Sjávarútvegsráðherra: Ekki þannig að menn stilli ríkinu upp við vegg á lokametrunum og segi „Komið með milljarðana“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. febrúar 2017 18:54 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegsráðherra, kveðst fyrst og fremst fara til fundar við sjómenn og útgerðarmenn í Karphúsinu í kvöld til þess að hlusta á deiluaðila. Rætt var við Þorgerði í fréttum Stöðvar 2 í kvöld þar sem hún var nýlent á Reykjavíkurflugvelli eftir að hafa verið á Ísafirði. Hún kvaðst vona að það væri merki um að deilan væri að leysast að ráðherra væri að fara til fundar við deiluaðila. „En þetta er ekki merki um að ríkisvaldið ætli að stíga inn í deiluna og endurtek það að það er af og frá að við séum að fara í sértækar aðgerðir,“ sagði Þorgerður en ítrekaði það sem hún hefur áður sagt að ríkisstjórnin sé tilbúin til að skoða almennar aðgerðir sem gagnast gætu fleiri stéttum. Frá því var greint í dag að heildartap ríkissjóðs af því að gera fæðispeninga sjómanna skattfrjálsa yrði um 730 milljónir króna á ári og þá yrðu sveitarfélög af um 330 milljónum króna í útsvarstekjur. Þorgerður vísaði í þessar tölur í kvöld en sagðist ekki vita hvað menn væru að tala um akkúrat núna í Karphúsinu. „En ég vona að menn séu að ná saman. Það er samt ekki þannig að menn stilli ríkinu upp við vegg á lokametrunum og segi „Komið með milljarðana,““ sagði ráðherra. Gera má ráð fyrir því að fundur í deilunni standi fram eftir kvöldi þar sem þess er freistað að ná samningi en sjómenn hafa nú verið í verkfalli í tvo mánuði með tilheyrandi tekjutap fyrir þá, fiskverkafólk og þjóðarbúið í heild. Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Afar viðkvæm staða í deilu sjómanna og útgerðarmanna: Fjölmiðlum vísað frá karphúsinu Fóru á fund ríkissáttasemjara klukkan 14 í dag. 15. febrúar 2017 14:51 Sjávarútvegsráðherra á leið í Karphúsið Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegsráðherra mun funda með deilendum í verkfalli sjómanna í húsakynnum ríkissáttasemjara í Borgatúni í kvöld. 15. febrúar 2017 16:14 Farið að sjást til lands í sjómannadeilunni Fulltrúar sjómanna og útgerðarmanna komu saman til fundar í húsnæði ríkissáttasemjara klukkan 14 í dag. 15. febrúar 2017 14:42 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegsráðherra, kveðst fyrst og fremst fara til fundar við sjómenn og útgerðarmenn í Karphúsinu í kvöld til þess að hlusta á deiluaðila. Rætt var við Þorgerði í fréttum Stöðvar 2 í kvöld þar sem hún var nýlent á Reykjavíkurflugvelli eftir að hafa verið á Ísafirði. Hún kvaðst vona að það væri merki um að deilan væri að leysast að ráðherra væri að fara til fundar við deiluaðila. „En þetta er ekki merki um að ríkisvaldið ætli að stíga inn í deiluna og endurtek það að það er af og frá að við séum að fara í sértækar aðgerðir,“ sagði Þorgerður en ítrekaði það sem hún hefur áður sagt að ríkisstjórnin sé tilbúin til að skoða almennar aðgerðir sem gagnast gætu fleiri stéttum. Frá því var greint í dag að heildartap ríkissjóðs af því að gera fæðispeninga sjómanna skattfrjálsa yrði um 730 milljónir króna á ári og þá yrðu sveitarfélög af um 330 milljónum króna í útsvarstekjur. Þorgerður vísaði í þessar tölur í kvöld en sagðist ekki vita hvað menn væru að tala um akkúrat núna í Karphúsinu. „En ég vona að menn séu að ná saman. Það er samt ekki þannig að menn stilli ríkinu upp við vegg á lokametrunum og segi „Komið með milljarðana,““ sagði ráðherra. Gera má ráð fyrir því að fundur í deilunni standi fram eftir kvöldi þar sem þess er freistað að ná samningi en sjómenn hafa nú verið í verkfalli í tvo mánuði með tilheyrandi tekjutap fyrir þá, fiskverkafólk og þjóðarbúið í heild.
Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Afar viðkvæm staða í deilu sjómanna og útgerðarmanna: Fjölmiðlum vísað frá karphúsinu Fóru á fund ríkissáttasemjara klukkan 14 í dag. 15. febrúar 2017 14:51 Sjávarútvegsráðherra á leið í Karphúsið Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegsráðherra mun funda með deilendum í verkfalli sjómanna í húsakynnum ríkissáttasemjara í Borgatúni í kvöld. 15. febrúar 2017 16:14 Farið að sjást til lands í sjómannadeilunni Fulltrúar sjómanna og útgerðarmanna komu saman til fundar í húsnæði ríkissáttasemjara klukkan 14 í dag. 15. febrúar 2017 14:42 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Afar viðkvæm staða í deilu sjómanna og útgerðarmanna: Fjölmiðlum vísað frá karphúsinu Fóru á fund ríkissáttasemjara klukkan 14 í dag. 15. febrúar 2017 14:51
Sjávarútvegsráðherra á leið í Karphúsið Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegsráðherra mun funda með deilendum í verkfalli sjómanna í húsakynnum ríkissáttasemjara í Borgatúni í kvöld. 15. febrúar 2017 16:14
Farið að sjást til lands í sjómannadeilunni Fulltrúar sjómanna og útgerðarmanna komu saman til fundar í húsnæði ríkissáttasemjara klukkan 14 í dag. 15. febrúar 2017 14:42