hefði er svo auðvitað allt annar leikur, en frammistaða Keflavíkur var bara mjög góð. Þær hefðu þó getað náð enn meira forskoti í byrjun leiks og hefði getað komið í bakið á þeim þegar þær voru að klikka auðveldum sniðskotum, en það kom ekki í bakið hjá þeim og afar öflug frammistaða að baki hjá þessu Keflavíkurliði. Varnarleikurinn, sem hefur verið svo frábær í vetur hjá Keflavík, skilaði þeim enn einum sigrinum.Bestu leikmenn vallarins Það er enginn vafi á því að Ariana Moorer var besti leikmaður vallarins í dag og hún dró þetta unga lið Keflavíkur að landi þegar mest á reyndi, en á ferðinni er frábær leikmaður. Hún skoraði 26 stig, en var þó einnig dugleg að finna stöllur sínar (sjö stoðsendingar) og hirti fimmtán fráköst. Aðrar í liði Keflavíkur eins og Erna Hákonardóttir, fyrirliði og að ógleymdri Birnu Valgerði, lögðu mikilvægar hendur á plóg í þessu verkefni að ógleymdri Salbjörgu Rögnu Sævarsdóttur. Tavelyn Tillman var stigahæst í liði Skallagríms, með 26 stig eins og Moorer, en hún var öflug í leiknu. Næst kom Sigrún Sjöfn Ámundardóttir með 13 og þriggja stiga Fanney Lind Thomas skoraði ellefu stig. Skallagrímur hefði þurft örlítið framlag frá til að mynda Jóhönnu Björk Sveinsdóttur og Guðrúnu Ósk Ámundardóttir hefðu þær ætlað sér að hreppa þann stóra.Tölfræðin sem vakti athygli Eljan og baráttan í þessu unga Keflavíkurliði skilaði sér heldur betur því liðið tók alls tólf fráköstum meira en Skallagríms-liðið. Svakaleg barátta og þær voru tilbúnar að kasta sér á hvern einasta bolta sem var laus í teignum. Það kemur líka kannski á óvart að Keflavík tapaði níu fleiri boltum en Skallagrímur, en standa samt uppi sem sigurvegarar. Það er athyglisvert. Það sem stingur kannski einnig mest í sjálfri liðstölfræðinni er sú að Skallagrímur er -19 þegar Ragnheiður Benónísdóttir er inn á, en hún spilaði tæplega 22 mínútur.Hvað gekk illa? Byrjun Skallagríms var ekki til að hrópa húrra fyrir og þeim gekk afar illa í upphafi leiks að koma boltanum ofan í körfuna. Hefðu þær byrjað örlítið betur þá, eins og ég sagði áðan, er aldrei að vita hvað hefði gerst - en að því er ekki spurt. Keflavík byrjaði einfaldlega betur og vann leikinn með þremur stigum og er bikarmeistari árið 2017 í fjórtánda skiptið, sem er magnaður árangur.Keflavík-Skallagrímur 65-62 (22-14, 15-20, 15-12, 13-16)Keflavík: Ariana Moorer 26/15 fráköst/7 stoðsendingar, Erna Hákonardóttir 12, Birna Valgerður Benónýsdóttir 11/7 fráköst/3 varin skot, Katla Rún Garðarsdóttir 5, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 4/7 fráköst, Irena Sól Jónsdóttir 3, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 2/11 fráköst/3 varin skot, Thelma Dís Ágústsdóttir 2/8 fráköst.Skallagrímur: Tavelyn Tillman 26/7 fráköst/6 stoðsendingar, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 13/11 fráköst, Fanney Lind Thomas 11, Guðrún Ósk Ámundadóttir 5/4 fráköst, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 3/9 fráköst, Ragnheiður Benónísdóttir 2/5 fráköst, Kristrún Sigurjónsdóttir 2.Bein lýsing: Keflavík - Skallagrímurvísir/andri marinó
Dominos-deild kvenna Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Fleiri fréttir „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu Sjá meira