Trump sakar Demókrata um að flækjast fyrir sér Guðsteinn Bjarnason skrifar 1. febrúar 2017 07:00 Donald Trump á fundi með fulltrúum lyfja- og líftæknifyrirtækja í Washington í gær. Nordicphotos/AFP Donald Trump bíður þess nú með mikilli óþreyju að öldungadeild Bandaríkjanna samþykki Jeff Sessions í embætti dómsmálaráðherra nýrrar ríkisstjórnar sinnar. Trump rak í gær Sally Yates, starfandi dómsmálaráðherra, en hún hafði sagt að ráðuneytið myndi ekki verja nein dómsmál gegn hinu umdeilda banni við því að fólk komi til Bandaríkjanna frá Sýrlandi, Íran og nokkrum öðrum múslimaríkjum. Yates var aðstoðardómsmálaráðherra í stjórn Baracks Obama og var fengin til að stýra ráðuneytinu til bráðabirgða þangað til nýr ráðherra kæmi. Í staðinn fyrir hana var Dana Boente fenginn til þess að stýra ráðuneytinu þangað til Sessions tekur við, en Sessions er skoðanabróðir Trumps í innflytjendamálum. Trump segir að Demókratar tefji vísvitandi fyrir því að deildin samþykki Sessions í embættið, og sama megi raunar segja um aðra einstaklinga sem Trump vill hafa með sér í ríkisstjórn. „Demókratarnir eru að tefja fyrir ráðherravali mínu af pólitískum ástæðum eingöngu,“ skrifar hann á Twitter-síðu sína. „Þeir ættu að skammast sín. Engin furða að ekkert virki hér í Washington.“ Í gær bættu Demókratar svo um betur með því að mæta ekki til atkvæðagreiðslu á nefndarfundum um tvo aðra menn sem Trump vill gera að ráðherrum, en það eru þeir Steve Mnuchin sem á að verða fjármálaráðherra og Tom Price sem á að verða heilbrigðisráðherra. Með fjarveru sinni tefja Demókratar enn fyrir staðfestingarferlinu. Trump skýrði síðan frá því á mánudag að hann væri búinn að velja hvern hann vilji gera að hæstaréttardómara í staðinn fyrir Antonin Scalia, sem lést fyrir tæpu ári. Trump ætlaði að tilkynna um niðurstöðu sína í gærkvöld, en það átti að gerast eftir að Fréttablaðið fór í prentun. Öldungadeild þingsins þarf að staðfesta þá tilnefningu, rétt eins og tilnefningar í ráðherraembætti, en dregist hefur í tæpt ár að velja eftirmann Scalia í réttinn vegna þess að Repúblikanar vildu ekki láta Barack Obama ráða valinu. Á mánudaginn gerði Trump sér einnig lítið fyrir og fékk helsta ráðgjafa sínum, Steve Bannon, sæti í þjóðaröryggisráði Bandaríkjanna. Þessi ráðstöfun hefur sætt harðri gagnrýni, enda er Bannon ekki síður umdeildur en Trump. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Skipverji brotnaði og móttöku frestað Innlent Fleiri fréttir Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Sjá meira
Donald Trump bíður þess nú með mikilli óþreyju að öldungadeild Bandaríkjanna samþykki Jeff Sessions í embætti dómsmálaráðherra nýrrar ríkisstjórnar sinnar. Trump rak í gær Sally Yates, starfandi dómsmálaráðherra, en hún hafði sagt að ráðuneytið myndi ekki verja nein dómsmál gegn hinu umdeilda banni við því að fólk komi til Bandaríkjanna frá Sýrlandi, Íran og nokkrum öðrum múslimaríkjum. Yates var aðstoðardómsmálaráðherra í stjórn Baracks Obama og var fengin til að stýra ráðuneytinu til bráðabirgða þangað til nýr ráðherra kæmi. Í staðinn fyrir hana var Dana Boente fenginn til þess að stýra ráðuneytinu þangað til Sessions tekur við, en Sessions er skoðanabróðir Trumps í innflytjendamálum. Trump segir að Demókratar tefji vísvitandi fyrir því að deildin samþykki Sessions í embættið, og sama megi raunar segja um aðra einstaklinga sem Trump vill hafa með sér í ríkisstjórn. „Demókratarnir eru að tefja fyrir ráðherravali mínu af pólitískum ástæðum eingöngu,“ skrifar hann á Twitter-síðu sína. „Þeir ættu að skammast sín. Engin furða að ekkert virki hér í Washington.“ Í gær bættu Demókratar svo um betur með því að mæta ekki til atkvæðagreiðslu á nefndarfundum um tvo aðra menn sem Trump vill gera að ráðherrum, en það eru þeir Steve Mnuchin sem á að verða fjármálaráðherra og Tom Price sem á að verða heilbrigðisráðherra. Með fjarveru sinni tefja Demókratar enn fyrir staðfestingarferlinu. Trump skýrði síðan frá því á mánudag að hann væri búinn að velja hvern hann vilji gera að hæstaréttardómara í staðinn fyrir Antonin Scalia, sem lést fyrir tæpu ári. Trump ætlaði að tilkynna um niðurstöðu sína í gærkvöld, en það átti að gerast eftir að Fréttablaðið fór í prentun. Öldungadeild þingsins þarf að staðfesta þá tilnefningu, rétt eins og tilnefningar í ráðherraembætti, en dregist hefur í tæpt ár að velja eftirmann Scalia í réttinn vegna þess að Repúblikanar vildu ekki láta Barack Obama ráða valinu. Á mánudaginn gerði Trump sér einnig lítið fyrir og fékk helsta ráðgjafa sínum, Steve Bannon, sæti í þjóðaröryggisráði Bandaríkjanna. Þessi ráðstöfun hefur sætt harðri gagnrýni, enda er Bannon ekki síður umdeildur en Trump. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Skipverji brotnaði og móttöku frestað Innlent Fleiri fréttir Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Sjá meira