Harward hafnar boði um að verða þjóðaröryggisráðgjafi Trump atli ísleifsson skrifar 17. febrúar 2017 08:54 Robert Harward er lengst til hægri á myndinni. Vísir/AFP Robert Harward, fyrrverandi aðstoðaraðmíráll í bandaríska hernum, hefur hafnað boði um að gerast þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta. Talsmaður Hvíta hússins segir að Harward hafi afþakkað boðið af persónulegum og fjárhagslegum ástæðum. Fjölmiðlar í Bandaríkjunum segja þó að aðalástæðan hafi verið sú að hann hafi viljað koma með eigið starfslið inn í Hvíta húsið sem hafi ekki verið í boði. Mikil pressa er nú á forsetanum í kjölfar þess að Michael Flynn hrökklaðist úr embætti þjóðaröryggisráðgjafa eftir að í ljós kom að hann hafði átt í samskiptum við sendiherra Rússa áður en hann tók við embætti. Trump skipaði hershöfðingjann Keith Kellogg sem þjóðaröryggisráðgjafa til bráðabirgða í kjölfar afsagnar Flynn. Möguleiki er á að Kellogg fái fasta ráðningu, en nafn fyrrverandi forstjóra bandarísku leyniþjónustunnar, David Petraeus, hefur einnig verið nefnt. Harward er fyrrverandi aðstoðaraðmíráll og liðsmaður sérsveita bandaríska flotans (Navy SEAL). Hann átti sæti í þjóðaröryggisráði Bandaríkjanna í forsetatíð George W. Bush. Eftir að hann hætti í hernum hefur hann gegnt yfirmannsstöðu hjá Lockheed Martin í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Donald Trump Tengdar fréttir Þessir eru taldir líklegastir til að taka við stöðu þjóðaröryggisráðgjafa Trump Michael Flynn sagði í gær af sér sem þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta. 14. febrúar 2017 10:50 Trump kennir fjölmiðlum um afsögn þjóðaröryggisráðgjafa Öldungadeildarþingmenn bæði Repúblikana og Demókrata í Bandaríkjunum þrýsta á að að ítarleg rannsókn fari fram á samskiptum fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump forseta og annarra starfsmanna framboðs hans við rússnesku leyniþjónustuna. 15. febrúar 2017 20:00 Spurt og svarað um samskipti Flynn og Rússa Þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta sagði af sér fyrr í vikunni vegna samskipta sinna við fulltrúa rússneskra stjórnvalda. 16. febrúar 2017 11:30 Trump segir fjölmiðla vera stjórnlausa Blaðamannafundur Trump þar sem hann kynnti nýtt ráðherraefni sitt snerist að mestu um hvað fjölmiðlar væru hræðilegir og að ríkisstjórn hans gengi eins og vel smurð vél. 16. febrúar 2017 19:15 Mest lesið Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Erlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Innlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Fleiri fréttir Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Sjá meira
Robert Harward, fyrrverandi aðstoðaraðmíráll í bandaríska hernum, hefur hafnað boði um að gerast þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta. Talsmaður Hvíta hússins segir að Harward hafi afþakkað boðið af persónulegum og fjárhagslegum ástæðum. Fjölmiðlar í Bandaríkjunum segja þó að aðalástæðan hafi verið sú að hann hafi viljað koma með eigið starfslið inn í Hvíta húsið sem hafi ekki verið í boði. Mikil pressa er nú á forsetanum í kjölfar þess að Michael Flynn hrökklaðist úr embætti þjóðaröryggisráðgjafa eftir að í ljós kom að hann hafði átt í samskiptum við sendiherra Rússa áður en hann tók við embætti. Trump skipaði hershöfðingjann Keith Kellogg sem þjóðaröryggisráðgjafa til bráðabirgða í kjölfar afsagnar Flynn. Möguleiki er á að Kellogg fái fasta ráðningu, en nafn fyrrverandi forstjóra bandarísku leyniþjónustunnar, David Petraeus, hefur einnig verið nefnt. Harward er fyrrverandi aðstoðaraðmíráll og liðsmaður sérsveita bandaríska flotans (Navy SEAL). Hann átti sæti í þjóðaröryggisráði Bandaríkjanna í forsetatíð George W. Bush. Eftir að hann hætti í hernum hefur hann gegnt yfirmannsstöðu hjá Lockheed Martin í Sameinuðu arabísku furstadæmunum.
Donald Trump Tengdar fréttir Þessir eru taldir líklegastir til að taka við stöðu þjóðaröryggisráðgjafa Trump Michael Flynn sagði í gær af sér sem þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta. 14. febrúar 2017 10:50 Trump kennir fjölmiðlum um afsögn þjóðaröryggisráðgjafa Öldungadeildarþingmenn bæði Repúblikana og Demókrata í Bandaríkjunum þrýsta á að að ítarleg rannsókn fari fram á samskiptum fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump forseta og annarra starfsmanna framboðs hans við rússnesku leyniþjónustuna. 15. febrúar 2017 20:00 Spurt og svarað um samskipti Flynn og Rússa Þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta sagði af sér fyrr í vikunni vegna samskipta sinna við fulltrúa rússneskra stjórnvalda. 16. febrúar 2017 11:30 Trump segir fjölmiðla vera stjórnlausa Blaðamannafundur Trump þar sem hann kynnti nýtt ráðherraefni sitt snerist að mestu um hvað fjölmiðlar væru hræðilegir og að ríkisstjórn hans gengi eins og vel smurð vél. 16. febrúar 2017 19:15 Mest lesið Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Erlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Innlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Fleiri fréttir Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Sjá meira
Þessir eru taldir líklegastir til að taka við stöðu þjóðaröryggisráðgjafa Trump Michael Flynn sagði í gær af sér sem þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta. 14. febrúar 2017 10:50
Trump kennir fjölmiðlum um afsögn þjóðaröryggisráðgjafa Öldungadeildarþingmenn bæði Repúblikana og Demókrata í Bandaríkjunum þrýsta á að að ítarleg rannsókn fari fram á samskiptum fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump forseta og annarra starfsmanna framboðs hans við rússnesku leyniþjónustuna. 15. febrúar 2017 20:00
Spurt og svarað um samskipti Flynn og Rússa Þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta sagði af sér fyrr í vikunni vegna samskipta sinna við fulltrúa rússneskra stjórnvalda. 16. febrúar 2017 11:30
Trump segir fjölmiðla vera stjórnlausa Blaðamannafundur Trump þar sem hann kynnti nýtt ráðherraefni sitt snerist að mestu um hvað fjölmiðlar væru hræðilegir og að ríkisstjórn hans gengi eins og vel smurð vél. 16. febrúar 2017 19:15