Skúli vill ekki tjá sig um stöðu Icelandair: „Útlitið er mjög gott“ Haraldur Guðmundsson skrifar 2. febrúar 2017 10:17 Skúli Mogensen, forstjóri og eigandi WOW air Vísir/Vilhelm Skúli Mogensen, forstjóri og eigandi WOW air, vill ekki tjá sig um stöðu Icelandair og þær fréttir sem birtust í svartri afkomuviðvörun flugfélagsins í gær. Forstjóri WOW air segir ljóst að samkeppnin í flugi til og frá Íslandi muni aukast og harðna en í tilkynningu Icelandair kom fram að bókunum hefði fækkað og fyrirtækið þurfi að hagræða. „Við vorum að auka okkar framboð á sætum um tæp 80 prósent í ár og útlitið er mjög gott. Það er hins vegar alveg ljóst að samkeppnin í flugi bæði til og frá Íslandi, og ekki síst flugið yfir hafið, mun bara aukast og harðna og fargjöldin munu halda áfram að lækka og mun meira en áður hefur sést,“ segir Skúli Mogensen í samtali við Vísi. Flugfélagið Air Canada tilkynnti í gær að það ætli að hefja áætlunarflug til Íslands í sumar og líkt og kom fram í forsíðufrétt Fréttablaðsins í dag munu hátt í 30 flugfélög fljúga hingað til lands næsta sumar. Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, sagði þar að meðalverð flugmiða, sérstaklega á Atlantshafsleiðinni, hafi farið lækkandi. Hærra olíuverð og sterkt gengi krónunnar hefðu einnig áhrif. „Það er eðlilegt að markaðir bregðist við svona neikvæðum fréttum,“ sagði Björgólfur en gengi bréfa Icelandair Group í Kauphöll Íslands stendur í 16,1 krónu á hlut þegar þessi frétt er skrifuð. Virði bréfanna hefur því fallið um 27 prósent síðan markaðir opnuðu í gærmorgun. WOW Air Tengdar fréttir Air Canada flýgur til Íslands í sumar Kanadíska flugfélagið Air Canada tilkynnti í dag að það myndi hefja flugferðir til Íslands í sumar frá Toronto og Montreal. 1. febrúar 2017 13:45 „Tilkynning Icelandair var rýr og gaf markaðnum enga hjálp“ Hagfræðideild Landsbankans og IFS greining lækkuðu í gær verðmat sitt á Icelandair í kjölfar svartrar afkomuviðvörunar flugfélagsins. 2. febrúar 2017 09:35 Horfðu á 27 milljarða gufa upp Svört afkomuviðvörun olli því að bréf Icelandair lækkuðu um 24 prósent. "Samkeppnin haft meiri áhrif á félagið en búist var við,“ segir sérfræðingur. Hlutur Lífeyrissjóðs verslunarmanna lækkað um 17 milljarða. 2. febrúar 2017 07:00 Hlutabréf Icelandair hríðfalla eftir svarta afkomuviðvörun Hlutabréf í Icelandair Group hafa fallið í verði um 24 prósent frá opnun markaða í morgun. Lækkunina má rekja til svartrar afkomuviðvörunar sem fyrirtækið sendi Kauphöll Íslands í morgun. 1. febrúar 2017 10:09 Hundruð þúsunda leita að beinu flugi frá Asíu til Íslands Áhugi ferðamanna í Asíu á ferðum til Íslands kemur glöggt í ljós í gagnabanka ferðabókunarrisans SkyScanner. 1. febrúar 2017 07:00 Mest lesið Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Viðskipti erlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Það besta og skrýtnasta í dýrasta auglýsingaplássi veraldar Viðskipti innlent Björn Brynjúlfur selur Moodup Viðskipti innlent Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Viðskipti innlent Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Viðskipti erlent Katrín Ýr frá JBT Marel til Heilsu Viðskipti innlent Að hringja sig inn veik á mánudögum Atvinnulíf Bein útsending: Menntadagur atvinnulífsins Viðskipti innlent Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Arion banki og Alda hljóta Menntaverðlaun atvinnulífsins Björn Brynjúlfur selur Moodup Katrín Ýr frá JBT Marel til Heilsu Bein útsending: Menntadagur atvinnulífsins Það besta og skrýtnasta í dýrasta auglýsingaplássi veraldar Tólf hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2025 Bein útsending: Stjórnendaverðlaun Stjórnvísi afhent Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Lokatilraun til að bjarga loðnuvertíð Varar við glötuðum tækifærum í kringum almyrkvann á næsta ári Þau hlutu UT-verðlaunin í ár Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Sjá meira
Skúli Mogensen, forstjóri og eigandi WOW air, vill ekki tjá sig um stöðu Icelandair og þær fréttir sem birtust í svartri afkomuviðvörun flugfélagsins í gær. Forstjóri WOW air segir ljóst að samkeppnin í flugi til og frá Íslandi muni aukast og harðna en í tilkynningu Icelandair kom fram að bókunum hefði fækkað og fyrirtækið þurfi að hagræða. „Við vorum að auka okkar framboð á sætum um tæp 80 prósent í ár og útlitið er mjög gott. Það er hins vegar alveg ljóst að samkeppnin í flugi bæði til og frá Íslandi, og ekki síst flugið yfir hafið, mun bara aukast og harðna og fargjöldin munu halda áfram að lækka og mun meira en áður hefur sést,“ segir Skúli Mogensen í samtali við Vísi. Flugfélagið Air Canada tilkynnti í gær að það ætli að hefja áætlunarflug til Íslands í sumar og líkt og kom fram í forsíðufrétt Fréttablaðsins í dag munu hátt í 30 flugfélög fljúga hingað til lands næsta sumar. Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, sagði þar að meðalverð flugmiða, sérstaklega á Atlantshafsleiðinni, hafi farið lækkandi. Hærra olíuverð og sterkt gengi krónunnar hefðu einnig áhrif. „Það er eðlilegt að markaðir bregðist við svona neikvæðum fréttum,“ sagði Björgólfur en gengi bréfa Icelandair Group í Kauphöll Íslands stendur í 16,1 krónu á hlut þegar þessi frétt er skrifuð. Virði bréfanna hefur því fallið um 27 prósent síðan markaðir opnuðu í gærmorgun.
WOW Air Tengdar fréttir Air Canada flýgur til Íslands í sumar Kanadíska flugfélagið Air Canada tilkynnti í dag að það myndi hefja flugferðir til Íslands í sumar frá Toronto og Montreal. 1. febrúar 2017 13:45 „Tilkynning Icelandair var rýr og gaf markaðnum enga hjálp“ Hagfræðideild Landsbankans og IFS greining lækkuðu í gær verðmat sitt á Icelandair í kjölfar svartrar afkomuviðvörunar flugfélagsins. 2. febrúar 2017 09:35 Horfðu á 27 milljarða gufa upp Svört afkomuviðvörun olli því að bréf Icelandair lækkuðu um 24 prósent. "Samkeppnin haft meiri áhrif á félagið en búist var við,“ segir sérfræðingur. Hlutur Lífeyrissjóðs verslunarmanna lækkað um 17 milljarða. 2. febrúar 2017 07:00 Hlutabréf Icelandair hríðfalla eftir svarta afkomuviðvörun Hlutabréf í Icelandair Group hafa fallið í verði um 24 prósent frá opnun markaða í morgun. Lækkunina má rekja til svartrar afkomuviðvörunar sem fyrirtækið sendi Kauphöll Íslands í morgun. 1. febrúar 2017 10:09 Hundruð þúsunda leita að beinu flugi frá Asíu til Íslands Áhugi ferðamanna í Asíu á ferðum til Íslands kemur glöggt í ljós í gagnabanka ferðabókunarrisans SkyScanner. 1. febrúar 2017 07:00 Mest lesið Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Viðskipti erlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Það besta og skrýtnasta í dýrasta auglýsingaplássi veraldar Viðskipti innlent Björn Brynjúlfur selur Moodup Viðskipti innlent Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Viðskipti innlent Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Viðskipti erlent Katrín Ýr frá JBT Marel til Heilsu Viðskipti innlent Að hringja sig inn veik á mánudögum Atvinnulíf Bein útsending: Menntadagur atvinnulífsins Viðskipti innlent Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Arion banki og Alda hljóta Menntaverðlaun atvinnulífsins Björn Brynjúlfur selur Moodup Katrín Ýr frá JBT Marel til Heilsu Bein útsending: Menntadagur atvinnulífsins Það besta og skrýtnasta í dýrasta auglýsingaplássi veraldar Tólf hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2025 Bein útsending: Stjórnendaverðlaun Stjórnvísi afhent Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Lokatilraun til að bjarga loðnuvertíð Varar við glötuðum tækifærum í kringum almyrkvann á næsta ári Þau hlutu UT-verðlaunin í ár Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Sjá meira
Air Canada flýgur til Íslands í sumar Kanadíska flugfélagið Air Canada tilkynnti í dag að það myndi hefja flugferðir til Íslands í sumar frá Toronto og Montreal. 1. febrúar 2017 13:45
„Tilkynning Icelandair var rýr og gaf markaðnum enga hjálp“ Hagfræðideild Landsbankans og IFS greining lækkuðu í gær verðmat sitt á Icelandair í kjölfar svartrar afkomuviðvörunar flugfélagsins. 2. febrúar 2017 09:35
Horfðu á 27 milljarða gufa upp Svört afkomuviðvörun olli því að bréf Icelandair lækkuðu um 24 prósent. "Samkeppnin haft meiri áhrif á félagið en búist var við,“ segir sérfræðingur. Hlutur Lífeyrissjóðs verslunarmanna lækkað um 17 milljarða. 2. febrúar 2017 07:00
Hlutabréf Icelandair hríðfalla eftir svarta afkomuviðvörun Hlutabréf í Icelandair Group hafa fallið í verði um 24 prósent frá opnun markaða í morgun. Lækkunina má rekja til svartrar afkomuviðvörunar sem fyrirtækið sendi Kauphöll Íslands í morgun. 1. febrúar 2017 10:09
Hundruð þúsunda leita að beinu flugi frá Asíu til Íslands Áhugi ferðamanna í Asíu á ferðum til Íslands kemur glöggt í ljós í gagnabanka ferðabókunarrisans SkyScanner. 1. febrúar 2017 07:00