Sjómannadeilan leyst Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. febrúar 2017 02:15 Frá undirritun samninga í nótt. vísir/áe Samningar hafa tekist á milli sjómanna og útgerðarmanna og skrifuðu þeir undir kjarasamning á þriðja tímanum í nótt í Karphúsinu. Sjómenn hafa verið í verkfalli í tvo mánuði en Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegsráðherra, fundaði með deiluaðilum í sitthvoru lagi í kvöld. Hún lagði fram málamiðlunartillögu og eftir fundi sína með ráðherra héldu útgerðarmenn og sjómenn í Karphúsið þar sem þeir freistuðu þess að klára samninga. Það hefur nú tekist og er verkfalli sjómanna þar með lokið en samkvæmt heimildum fréttastofu eru samningarnir án aðkomu ríkisins. Það má því ætla að flotinn, sem legið hefur við bryggju síðustu tvo mánuði, haldi von bráðar út á miðin en í vikunni var loðnukvótinn aukinn um 184 þúsund tonn. Loðnan stoppar hins vegar stutt við; hún hrygnir eftir um mánuð og deyr svo en þar sem verkfallinu er nú lokið ætti aflinn að nást í net. Samningar verða kynntir félagsmönnum áður en þeir fara í atkvæðagreiðslu. Gert er ráð fyrir að henni ljúki á sunnudagskvöld.Samningarnir eru án aðkomu ríkisins.vísir/áeVerkfall sjómanna hefur staðið í tvo mánuði.vísir/áe Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Fundað vegna sjómannadeilunnar í sjávarútvegsráðuneytinu Samninganefnd sjómanna er nú á leiðinni inn til fundar við Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, sjávarútvegsráðherra, í ráðuneyti hennar. Fulltrúar Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi komu til fundar í ráðuneytinu um klukkan 21 en ekki liggur fyrir hvort að sjómenn muni funda með útgerðarmönnum og ráðherra núna á eftir. 17. febrúar 2017 21:32 Verkföll sjómanna nær undantekningarlaust stöðvuð með lagasetningu Aðeins einu sinni hafa sjómenn og útvegsmenn samið sín á milli án inngripa stjórnvalda síðustu tvo áratugi. 17. febrúar 2017 15:09 Fyrrverandi ríkisskattstjóri: Ljótur leikur SFS að benda á ríkið Deila sjómanna og útgerðarmanna er óleyst en deiluaðilar benda nú á ríkið. Sjómenn vilja fá skattaafslátt af dagpeningum sem kostar ríkið hundruð milljóna. Fyrrverandi ríkisskattstjóri segir þetta ljótan leik. Samningar milli deiluaði 17. febrúar 2017 07:00 Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Fleiri fréttir Kölluðu til sérsveit vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Sjá meira
Samningar hafa tekist á milli sjómanna og útgerðarmanna og skrifuðu þeir undir kjarasamning á þriðja tímanum í nótt í Karphúsinu. Sjómenn hafa verið í verkfalli í tvo mánuði en Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegsráðherra, fundaði með deiluaðilum í sitthvoru lagi í kvöld. Hún lagði fram málamiðlunartillögu og eftir fundi sína með ráðherra héldu útgerðarmenn og sjómenn í Karphúsið þar sem þeir freistuðu þess að klára samninga. Það hefur nú tekist og er verkfalli sjómanna þar með lokið en samkvæmt heimildum fréttastofu eru samningarnir án aðkomu ríkisins. Það má því ætla að flotinn, sem legið hefur við bryggju síðustu tvo mánuði, haldi von bráðar út á miðin en í vikunni var loðnukvótinn aukinn um 184 þúsund tonn. Loðnan stoppar hins vegar stutt við; hún hrygnir eftir um mánuð og deyr svo en þar sem verkfallinu er nú lokið ætti aflinn að nást í net. Samningar verða kynntir félagsmönnum áður en þeir fara í atkvæðagreiðslu. Gert er ráð fyrir að henni ljúki á sunnudagskvöld.Samningarnir eru án aðkomu ríkisins.vísir/áeVerkfall sjómanna hefur staðið í tvo mánuði.vísir/áe
Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Fundað vegna sjómannadeilunnar í sjávarútvegsráðuneytinu Samninganefnd sjómanna er nú á leiðinni inn til fundar við Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, sjávarútvegsráðherra, í ráðuneyti hennar. Fulltrúar Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi komu til fundar í ráðuneytinu um klukkan 21 en ekki liggur fyrir hvort að sjómenn muni funda með útgerðarmönnum og ráðherra núna á eftir. 17. febrúar 2017 21:32 Verkföll sjómanna nær undantekningarlaust stöðvuð með lagasetningu Aðeins einu sinni hafa sjómenn og útvegsmenn samið sín á milli án inngripa stjórnvalda síðustu tvo áratugi. 17. febrúar 2017 15:09 Fyrrverandi ríkisskattstjóri: Ljótur leikur SFS að benda á ríkið Deila sjómanna og útgerðarmanna er óleyst en deiluaðilar benda nú á ríkið. Sjómenn vilja fá skattaafslátt af dagpeningum sem kostar ríkið hundruð milljóna. Fyrrverandi ríkisskattstjóri segir þetta ljótan leik. Samningar milli deiluaði 17. febrúar 2017 07:00 Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Fleiri fréttir Kölluðu til sérsveit vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Sjá meira
Fundað vegna sjómannadeilunnar í sjávarútvegsráðuneytinu Samninganefnd sjómanna er nú á leiðinni inn til fundar við Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, sjávarútvegsráðherra, í ráðuneyti hennar. Fulltrúar Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi komu til fundar í ráðuneytinu um klukkan 21 en ekki liggur fyrir hvort að sjómenn muni funda með útgerðarmönnum og ráðherra núna á eftir. 17. febrúar 2017 21:32
Verkföll sjómanna nær undantekningarlaust stöðvuð með lagasetningu Aðeins einu sinni hafa sjómenn og útvegsmenn samið sín á milli án inngripa stjórnvalda síðustu tvo áratugi. 17. febrúar 2017 15:09
Fyrrverandi ríkisskattstjóri: Ljótur leikur SFS að benda á ríkið Deila sjómanna og útgerðarmanna er óleyst en deiluaðilar benda nú á ríkið. Sjómenn vilja fá skattaafslátt af dagpeningum sem kostar ríkið hundruð milljóna. Fyrrverandi ríkisskattstjóri segir þetta ljótan leik. Samningar milli deiluaði 17. febrúar 2017 07:00