Handbolti

Heppni Valsmanna eða óheppni Haukanna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Vísir/Vilhelm
Haukar og Valsmenn eru með karlaliðin sín í undanúrslitum bikarsins í handbolta í Laugardalshöllinni eins og undanfarin ár en enn á ný er lukkan með Val en Haukum þegar kemur að niðurröðun leikjanna.

Undanúrslitaleikirnir fara fram klukkan 17.15 og 20.00 kvöldið fyrir úrslitaleikinn sem fer síðan fram daginn eftir klukkan 16.00. Þarna er mikill munur á.

Liðið sem vinnur fyrri leikinn fær um sautján klukkutíma hvíld fyrir úrslitaleikinn en sigurvegari seinni úrslitaleiksins spilar aftur eftir aðeins fjórtán klukkutíma.

Valsmenn eru þriðja árið í röð að spila leikinn klukkan 17.00 en Haukarnir þurfa í þriðja sinn á fjórum árum að klára undanúrslitaleik sinn rétt rúmlega hálfum sólarhring áður en verður flautað til leiks í bikarúrslitaleiknum.

Ein skiptið sem Haukarnir hafa spilað fyrri leikinn var einmitt í fyrra þegar þeir mættu hinum heppnu Valsmönnum í undanúrslitum.

Haukarnir hafa tapað í undanúrslitum undanfarin tvö ár, annar leikurinn fór fram klukkan 17.15 en hinn klukkan 20.00. Þegar þeir urðu síðast bikarmeistarar árið 2014 þá spiluðu þeir klukkan 20.00 í undanúrslitum. Þeir hafa því unnið bikarinn þrátt fyrir að fá aðeins fjórtán tíma hvíld á milli leikja.

Þetta er fimmta árið í röð sem undanúrslitaleikir og bikarúrslitaleikurinn fer fram um sömu helgi í handboltanum.

Stelpurnar spila undanúrslitaleik sinn á fimmtudagskvöldinu og því skiptir tímasetning undanúrslitaleikja þeirra ekki eins miklu máli.



Leiktími karlaliðs Valsmanna á bikarúrslitahelgum handboltans

2017 - Klukkan 17.15 (???)

2016 - Klukkan 17.15 (Sigur)

2015 - Klukkan 17.15 (Tap)

2014 - Ekki með

2013 - Ekki með



Leiktími karlalið Hauka á bikarúrslitahelgum handboltans

2017 - Klukkan 19.30 (???)

2016 - Klukkan 17.15 (Tap)

2015 - Klukkan 20.00 (Tap)

2014 - Klukkan 20.00 (Sigur)

2013 - Ekki með




Fleiri fréttir

Sjá meira


×