John McCain um árásir Trump á fjölmiðla: „Það fyrsta sem einræðisherrar gera“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 19. febrúar 2017 17:29 Bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn John McCain hefur gagnrýnt Donald Trump, Bandaríkjaforseta, harðlega, fyrir stöðugar árásir þess síðarnefnda í garð fjölmiðlamanna. Trump hefur verið afar gagnrýninn á fjölmiðla að undanförnu, sem hann segir flytja falskar fréttir og kvartaði hann sáran undan „erfiðum spurningum“ á blaðamannafundi á fimmtudag. Á föstudag skrifaði forsetinn svo á Twitter að fjölmiðlar vestanhafs, likt og NBC, ABC, CBS og CNN væru óvinir bandarísku alþýðunnar.Sjá einnig: Einstakur fréttamannafundur Trump í Hvíta húsinu„Ég hata fjölmiðla,“ sagði öldungadeildarþingmaðurinn meðal annars í viðtali á NBC fréttastöðinni. „Ég hata þig sérstaklega. En staðreyndin er sú að við þurfum á þér að halda. Við þurfum frjálsa fjölmiðla.“ „Ef þú vilt varðveita lýðræðið eins og við þekkjum það, þá verðuru að hafa frjálsa fjölmiðla og fólk með mismunandi skoðanir innan þeirra.“ „Án þeirra, er ég ansi hræddur um að við myndum glata frelsi okkar með tímanum. Á því byrja einræðisherrar.“ McCain hefur verið afar gagnrýninn á forsetann og þá stefnu sem hann hefur talað fyrir, þá sérstaklega á sviði öryggis- og utanríkismála, þrátt fyrir að þeir séu báðir í Repúblikanaflokknum. Þannig hélt McCain ræðu á öryggisráðstefnunni í Munchen á föstudag, þar sem hann sagðist telja núverandi heimsmynd vera í hættu, vegna utanríkisstefnu Trump.Sjá einnig: John McCain telur núverandi heimsmynd vera í hættuÞingmaðurinn sagði að Bandaríkjamenn yrðu að gera sér grein fyrir tengslum valdboðsstjórna við árásir á fjölmiðla. „Slíkar stjórnir byrja á því að kúga frjálsa fjölmiðla. Þegar við skoðum söguna, sjáum við að það fyrsta sem einræðisherrar gera, er að koma í veg fyrir frjálsa fjölmiðlun.“ „Ég er ekki að segja að forsetinn sé að reyna að vera einræðisherra en ég er að segja að við þurfum að þekkja söguna.“The FAKE NEWS media (failing @nytimes, @NBCNews, @ABC, @CBS, @CNN) is not my enemy, it is the enemy of the American People!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) February 17, 2017 Donald Trump Mest lesið Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Erlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Innlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Fleiri fréttir Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Sjá meira
Bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn John McCain hefur gagnrýnt Donald Trump, Bandaríkjaforseta, harðlega, fyrir stöðugar árásir þess síðarnefnda í garð fjölmiðlamanna. Trump hefur verið afar gagnrýninn á fjölmiðla að undanförnu, sem hann segir flytja falskar fréttir og kvartaði hann sáran undan „erfiðum spurningum“ á blaðamannafundi á fimmtudag. Á föstudag skrifaði forsetinn svo á Twitter að fjölmiðlar vestanhafs, likt og NBC, ABC, CBS og CNN væru óvinir bandarísku alþýðunnar.Sjá einnig: Einstakur fréttamannafundur Trump í Hvíta húsinu„Ég hata fjölmiðla,“ sagði öldungadeildarþingmaðurinn meðal annars í viðtali á NBC fréttastöðinni. „Ég hata þig sérstaklega. En staðreyndin er sú að við þurfum á þér að halda. Við þurfum frjálsa fjölmiðla.“ „Ef þú vilt varðveita lýðræðið eins og við þekkjum það, þá verðuru að hafa frjálsa fjölmiðla og fólk með mismunandi skoðanir innan þeirra.“ „Án þeirra, er ég ansi hræddur um að við myndum glata frelsi okkar með tímanum. Á því byrja einræðisherrar.“ McCain hefur verið afar gagnrýninn á forsetann og þá stefnu sem hann hefur talað fyrir, þá sérstaklega á sviði öryggis- og utanríkismála, þrátt fyrir að þeir séu báðir í Repúblikanaflokknum. Þannig hélt McCain ræðu á öryggisráðstefnunni í Munchen á föstudag, þar sem hann sagðist telja núverandi heimsmynd vera í hættu, vegna utanríkisstefnu Trump.Sjá einnig: John McCain telur núverandi heimsmynd vera í hættuÞingmaðurinn sagði að Bandaríkjamenn yrðu að gera sér grein fyrir tengslum valdboðsstjórna við árásir á fjölmiðla. „Slíkar stjórnir byrja á því að kúga frjálsa fjölmiðla. Þegar við skoðum söguna, sjáum við að það fyrsta sem einræðisherrar gera, er að koma í veg fyrir frjálsa fjölmiðlun.“ „Ég er ekki að segja að forsetinn sé að reyna að vera einræðisherra en ég er að segja að við þurfum að þekkja söguna.“The FAKE NEWS media (failing @nytimes, @NBCNews, @ABC, @CBS, @CNN) is not my enemy, it is the enemy of the American People!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) February 17, 2017
Donald Trump Mest lesið Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Erlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Innlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Fleiri fréttir Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Sjá meira