Ásta Guðrún: Launin mín eru ekki vandamálið heldur fasteignamarkaðurinn Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 19. febrúar 2017 15:50 Ásta Guðrún Helgadóttir, þingflokksformaður Pírata. Vísir/Ernir Ásta Guðrún Helgadóttir, þingflokksformaður Pírata, segir að sér finnist leiðinlegt að umræðan í kjölfar ummæla sinna um eigin getu til húsnæðiskaupa í Silfrinu í hádeginu hafi farið að snúast um hennar eigin fjárhag, í staðinn fyrir vandamálin sem steðja að fasteignamarkaðinum.Var rætt um húsnæðisvanda ungs fólks og lýsti Ásta persónulegri reynslu sinni af fasteignamarkaðinum. „Ég er ekkert að fara að sjá fram á að geta keypt íbúð einhvern tímann á næstunni. Það er frekar ómögulegt að mínu mati,“ sagði Ásta. Miklar umræður spruttu upp í kjölfar þessara ummæla á samskiptamiðlinum Twitter þar sem Dagur Hjartarson, rithöfundur, velti því fyrir sér hvernig á því stæði að þingmaður með 1,5 milljónir króna í laun á mánuði gæti ekki keypt sér íbúð. Ásta svaraði Degi og benti á að hún hefði um síðustu mánaðarmót einungis hafa fengið 800 þúsund krónur útborgaðar. Í samtali við Vísi segir Ásta að sér finnist umræðan hafi misst marks, þar sem hún hafi verið að reyna að vekja athygli á húsnæðisvandanum en ekki eigin fjárhag. „Mér finnst leiðinlegt að umræðan fari að snúast um mín kaup og kjör sem þingmaður frekar en þann raunverulegan vanda sem við búum við.“ „Fasteignaverð hefur hækkað um 70 prósent á undanförnum sex, sjö árum og það er verið að spá 30 prósent hækkun á næstu þremur árum. Við erum bara að sjá fram á það að lítil tveggja herbergha íbúð, sem kostaði kannski fyrir nokkrum árum 20 milljónir er núna komin á 30 milljónir.“ „Þetta náttúrulega bara er allt annað. Þú þarft ennþá að eiga 20 prósent fyrir útborguninni og 20 prósent af 30 milljónum eru fimm milljónir en ekki tvær. Það er ekki hlaupið að því fyrir neinn að redda fimm milljónum bara sísvona.“ „Umræðan snerist um aðgengi ungs fólks að fasteignamarkaðinum, þar sem leiguverð hefur hækkað á sama tíma og fasteignaverð hefur hækkað, sem gerir ungu fólki erfiðara fyrir.“ Ásta segir að hún hafi ekki yfir neinu að kvarta þegar kemur að launum sínum. „Það er leiðinlegt að þetta fari að snúast um þingfarakaupið mitt, það er ekkert sem ég hef áhrif á, það er kjararáð sem ákveður það.“ „Bara þannig að það komi fram að þá finnst mér launin mín mjög fín, það er ekki vandamálið. Vandamálið er bara hvað fasteignamarkaðurinn er búinn að fara út í miklar öfgar á undanförnum misserum.“Ásta Pírati sér ekki fram á að eiga efni á íbúð. Með 1.5 milljónir á mánuði. 18 á ári. Hvað kosta klukkutíminn á Ground Zero? #silfrið— Dagur Hjartarson (@DagurHjartarson) February 19, 2017 @DagurHjartarson Erm, ég er ekki með 1.5 milljónir á mánuði. Síðasati launaseðill sem ég fékk var upp á 800 þúsund útborgað.— Ásta Helgadóttir (@asta_fish) February 19, 2017 Húsnæðismál Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira
Ásta Guðrún Helgadóttir, þingflokksformaður Pírata, segir að sér finnist leiðinlegt að umræðan í kjölfar ummæla sinna um eigin getu til húsnæðiskaupa í Silfrinu í hádeginu hafi farið að snúast um hennar eigin fjárhag, í staðinn fyrir vandamálin sem steðja að fasteignamarkaðinum.Var rætt um húsnæðisvanda ungs fólks og lýsti Ásta persónulegri reynslu sinni af fasteignamarkaðinum. „Ég er ekkert að fara að sjá fram á að geta keypt íbúð einhvern tímann á næstunni. Það er frekar ómögulegt að mínu mati,“ sagði Ásta. Miklar umræður spruttu upp í kjölfar þessara ummæla á samskiptamiðlinum Twitter þar sem Dagur Hjartarson, rithöfundur, velti því fyrir sér hvernig á því stæði að þingmaður með 1,5 milljónir króna í laun á mánuði gæti ekki keypt sér íbúð. Ásta svaraði Degi og benti á að hún hefði um síðustu mánaðarmót einungis hafa fengið 800 þúsund krónur útborgaðar. Í samtali við Vísi segir Ásta að sér finnist umræðan hafi misst marks, þar sem hún hafi verið að reyna að vekja athygli á húsnæðisvandanum en ekki eigin fjárhag. „Mér finnst leiðinlegt að umræðan fari að snúast um mín kaup og kjör sem þingmaður frekar en þann raunverulegan vanda sem við búum við.“ „Fasteignaverð hefur hækkað um 70 prósent á undanförnum sex, sjö árum og það er verið að spá 30 prósent hækkun á næstu þremur árum. Við erum bara að sjá fram á það að lítil tveggja herbergha íbúð, sem kostaði kannski fyrir nokkrum árum 20 milljónir er núna komin á 30 milljónir.“ „Þetta náttúrulega bara er allt annað. Þú þarft ennþá að eiga 20 prósent fyrir útborguninni og 20 prósent af 30 milljónum eru fimm milljónir en ekki tvær. Það er ekki hlaupið að því fyrir neinn að redda fimm milljónum bara sísvona.“ „Umræðan snerist um aðgengi ungs fólks að fasteignamarkaðinum, þar sem leiguverð hefur hækkað á sama tíma og fasteignaverð hefur hækkað, sem gerir ungu fólki erfiðara fyrir.“ Ásta segir að hún hafi ekki yfir neinu að kvarta þegar kemur að launum sínum. „Það er leiðinlegt að þetta fari að snúast um þingfarakaupið mitt, það er ekkert sem ég hef áhrif á, það er kjararáð sem ákveður það.“ „Bara þannig að það komi fram að þá finnst mér launin mín mjög fín, það er ekki vandamálið. Vandamálið er bara hvað fasteignamarkaðurinn er búinn að fara út í miklar öfgar á undanförnum misserum.“Ásta Pírati sér ekki fram á að eiga efni á íbúð. Með 1.5 milljónir á mánuði. 18 á ári. Hvað kosta klukkutíminn á Ground Zero? #silfrið— Dagur Hjartarson (@DagurHjartarson) February 19, 2017 @DagurHjartarson Erm, ég er ekki með 1.5 milljónir á mánuði. Síðasati launaseðill sem ég fékk var upp á 800 þúsund útborgað.— Ásta Helgadóttir (@asta_fish) February 19, 2017
Húsnæðismál Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira