Trump ítrekar að að „rangt“ fólk fái ekki að koma til Bandaríkjanna Heimir Már Pétursson skrifar 14. febrúar 2017 19:30 Þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump forseta Bandaríkjanna sagði af sér í gærkvöldi, eftir að hafa logið til um samtal við sendiherra Rússlands í Washington áður en Trump tók við embætti. Í samtalinu ræddi hann meðal annars um að slaka á refsiaðgerðum Bandaríkjanna gagnvart Rússlandi. Ólíklegt er að málið sé þar með úr sögunni og miklar líkur á að Bandaríkjaþing muni rannsaka hegðun þjóðaröryggisráðgjafans frekar. Það gengur mikið á innan ríkisstjórnar Donald Trump á fyrstu vikum hans í embætti. Þjóðarleiðtogar streyma á hans fund en í gær kom Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada í heimsókn til forsetans og í dag mætti Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísraels til Washington til að eiga fund með forsetanum á morgun. Það var eftir því tekið við komu Trudeau í Hvíta húsið í gær að hann lét Trump ekki komast upp með að toga til sín hönd hans þegar þeir heilsuðust, eins og Trump er tampt að gera. Trudeau greip þéttingsfast í með vinstri hönd í öxl forsetans og hélt fast á móti þegar þeir tókust í hendur. En áður en Tump var kosinn lét Trudeau ýmislegt flakka um hann og hugmyndir hans um að reisa vegg á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Á sameiginlegum fundi með fréttamönnum ítrekaði Trum stefnu sína varðandi landamæri Bandaríkjanna. „Á heimavígstöðvunum verðum við að setja upp landamæri. Við verðum að hleypa fólki sem elskar landið okkar inn og ég vil gera það. Við viljum hafa stórar, fallegar, opnar dyr og við viljum að fólk komi til landsins okkar, en við megum ekki hleypa röngu fólki inn og ég mun ekki leyfa að það gerist á meðan þessi stjórn situr við völd,“ sagði Trump. Justin Trudeau lýsti andstöðu sinni við hugmyndir Trumps um vegg á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó á meðan á kosningabaráttunni um forsetaembættið stóð, en klæddi gagnrýni sína mildari klæðum á fréttamannafundinum með forsetanum. „Stundum hefur okkur greint á í viðhorfum okkar og það hefur alltaf átt sér stað af festu og virðingu. Það síðasta sem Kanadamenn ætlast til er að ég komi og lesi yfir öðrum þjóðum um hvernig þær kjósa að stjórna. Hlutverk mitt og ábyrgð er að halda áfram að stjórna á þann hátt sem endurspeglar viðhorf Kanadamanna og vera jákvætt fordæmi í heiminum,“ sagði Trudeau. En Trump á ekki bara í vandræðum með nágranna sína. Michael Flynn þjóðaröryggisráðgjafi forsetans neyddist til að segja af sér í gærkvöldi vegna símtals sem hann átti við sendiherra Rússlands í Washington áður en Trump tók við embætti. Í fyrstu þrætti Flynn fyrir símtalið og gaf síðan varaforsetanum rangar upplýsingar um efni símtalsins. En stórblöðin vestra birtu upplýsingar sem sanna að hann ræddi um að slaka á refsiaðgerðum gegn Rússlandi sem Obama stjórnin setti eftir að upp komst um afskipti Rússa af kosningabaráttu Tump og Hillary Clinton. Í dag skipaði Trump svo Keith Kellogg fyrrverandi hershöfðingja til bráðabirgða í stöðu þjóðaröryggisráðgjafa. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Skipverji brotnaði og móttöku frestað Innlent Fleiri fréttir Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Sjá meira
Þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump forseta Bandaríkjanna sagði af sér í gærkvöldi, eftir að hafa logið til um samtal við sendiherra Rússlands í Washington áður en Trump tók við embætti. Í samtalinu ræddi hann meðal annars um að slaka á refsiaðgerðum Bandaríkjanna gagnvart Rússlandi. Ólíklegt er að málið sé þar með úr sögunni og miklar líkur á að Bandaríkjaþing muni rannsaka hegðun þjóðaröryggisráðgjafans frekar. Það gengur mikið á innan ríkisstjórnar Donald Trump á fyrstu vikum hans í embætti. Þjóðarleiðtogar streyma á hans fund en í gær kom Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada í heimsókn til forsetans og í dag mætti Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísraels til Washington til að eiga fund með forsetanum á morgun. Það var eftir því tekið við komu Trudeau í Hvíta húsið í gær að hann lét Trump ekki komast upp með að toga til sín hönd hans þegar þeir heilsuðust, eins og Trump er tampt að gera. Trudeau greip þéttingsfast í með vinstri hönd í öxl forsetans og hélt fast á móti þegar þeir tókust í hendur. En áður en Tump var kosinn lét Trudeau ýmislegt flakka um hann og hugmyndir hans um að reisa vegg á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Á sameiginlegum fundi með fréttamönnum ítrekaði Trum stefnu sína varðandi landamæri Bandaríkjanna. „Á heimavígstöðvunum verðum við að setja upp landamæri. Við verðum að hleypa fólki sem elskar landið okkar inn og ég vil gera það. Við viljum hafa stórar, fallegar, opnar dyr og við viljum að fólk komi til landsins okkar, en við megum ekki hleypa röngu fólki inn og ég mun ekki leyfa að það gerist á meðan þessi stjórn situr við völd,“ sagði Trump. Justin Trudeau lýsti andstöðu sinni við hugmyndir Trumps um vegg á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó á meðan á kosningabaráttunni um forsetaembættið stóð, en klæddi gagnrýni sína mildari klæðum á fréttamannafundinum með forsetanum. „Stundum hefur okkur greint á í viðhorfum okkar og það hefur alltaf átt sér stað af festu og virðingu. Það síðasta sem Kanadamenn ætlast til er að ég komi og lesi yfir öðrum þjóðum um hvernig þær kjósa að stjórna. Hlutverk mitt og ábyrgð er að halda áfram að stjórna á þann hátt sem endurspeglar viðhorf Kanadamanna og vera jákvætt fordæmi í heiminum,“ sagði Trudeau. En Trump á ekki bara í vandræðum með nágranna sína. Michael Flynn þjóðaröryggisráðgjafi forsetans neyddist til að segja af sér í gærkvöldi vegna símtals sem hann átti við sendiherra Rússlands í Washington áður en Trump tók við embætti. Í fyrstu þrætti Flynn fyrir símtalið og gaf síðan varaforsetanum rangar upplýsingar um efni símtalsins. En stórblöðin vestra birtu upplýsingar sem sanna að hann ræddi um að slaka á refsiaðgerðum gegn Rússlandi sem Obama stjórnin setti eftir að upp komst um afskipti Rússa af kosningabaráttu Tump og Hillary Clinton. Í dag skipaði Trump svo Keith Kellogg fyrrverandi hershöfðingja til bráðabirgða í stöðu þjóðaröryggisráðgjafa.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Skipverji brotnaði og móttöku frestað Innlent Fleiri fréttir Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Sjá meira