Sara: Hataði Conor McGregor en geri það ekki lengur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. febrúar 2017 11:45 Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir og Conor McGregor. Vísir/Samsett Getty og Instagram síða Söru Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir, crossfit-kona, var í viðtali við Suðurnesjamagasín á Hringbraut í gærkvöldi og þar talaði hún meðal annars um það hversu erfitt það hefur verið fyrir hana að tapa. Ragnheiður Sara hefur staðið sig frábærlega á síðustu tveimur heimsleikum í crossfit en í bæði skiptin hefur hún rétt misst af efsta sætinu í lokin. Fyrra árið var hún í frábærri stöðu þegar allt klikkaði sem klikkað gat á lokasprettinum. „Það klikkaði eitthvað í hausnum. Ég eyddi allri orkunni minni í að reyna að klifra upp þennan vegg því ég vildi ná einum. Ég er algjör klaufi og fæ gat á hausinn þegar ég er að gera æfinguna og verð bara pirruð. Svo vissi ég að næsta æfing væri mín æfing,“ sagði Sara en sú æfing voru handstöðu armbeygjur. „Ég fer í þær, klikka á fyrstu, klikka á númer tvö og klikka á númer þrjú. Allt í einu gafst ég bara upp,“ sagði Sara en hvað gerist þegar hún klikkar á æfingu sem hún átti að fara létt með. „Þetta var bara hausinn. Allt í einu hættir þú að trúa að því getir gert hlutinn og ferð bara að brjóta þig niður á meðan þú ert að gera æfinguna,“ sagði Sara og bætti við: „Ég var bara að hugsa á meðan ég var að gera æfinguna: Af hverju ættir þú að vinna fyrstu heimsleikana sem þú ferð á. Þetta er alltof stór draumur en skiptir ekki máli því þú ert búin að tapa þessu. Þetta er eitthvað sem ég hef þurft að vinna mjög mikið í,“ sagði Sara.Sjá einnig:Sara: Mig langaði aldrei að verða svona „mössuð“ „Ég er búin að vera hjá íþróttasálfræðing og er búin að vera að gera allskonar æfingar sem er mjög erfitt. Það er ekkert mál að æfa en að æfa andlegu hliðina er miklu erfiðara. Andlega hliðin stjórnar líkamlega þættinum þannig að hún er svona 80 prósent,“ sagði Sara. „Þetta verður ekki vandamál núna í ár,“ lofaði Sara en hún fór líka yfir það hversu erfitt það hefur verið fyrir hana að tapa. „Ég er að læra núna en mér finnst mjög erfitt að tapa. Það fylgir því að vinna að kunna að tapa líka,“ sagði Sara í viðtalinu við Eyþór Sæmundsson í þættinum Suðurnesjamagasín á Hringbraut . „Ég hataði Conor McGregor af því að hann var svo hrokafullur. Svo sá ég hann þegar hann tapaði í fyrsta skiptið. Þá kunni ég að meta það hversu góður íþróttamaður hann er og hversu stór sálfræðiparturinn er sem hann notar. Ég er að læra að tapa en stefni alltaf að því að vinna,“ sagði Sara í léttum tón.Hér er viðtalið í heild sinni við Söru Sigmunds sem var í þætti Víkurfrétta á Hringbraut í gærkvöldi. Aðrar íþróttir CrossFit Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Norsku meistarnir í gini Galatasaray ljónsins Frankfurt - Liverpool | Ekitiké á kunnuglegum slóðum Chelsea - Ajax | Markalausir Hollendingar í Lundúnum Keflavík - Haukar | Stórleikur í Reykjanesbæ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Sýn Sport með þrettán tilnefningar Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Pedersen með landsliðið til 2029 Tímamót Dags Kára en Japaninn varð heimsmeistari Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Hjartavandamál halda Reyni frá keppni „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Sjá meira
Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir, crossfit-kona, var í viðtali við Suðurnesjamagasín á Hringbraut í gærkvöldi og þar talaði hún meðal annars um það hversu erfitt það hefur verið fyrir hana að tapa. Ragnheiður Sara hefur staðið sig frábærlega á síðustu tveimur heimsleikum í crossfit en í bæði skiptin hefur hún rétt misst af efsta sætinu í lokin. Fyrra árið var hún í frábærri stöðu þegar allt klikkaði sem klikkað gat á lokasprettinum. „Það klikkaði eitthvað í hausnum. Ég eyddi allri orkunni minni í að reyna að klifra upp þennan vegg því ég vildi ná einum. Ég er algjör klaufi og fæ gat á hausinn þegar ég er að gera æfinguna og verð bara pirruð. Svo vissi ég að næsta æfing væri mín æfing,“ sagði Sara en sú æfing voru handstöðu armbeygjur. „Ég fer í þær, klikka á fyrstu, klikka á númer tvö og klikka á númer þrjú. Allt í einu gafst ég bara upp,“ sagði Sara en hvað gerist þegar hún klikkar á æfingu sem hún átti að fara létt með. „Þetta var bara hausinn. Allt í einu hættir þú að trúa að því getir gert hlutinn og ferð bara að brjóta þig niður á meðan þú ert að gera æfinguna,“ sagði Sara og bætti við: „Ég var bara að hugsa á meðan ég var að gera æfinguna: Af hverju ættir þú að vinna fyrstu heimsleikana sem þú ferð á. Þetta er alltof stór draumur en skiptir ekki máli því þú ert búin að tapa þessu. Þetta er eitthvað sem ég hef þurft að vinna mjög mikið í,“ sagði Sara.Sjá einnig:Sara: Mig langaði aldrei að verða svona „mössuð“ „Ég er búin að vera hjá íþróttasálfræðing og er búin að vera að gera allskonar æfingar sem er mjög erfitt. Það er ekkert mál að æfa en að æfa andlegu hliðina er miklu erfiðara. Andlega hliðin stjórnar líkamlega þættinum þannig að hún er svona 80 prósent,“ sagði Sara. „Þetta verður ekki vandamál núna í ár,“ lofaði Sara en hún fór líka yfir það hversu erfitt það hefur verið fyrir hana að tapa. „Ég er að læra núna en mér finnst mjög erfitt að tapa. Það fylgir því að vinna að kunna að tapa líka,“ sagði Sara í viðtalinu við Eyþór Sæmundsson í þættinum Suðurnesjamagasín á Hringbraut . „Ég hataði Conor McGregor af því að hann var svo hrokafullur. Svo sá ég hann þegar hann tapaði í fyrsta skiptið. Þá kunni ég að meta það hversu góður íþróttamaður hann er og hversu stór sálfræðiparturinn er sem hann notar. Ég er að læra að tapa en stefni alltaf að því að vinna,“ sagði Sara í léttum tón.Hér er viðtalið í heild sinni við Söru Sigmunds sem var í þætti Víkurfrétta á Hringbraut í gærkvöldi.
Aðrar íþróttir CrossFit Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Norsku meistarnir í gini Galatasaray ljónsins Frankfurt - Liverpool | Ekitiké á kunnuglegum slóðum Chelsea - Ajax | Markalausir Hollendingar í Lundúnum Keflavík - Haukar | Stórleikur í Reykjanesbæ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Sýn Sport með þrettán tilnefningar Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Pedersen með landsliðið til 2029 Tímamót Dags Kára en Japaninn varð heimsmeistari Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Hjartavandamál halda Reyni frá keppni „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Sjá meira