John McCain telur núverandi heimsmynd vera í hættu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 18. febrúar 2017 23:30 John McCain. Vísir/EPA John McCain, fyrrverandi forsetaframbjóðandi og núverandi öldungadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins, segir að stjórnmálamenn sem uppi voru eftir seinni heimsstyrjöldina, væru uggandi, væru þeir uppi nú og myndu líta yfir stöðu heimsmála. Þetta sagði McCain í ræðu á öryggisráðstefnunni í Munchen í gær, þar sem rúmlega 500 leiðtogar ríkja heimsins eru staddir um þessar mundir. Ljóst þykir að McCain hafi þar skotið föstum skotum á utanríkisstefnu Donalds Trumps, sem og forsetann sjálfan en Trump hefur með ýmsum hætti gefið það til kynna að hann sé ekki hliðhollur vestrænni samvinnu. Hann hefur til að mynda ítrekað sagt að sér finnist varnarbandalagið NATO vera úrelt fyrirbæri og þá hefur hann einnig varið Vladimír Pútín, Rússlandsforseta og sagt að hann sjái ekki mun á hegðun Rússa og Bandaríkjamanna. Þá hefur Trump einnig talað gegn Evrópusambandinu. Sjá einnig: Trump ver Pútín: „Heldur þú að landið okkar sé svona saklaust?“Með ræðu sinni vildi McCain koma þeim skilaboðum til skila að enn væru til þeir Bandaríkjamenn sem teldu það mikilvægt að standa vörð um vestræna samvinnu og hefðu skilning um þann gífurlega ávinning sem væri í hugmyndinni um hana. Hann þakkaði Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, sérstaklega fyrir framlag sitt til vestrænnar samvinnu. „Ekki allir Bandaríkjamenn skilja það gríðarlega mikilvæga hlutverk sem Þýskaland og leiðtogi þess, Angela Merkel, leika í vörninni um hugmyndina um vestrið, en til þeirra sem það gera, skila ég þökkum.“ „Kæru vinir, á þeim fjórum áratugum sem ég hef mætt á þessa ráðstefnu, man ég ekki eftir ári þar sem tilgangur hennar er nauðsynlegri heldur en nú en við verðum að spyrja okkur hvort að vestrið muni lifa af í núverandi mynd.“ „Á öllum öðrum árum, væri þessi spurning fáránleg og gæfi tilefni til gagnrýni, en ekki í ár. Í ár er hún grafalvarleg.“Of margt væri þeim kunnuglegt„Hvað myndu frumkvöðlar þessarar ráðstefnu segja ef þeir myndu sjá heiminn í dag? Ég held að of margt væri þeim kunnuglegt.“ „Þeir myndu vera uggandi yfir mörgu. Þeir væru uggandi yfir þeirri stefnu sem víkur frá áherslu á heiminn og leggur áherslu á aðskilnað. Þeir væru uggandi yfir hatrinu sem beinist gegn innflytjendum, flóttafólki og minnihlutahópum, sérstaklega múslímum. Þeir væru uggandi yfir vangetu okkar til þess að aðskilja sannleikann frá lygum og þeir væru uggandi yfir því að fleiri og fleiri daðri við einræði og telji siðferði slíkra stjórna standa jafnfætis okkar eigin siðferði.“ „Það sem myndi þó vekja þeim mestan ugg í brjósti er sú tilfinning að margir, meðal annars í mínu eigin landi, vilji gefast upp á vestrinu, að það sé slæmur samningur sem við værum betur komin án og að þrátt fyrir að við höfum getuna til að standa vörð um núverandi heimsmynd, er ekki víst að við höfum viljann til þess.“ Hægt er að sjá hluta úr ræðu John McCain hér að neðan. Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Erlent Fleiri fréttir Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Sjá meira
John McCain, fyrrverandi forsetaframbjóðandi og núverandi öldungadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins, segir að stjórnmálamenn sem uppi voru eftir seinni heimsstyrjöldina, væru uggandi, væru þeir uppi nú og myndu líta yfir stöðu heimsmála. Þetta sagði McCain í ræðu á öryggisráðstefnunni í Munchen í gær, þar sem rúmlega 500 leiðtogar ríkja heimsins eru staddir um þessar mundir. Ljóst þykir að McCain hafi þar skotið föstum skotum á utanríkisstefnu Donalds Trumps, sem og forsetann sjálfan en Trump hefur með ýmsum hætti gefið það til kynna að hann sé ekki hliðhollur vestrænni samvinnu. Hann hefur til að mynda ítrekað sagt að sér finnist varnarbandalagið NATO vera úrelt fyrirbæri og þá hefur hann einnig varið Vladimír Pútín, Rússlandsforseta og sagt að hann sjái ekki mun á hegðun Rússa og Bandaríkjamanna. Þá hefur Trump einnig talað gegn Evrópusambandinu. Sjá einnig: Trump ver Pútín: „Heldur þú að landið okkar sé svona saklaust?“Með ræðu sinni vildi McCain koma þeim skilaboðum til skila að enn væru til þeir Bandaríkjamenn sem teldu það mikilvægt að standa vörð um vestræna samvinnu og hefðu skilning um þann gífurlega ávinning sem væri í hugmyndinni um hana. Hann þakkaði Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, sérstaklega fyrir framlag sitt til vestrænnar samvinnu. „Ekki allir Bandaríkjamenn skilja það gríðarlega mikilvæga hlutverk sem Þýskaland og leiðtogi þess, Angela Merkel, leika í vörninni um hugmyndina um vestrið, en til þeirra sem það gera, skila ég þökkum.“ „Kæru vinir, á þeim fjórum áratugum sem ég hef mætt á þessa ráðstefnu, man ég ekki eftir ári þar sem tilgangur hennar er nauðsynlegri heldur en nú en við verðum að spyrja okkur hvort að vestrið muni lifa af í núverandi mynd.“ „Á öllum öðrum árum, væri þessi spurning fáránleg og gæfi tilefni til gagnrýni, en ekki í ár. Í ár er hún grafalvarleg.“Of margt væri þeim kunnuglegt„Hvað myndu frumkvöðlar þessarar ráðstefnu segja ef þeir myndu sjá heiminn í dag? Ég held að of margt væri þeim kunnuglegt.“ „Þeir myndu vera uggandi yfir mörgu. Þeir væru uggandi yfir þeirri stefnu sem víkur frá áherslu á heiminn og leggur áherslu á aðskilnað. Þeir væru uggandi yfir hatrinu sem beinist gegn innflytjendum, flóttafólki og minnihlutahópum, sérstaklega múslímum. Þeir væru uggandi yfir vangetu okkar til þess að aðskilja sannleikann frá lygum og þeir væru uggandi yfir því að fleiri og fleiri daðri við einræði og telji siðferði slíkra stjórna standa jafnfætis okkar eigin siðferði.“ „Það sem myndi þó vekja þeim mestan ugg í brjósti er sú tilfinning að margir, meðal annars í mínu eigin landi, vilji gefast upp á vestrinu, að það sé slæmur samningur sem við værum betur komin án og að þrátt fyrir að við höfum getuna til að standa vörð um núverandi heimsmynd, er ekki víst að við höfum viljann til þess.“ Hægt er að sjá hluta úr ræðu John McCain hér að neðan.
Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Erlent Fleiri fréttir Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Sjá meira