Skúli vill ekki tjá sig um stöðu Icelandair: „Útlitið er mjög gott“ Haraldur Guðmundsson skrifar 2. febrúar 2017 10:17 Skúli Mogensen, forstjóri og eigandi WOW air Vísir/Vilhelm Skúli Mogensen, forstjóri og eigandi WOW air, vill ekki tjá sig um stöðu Icelandair og þær fréttir sem birtust í svartri afkomuviðvörun flugfélagsins í gær. Forstjóri WOW air segir ljóst að samkeppnin í flugi til og frá Íslandi muni aukast og harðna en í tilkynningu Icelandair kom fram að bókunum hefði fækkað og fyrirtækið þurfi að hagræða. „Við vorum að auka okkar framboð á sætum um tæp 80 prósent í ár og útlitið er mjög gott. Það er hins vegar alveg ljóst að samkeppnin í flugi bæði til og frá Íslandi, og ekki síst flugið yfir hafið, mun bara aukast og harðna og fargjöldin munu halda áfram að lækka og mun meira en áður hefur sést,“ segir Skúli Mogensen í samtali við Vísi. Flugfélagið Air Canada tilkynnti í gær að það ætli að hefja áætlunarflug til Íslands í sumar og líkt og kom fram í forsíðufrétt Fréttablaðsins í dag munu hátt í 30 flugfélög fljúga hingað til lands næsta sumar. Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, sagði þar að meðalverð flugmiða, sérstaklega á Atlantshafsleiðinni, hafi farið lækkandi. Hærra olíuverð og sterkt gengi krónunnar hefðu einnig áhrif. „Það er eðlilegt að markaðir bregðist við svona neikvæðum fréttum,“ sagði Björgólfur en gengi bréfa Icelandair Group í Kauphöll Íslands stendur í 16,1 krónu á hlut þegar þessi frétt er skrifuð. Virði bréfanna hefur því fallið um 27 prósent síðan markaðir opnuðu í gærmorgun. WOW Air Tengdar fréttir Air Canada flýgur til Íslands í sumar Kanadíska flugfélagið Air Canada tilkynnti í dag að það myndi hefja flugferðir til Íslands í sumar frá Toronto og Montreal. 1. febrúar 2017 13:45 „Tilkynning Icelandair var rýr og gaf markaðnum enga hjálp“ Hagfræðideild Landsbankans og IFS greining lækkuðu í gær verðmat sitt á Icelandair í kjölfar svartrar afkomuviðvörunar flugfélagsins. 2. febrúar 2017 09:35 Horfðu á 27 milljarða gufa upp Svört afkomuviðvörun olli því að bréf Icelandair lækkuðu um 24 prósent. "Samkeppnin haft meiri áhrif á félagið en búist var við,“ segir sérfræðingur. Hlutur Lífeyrissjóðs verslunarmanna lækkað um 17 milljarða. 2. febrúar 2017 07:00 Hlutabréf Icelandair hríðfalla eftir svarta afkomuviðvörun Hlutabréf í Icelandair Group hafa fallið í verði um 24 prósent frá opnun markaða í morgun. Lækkunina má rekja til svartrar afkomuviðvörunar sem fyrirtækið sendi Kauphöll Íslands í morgun. 1. febrúar 2017 10:09 Hundruð þúsunda leita að beinu flugi frá Asíu til Íslands Áhugi ferðamanna í Asíu á ferðum til Íslands kemur glöggt í ljós í gagnabanka ferðabókunarrisans SkyScanner. 1. febrúar 2017 07:00 Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Sjá meira
Skúli Mogensen, forstjóri og eigandi WOW air, vill ekki tjá sig um stöðu Icelandair og þær fréttir sem birtust í svartri afkomuviðvörun flugfélagsins í gær. Forstjóri WOW air segir ljóst að samkeppnin í flugi til og frá Íslandi muni aukast og harðna en í tilkynningu Icelandair kom fram að bókunum hefði fækkað og fyrirtækið þurfi að hagræða. „Við vorum að auka okkar framboð á sætum um tæp 80 prósent í ár og útlitið er mjög gott. Það er hins vegar alveg ljóst að samkeppnin í flugi bæði til og frá Íslandi, og ekki síst flugið yfir hafið, mun bara aukast og harðna og fargjöldin munu halda áfram að lækka og mun meira en áður hefur sést,“ segir Skúli Mogensen í samtali við Vísi. Flugfélagið Air Canada tilkynnti í gær að það ætli að hefja áætlunarflug til Íslands í sumar og líkt og kom fram í forsíðufrétt Fréttablaðsins í dag munu hátt í 30 flugfélög fljúga hingað til lands næsta sumar. Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, sagði þar að meðalverð flugmiða, sérstaklega á Atlantshafsleiðinni, hafi farið lækkandi. Hærra olíuverð og sterkt gengi krónunnar hefðu einnig áhrif. „Það er eðlilegt að markaðir bregðist við svona neikvæðum fréttum,“ sagði Björgólfur en gengi bréfa Icelandair Group í Kauphöll Íslands stendur í 16,1 krónu á hlut þegar þessi frétt er skrifuð. Virði bréfanna hefur því fallið um 27 prósent síðan markaðir opnuðu í gærmorgun.
WOW Air Tengdar fréttir Air Canada flýgur til Íslands í sumar Kanadíska flugfélagið Air Canada tilkynnti í dag að það myndi hefja flugferðir til Íslands í sumar frá Toronto og Montreal. 1. febrúar 2017 13:45 „Tilkynning Icelandair var rýr og gaf markaðnum enga hjálp“ Hagfræðideild Landsbankans og IFS greining lækkuðu í gær verðmat sitt á Icelandair í kjölfar svartrar afkomuviðvörunar flugfélagsins. 2. febrúar 2017 09:35 Horfðu á 27 milljarða gufa upp Svört afkomuviðvörun olli því að bréf Icelandair lækkuðu um 24 prósent. "Samkeppnin haft meiri áhrif á félagið en búist var við,“ segir sérfræðingur. Hlutur Lífeyrissjóðs verslunarmanna lækkað um 17 milljarða. 2. febrúar 2017 07:00 Hlutabréf Icelandair hríðfalla eftir svarta afkomuviðvörun Hlutabréf í Icelandair Group hafa fallið í verði um 24 prósent frá opnun markaða í morgun. Lækkunina má rekja til svartrar afkomuviðvörunar sem fyrirtækið sendi Kauphöll Íslands í morgun. 1. febrúar 2017 10:09 Hundruð þúsunda leita að beinu flugi frá Asíu til Íslands Áhugi ferðamanna í Asíu á ferðum til Íslands kemur glöggt í ljós í gagnabanka ferðabókunarrisans SkyScanner. 1. febrúar 2017 07:00 Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Sjá meira
Air Canada flýgur til Íslands í sumar Kanadíska flugfélagið Air Canada tilkynnti í dag að það myndi hefja flugferðir til Íslands í sumar frá Toronto og Montreal. 1. febrúar 2017 13:45
„Tilkynning Icelandair var rýr og gaf markaðnum enga hjálp“ Hagfræðideild Landsbankans og IFS greining lækkuðu í gær verðmat sitt á Icelandair í kjölfar svartrar afkomuviðvörunar flugfélagsins. 2. febrúar 2017 09:35
Horfðu á 27 milljarða gufa upp Svört afkomuviðvörun olli því að bréf Icelandair lækkuðu um 24 prósent. "Samkeppnin haft meiri áhrif á félagið en búist var við,“ segir sérfræðingur. Hlutur Lífeyrissjóðs verslunarmanna lækkað um 17 milljarða. 2. febrúar 2017 07:00
Hlutabréf Icelandair hríðfalla eftir svarta afkomuviðvörun Hlutabréf í Icelandair Group hafa fallið í verði um 24 prósent frá opnun markaða í morgun. Lækkunina má rekja til svartrar afkomuviðvörunar sem fyrirtækið sendi Kauphöll Íslands í morgun. 1. febrúar 2017 10:09
Hundruð þúsunda leita að beinu flugi frá Asíu til Íslands Áhugi ferðamanna í Asíu á ferðum til Íslands kemur glöggt í ljós í gagnabanka ferðabókunarrisans SkyScanner. 1. febrúar 2017 07:00