Stingum stimplunum í skúffuna og iðkum mannréttindi Ellen Calmon skrifar 1. febrúar 2017 07:00 Margir virðast hafa meðfædda löngun til að merkja allt og alla. Oft er þetta gert óviljandi, merkimiði sem verður til á sekúndubroti og stimpillinn er mundaður um leið. Í öðrum tilvikum er um úthugsaða og jafnvel kerfisbundna stimpilstefnu að ræða. Fólk er fljótt að ákveða hvaða eiginleika næsti maður hafi út frá útliti, framkomu eða bakgrunni. Gleggsta dæmið um kerfisbundna stimpilstefnu nú um stundir er tilskipun nýs Bandaríkjaforseta um bann við komu fólks til Bandaríkjanna frá sjö sjálfstæðum ríkjum. Með þessari aðgerð er fólk frá þessum löndum stimplað. Það er flokkað með grunuðum vígamönnum á grundvelli þjóðernis og trúar. Stefnan er skýrð þannig að gripið sé til hennar til að vernda fólk. Í nærsamfélagi okkar er stimplun einnig beitt en dæmin segja að það sé gert af góðvild. Fyrir skömmu var um slíkt dæmi að ræða, pelsagjöf til fátæks fólks. Umræðan um merktu pelsana fjallaði mest um stimplunina. En mig langar til að beina umræðunni að fátæktinni, hún er ekki náttúrulögmál. Verði fátækt upprætt mun samfélagið verða betra og auðugra. Að gefa pelsa eða mat upprætir ekki vandamálið. Heldur er það neyðarráðstöfun vegna stöðunnar eins og hún er, plástur, sem virkar í raun eins og stimpill. Velferðarkerfið verður að vera nægilega öflugt til að uppræta fátækt. Annars vegar þarf að styðja fólk til sjálfshjálpar og hins vegar með beinum fjármunagreiðslum. Of margir telja að greiðslur verði að vera lágar til þess að fólk komi sér út úr fátækt, að með fátæktarpíningu vaxi fólki ásmegin. Sannleikurinn er hins vegar sá að lágar greiðslur koma fólki lengra út á jaðarinn og skapa kvíða. Með aukinni fátækt eykst sjálfsmorðstíðni á meðal fátæks fólks. Við hljótum öll að vilja samfélag þar sem allir eiga möguleika óháð uppruna, trú, móðurmáli, fötlun, kynferði, kynhneigð og efnahag svo eitthvað sé nefnt. Merkimiðar og stimplun, óviljandi eða ekki, viðhalda fordómum og stuðla að sundrung. Við skulum ekki vera þar! Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Margir virðast hafa meðfædda löngun til að merkja allt og alla. Oft er þetta gert óviljandi, merkimiði sem verður til á sekúndubroti og stimpillinn er mundaður um leið. Í öðrum tilvikum er um úthugsaða og jafnvel kerfisbundna stimpilstefnu að ræða. Fólk er fljótt að ákveða hvaða eiginleika næsti maður hafi út frá útliti, framkomu eða bakgrunni. Gleggsta dæmið um kerfisbundna stimpilstefnu nú um stundir er tilskipun nýs Bandaríkjaforseta um bann við komu fólks til Bandaríkjanna frá sjö sjálfstæðum ríkjum. Með þessari aðgerð er fólk frá þessum löndum stimplað. Það er flokkað með grunuðum vígamönnum á grundvelli þjóðernis og trúar. Stefnan er skýrð þannig að gripið sé til hennar til að vernda fólk. Í nærsamfélagi okkar er stimplun einnig beitt en dæmin segja að það sé gert af góðvild. Fyrir skömmu var um slíkt dæmi að ræða, pelsagjöf til fátæks fólks. Umræðan um merktu pelsana fjallaði mest um stimplunina. En mig langar til að beina umræðunni að fátæktinni, hún er ekki náttúrulögmál. Verði fátækt upprætt mun samfélagið verða betra og auðugra. Að gefa pelsa eða mat upprætir ekki vandamálið. Heldur er það neyðarráðstöfun vegna stöðunnar eins og hún er, plástur, sem virkar í raun eins og stimpill. Velferðarkerfið verður að vera nægilega öflugt til að uppræta fátækt. Annars vegar þarf að styðja fólk til sjálfshjálpar og hins vegar með beinum fjármunagreiðslum. Of margir telja að greiðslur verði að vera lágar til þess að fólk komi sér út úr fátækt, að með fátæktarpíningu vaxi fólki ásmegin. Sannleikurinn er hins vegar sá að lágar greiðslur koma fólki lengra út á jaðarinn og skapa kvíða. Með aukinni fátækt eykst sjálfsmorðstíðni á meðal fátæks fólks. Við hljótum öll að vilja samfélag þar sem allir eiga möguleika óháð uppruna, trú, móðurmáli, fötlun, kynferði, kynhneigð og efnahag svo eitthvað sé nefnt. Merkimiðar og stimplun, óviljandi eða ekki, viðhalda fordómum og stuðla að sundrung. Við skulum ekki vera þar! Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun