Það er alltaf eigandi Ögmundur Jónasson skrifar 16. febrúar 2017 10:00 Íslendingar hafa gengið í gegnum ýmsar breytingar í húsnæðismálum. Hlutfall þeirra sem búa í eigin húsnæði er hér á landi hærra en víðast hvar. Lengi vel átti þetta við um alla tekjuhópa þökk sé verkamannabústaðakerfinu, sem tryggði lágtekjufólki lánsfjármagn á viðráðanlegum kjörum til húsnæðiskaupa.Agnúast út í félagslegar lausnirSíðan kom kaupleigukerfið og um tíma var föndrað við að hækka lánshlutfall Íbúðalánasjóðs fyrir kaupendur að fyrstu íbúð, aðgerð sem hefur verið svert og snúið út úr allt fram á þennan dag. Allt voru þetta aðferðir til að auðvelda tekjulitlu fólki og meðaltekjuhópum að komast yfir húsnæði, en allar aðferðirnar eiga það sammerkt að þær sættu harðvítugum andróðri af hálfu þeirra sem ekki máttu heyra minnst á mismunun á markaði og fundu öllum tilraunum til að draga úr harðýðgi hans allt til foráttu.Skilningsleysi bæjarstjórans?Nú er markaðurinn aftur orðinn mál málanna. Bæjarstjórinn í Kópavogi beinir spurningum til lífeyrissjóða um hvort það sé rétt og yfirleitt réttlætanleg leið fyrir þá til að ávaxta pund félaga lífeyrissjóðanna að græða á sömu lífeyrisþegum í formi leigutekna. Þessi athugasemd bæjarstjórans er fullkomlega réttmæt. Viðbrögðin hafa hins vegar verið í gamalkunnum tóni. Skilur bæjarstjórinn ekki eðli markaðarins, er spurt með þjósti, veit hann ekki að allt leitar í jafnvægi ef tekst að tryggja nægilegt framboð á leiguhúsnæði? Hefur maðurinn aldrei heyrt um lögmál framboðs og eftirspurnar? Auðvitað er lykilatriði að húsnæði sé yfirleitt fyrir hendi, en það er ekki sama hver sér fyrir framboðinu á þessu húsnæði og á hvaða forsendum það er gert. Lífeyrissjóðir fjárfesta til að hafa arð af fjárfestingu sinni. Það segja þeir sjálfir að sé ófrávíkjanleg regla, annað sé einfaldlega brot á réttindum sjóðsfélaga, eigenda sjóðanna. Þetta höfum við heyrt oft – alltof oft – sem réttlætingu fyrir hávaxtastefnu, að ógleymdri óbilgirninni í kjölfar hrunsins.Hverjir reyna að græða?En reyna ekki allir að græða á fjárfestingum sínum? Flestir, en ekki allir. Leigufélögin sem nú ryðja sér til rúms ætla að græða á leiguhúsnæði. Það er hins vegar ekki markmiðið með rekstri Félagsíbúða í Reykjavík. Og það hefur ekki verið markmið annarra félagslegra íbúðakerfa á vegum sveitarfélaganna. Sama á við um íbúðir á vegum Öryrkjabandalagsins, samtaka námsmanna og félagslega þenkjandi samtaka. Þessi rekstur er að eðli til frábrugðinn því að bjóða fram leiguhúsnæði í ábataskyni. Nú eru gróðaöflin eina ferðina enn að búa í haginn til þess að hagnast á þeim frumþörfum sem við öll höfum, það er að leita lækningar við kvillum og sjúkdómum sem hrjá okkur og síðan að komast í öruggt húsaskjól. Að mínu mati á hvorugt þessa að verða nokkrum aðila gróðalind – ekki heldur lífeyrissjóðum. Hvort tveggja á að vera félagslegt úrlausnarefni.Segja eitt en gera annaðVonandi er óþarfi að taka fram að hér er verið að tala um hið almenna fyrirkomulag og þá hvernig opinberir aðilar og hálfopinberir, eins og lífeyrissjóðir sem byggja tilveru sína á lögþvingun, eigi að koma að þessum málum. Við vissar aðstæður í lífinu getur verið ákjósanlegt og eftirsóknarvert að leigja, á meðan fólk er í námi, er í hreyfanlegri vinnu og svo framvegis. Síðan eru þau vissulega til, sem líður betur í leiguhúsnæði, þá á það að geta verið þeirra val. En það eru öll hin sem hafa ekkert val, sem forræðishyggjan vill beina í leiguhúsnæði. Fæstir sem vísa veginn búa sjálfir í leiguhúsnæði vel að merkja, heldur hafa fest kaup á eigin íbúð eða húsi.Félagslegt húsnæði eða eigið?Það segir sig sjálft að ef ekki er um að ræða félagslegt leiguhúsnæði sem stendur utan gróðamarkaðar, nokkuð sem ég er eindregið fylgjandi og lít engan veginn á sem neyðarbrauð heldur fýsilegan valkost, þá er það nú svo að eiginhúsnæði er að jafnaði ódýrasti kosturinn. Einfaldlega vegna þess að þá lenda þeir fjármunir sem ella hefðu orðið að hagnaði leigufyrirtækisins, hjá þeim sem býr í húsnæðinu og hefur eignarhaldið á sinni hendi. Sú staðreynd sem alltof oft virðist gleymast í þessari umræðu er að húsnæði er alltaf í eigu einhvers, bæjarfélags, félagslegs leigusala, leigusala sem tekur sér arð og stundar útleigu húsnæðis til ábatasköpunar eða þá íbúans sjálfs. Formin eru mismunandi, en það er alltaf eigandi. Gleymum því ekki!Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Skoðun Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Íslendingar hafa gengið í gegnum ýmsar breytingar í húsnæðismálum. Hlutfall þeirra sem búa í eigin húsnæði er hér á landi hærra en víðast hvar. Lengi vel átti þetta við um alla tekjuhópa þökk sé verkamannabústaðakerfinu, sem tryggði lágtekjufólki lánsfjármagn á viðráðanlegum kjörum til húsnæðiskaupa.Agnúast út í félagslegar lausnirSíðan kom kaupleigukerfið og um tíma var föndrað við að hækka lánshlutfall Íbúðalánasjóðs fyrir kaupendur að fyrstu íbúð, aðgerð sem hefur verið svert og snúið út úr allt fram á þennan dag. Allt voru þetta aðferðir til að auðvelda tekjulitlu fólki og meðaltekjuhópum að komast yfir húsnæði, en allar aðferðirnar eiga það sammerkt að þær sættu harðvítugum andróðri af hálfu þeirra sem ekki máttu heyra minnst á mismunun á markaði og fundu öllum tilraunum til að draga úr harðýðgi hans allt til foráttu.Skilningsleysi bæjarstjórans?Nú er markaðurinn aftur orðinn mál málanna. Bæjarstjórinn í Kópavogi beinir spurningum til lífeyrissjóða um hvort það sé rétt og yfirleitt réttlætanleg leið fyrir þá til að ávaxta pund félaga lífeyrissjóðanna að græða á sömu lífeyrisþegum í formi leigutekna. Þessi athugasemd bæjarstjórans er fullkomlega réttmæt. Viðbrögðin hafa hins vegar verið í gamalkunnum tóni. Skilur bæjarstjórinn ekki eðli markaðarins, er spurt með þjósti, veit hann ekki að allt leitar í jafnvægi ef tekst að tryggja nægilegt framboð á leiguhúsnæði? Hefur maðurinn aldrei heyrt um lögmál framboðs og eftirspurnar? Auðvitað er lykilatriði að húsnæði sé yfirleitt fyrir hendi, en það er ekki sama hver sér fyrir framboðinu á þessu húsnæði og á hvaða forsendum það er gert. Lífeyrissjóðir fjárfesta til að hafa arð af fjárfestingu sinni. Það segja þeir sjálfir að sé ófrávíkjanleg regla, annað sé einfaldlega brot á réttindum sjóðsfélaga, eigenda sjóðanna. Þetta höfum við heyrt oft – alltof oft – sem réttlætingu fyrir hávaxtastefnu, að ógleymdri óbilgirninni í kjölfar hrunsins.Hverjir reyna að græða?En reyna ekki allir að græða á fjárfestingum sínum? Flestir, en ekki allir. Leigufélögin sem nú ryðja sér til rúms ætla að græða á leiguhúsnæði. Það er hins vegar ekki markmiðið með rekstri Félagsíbúða í Reykjavík. Og það hefur ekki verið markmið annarra félagslegra íbúðakerfa á vegum sveitarfélaganna. Sama á við um íbúðir á vegum Öryrkjabandalagsins, samtaka námsmanna og félagslega þenkjandi samtaka. Þessi rekstur er að eðli til frábrugðinn því að bjóða fram leiguhúsnæði í ábataskyni. Nú eru gróðaöflin eina ferðina enn að búa í haginn til þess að hagnast á þeim frumþörfum sem við öll höfum, það er að leita lækningar við kvillum og sjúkdómum sem hrjá okkur og síðan að komast í öruggt húsaskjól. Að mínu mati á hvorugt þessa að verða nokkrum aðila gróðalind – ekki heldur lífeyrissjóðum. Hvort tveggja á að vera félagslegt úrlausnarefni.Segja eitt en gera annaðVonandi er óþarfi að taka fram að hér er verið að tala um hið almenna fyrirkomulag og þá hvernig opinberir aðilar og hálfopinberir, eins og lífeyrissjóðir sem byggja tilveru sína á lögþvingun, eigi að koma að þessum málum. Við vissar aðstæður í lífinu getur verið ákjósanlegt og eftirsóknarvert að leigja, á meðan fólk er í námi, er í hreyfanlegri vinnu og svo framvegis. Síðan eru þau vissulega til, sem líður betur í leiguhúsnæði, þá á það að geta verið þeirra val. En það eru öll hin sem hafa ekkert val, sem forræðishyggjan vill beina í leiguhúsnæði. Fæstir sem vísa veginn búa sjálfir í leiguhúsnæði vel að merkja, heldur hafa fest kaup á eigin íbúð eða húsi.Félagslegt húsnæði eða eigið?Það segir sig sjálft að ef ekki er um að ræða félagslegt leiguhúsnæði sem stendur utan gróðamarkaðar, nokkuð sem ég er eindregið fylgjandi og lít engan veginn á sem neyðarbrauð heldur fýsilegan valkost, þá er það nú svo að eiginhúsnæði er að jafnaði ódýrasti kosturinn. Einfaldlega vegna þess að þá lenda þeir fjármunir sem ella hefðu orðið að hagnaði leigufyrirtækisins, hjá þeim sem býr í húsnæðinu og hefur eignarhaldið á sinni hendi. Sú staðreynd sem alltof oft virðist gleymast í þessari umræðu er að húsnæði er alltaf í eigu einhvers, bæjarfélags, félagslegs leigusala, leigusala sem tekur sér arð og stundar útleigu húsnæðis til ábatasköpunar eða þá íbúans sjálfs. Formin eru mismunandi, en það er alltaf eigandi. Gleymum því ekki!Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun