Breytingar á Pepsi-mörkunum: Nýjar áherslur, nýir menn og nýr auka þáttur Tómas Þór Þórðarson skrifar 3. febrúar 2017 09:45 Logi Ólafsson, Óskar Hrafn Þorvaldsson, Hjörvar Hafliðason og Hörður Magnússon verða fastagestir á skjánum í Pepsi-mörkunum í sumar. vísir/eyþór Pepsi-mörkin hefja sitt tíunda starfsár þegar Pepsi-deild karla fer af stað í lok apríl en þátturinn hefur verið á dagskrá í núverandi formi síðan sumarið 2008. Eins og alltaf verða öll mörkin og öll atvik hverrar umferðar sýnd en í ár verða ákveðnar áherslubreytingar á þættinum og nýr þáttur kynntur til sögunnar. Þátturinn verður eins og alltaf á dagskrá eftir að síðasta leik hverrar umferðar lýkur en um 70 leikir verða sýndir beint á Stöð 2 Sport í sumar.FH-ingar eru ríkjandi Íslandsmeistarar.Vísir/Þórdís IngaÓskar Hrafn snýr afturHörður Magnússon stýrir áfram Pepsi-mörkunum eins og hann hefur gert undanfarin sex ár. Sérfræðingar ársins verða Hjörvar Hafliðason, Logi Ólafsson og Óskar Hrafn Þorvaldsson.Hjörvar Hafliðason hefur verið stór hluti af Pepsi-mörkunum síðan 2011 og verið leiðandi í fótboltaumfjöllun í sjónvarpi frá því hann skaust fram á sjónarsviðið árið 2009. Hann spilaði með KR, Val og Breiðabliki á sínum leikmannaferli.Logi Ólafsson kom inn í Pepsi-mörkin í fyrra og vakti mikla lukku en hann á glæstan þjálfaraferil að baki. Hann gerði bæði Víking og ÍA að Íslandsmeisturum auk þess sem hann hefur þjálfað bæði kvenna- og karlalandslið Íslands.Óskar Hrafn Þorvaldsson er fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmaður í fótbolta sem hefur um langa hríð starfað sem blaðamaður og fréttastjóri. Hann snýr nú aftur í umfjöllun um íslenska boltann eftir nokkurra ára hlé.Hvað gera KR-ingar og Eyjamenn í sumar?Vísir/VilhelmStytting og nýr þáttur Pepsi-mörkin hafa undanfarin ár verið 100 mínútur að lengd en verða í ár 80 mínútur án auglýsingahlés. Umræðan og umfjöllunin verður snarpari og skarpari en farið verður faglega yfir alla leiki eins og alltaf og ekkert dregið undan. Fleiri verðlaunaflokkar verða í hverjum þætti en auk þess að veita verðlaun fyrir besta leikmann umferðarinnar verður einnig valið lið umferðarinnar svo dæmi sé tekið. Mörk mánaðarins verða valin í samstarfi við Vísi sem og leikmaður mánaðarins. Þrátt fyrir styttingu á Pepsi-mörkunum sjálfum verða þeir sem vilja sínar 100 mínútur af umfjöllun um Pepsi-deildina ekki sviknir því nýr þáttur tengdur Pepsi-mörkunum hefur göngu sína í sumar. Nýi þátturinn verður 20 mínútur og hefst beint á eftir Pepsi-mörkunum. Íþróttafréttamaðurinn Tómas Þór Þórðarson verður fastagestur í þættinum þar sem farið verður farið enn frekar yfir hverja umferð og kafað dýpra ofan í málin. Sá þáttur verður líka á léttu nótunum og umræðan á samfélagsmiðlun mikið skoðuð og notuð. Leikmenn og þjálfarar í deildinni auk dómara og fleiri sem tengjast boltanum verða fengnir sem gestir í þennan nýja þátt til að stækka umræðuna og skoða deildina fá fleiri vinklum.Dagskráin á venjulegu Pepsi-deildar kvöldi Stöð 2 Sport HD:19.40 Upphitun fyrir sjónvarpsleik20.00 Sjónvarpsleikurinn22.00 Pepsi-mörkin23.20 Auglýsingar23.25 Nýi 20 mínútna þátturinn23.45 Dagskrá lokið Pepsi Max-deild karla Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Fótbolti Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Golf Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Sjá meira
Pepsi-mörkin hefja sitt tíunda starfsár þegar Pepsi-deild karla fer af stað í lok apríl en þátturinn hefur verið á dagskrá í núverandi formi síðan sumarið 2008. Eins og alltaf verða öll mörkin og öll atvik hverrar umferðar sýnd en í ár verða ákveðnar áherslubreytingar á þættinum og nýr þáttur kynntur til sögunnar. Þátturinn verður eins og alltaf á dagskrá eftir að síðasta leik hverrar umferðar lýkur en um 70 leikir verða sýndir beint á Stöð 2 Sport í sumar.FH-ingar eru ríkjandi Íslandsmeistarar.Vísir/Þórdís IngaÓskar Hrafn snýr afturHörður Magnússon stýrir áfram Pepsi-mörkunum eins og hann hefur gert undanfarin sex ár. Sérfræðingar ársins verða Hjörvar Hafliðason, Logi Ólafsson og Óskar Hrafn Þorvaldsson.Hjörvar Hafliðason hefur verið stór hluti af Pepsi-mörkunum síðan 2011 og verið leiðandi í fótboltaumfjöllun í sjónvarpi frá því hann skaust fram á sjónarsviðið árið 2009. Hann spilaði með KR, Val og Breiðabliki á sínum leikmannaferli.Logi Ólafsson kom inn í Pepsi-mörkin í fyrra og vakti mikla lukku en hann á glæstan þjálfaraferil að baki. Hann gerði bæði Víking og ÍA að Íslandsmeisturum auk þess sem hann hefur þjálfað bæði kvenna- og karlalandslið Íslands.Óskar Hrafn Þorvaldsson er fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmaður í fótbolta sem hefur um langa hríð starfað sem blaðamaður og fréttastjóri. Hann snýr nú aftur í umfjöllun um íslenska boltann eftir nokkurra ára hlé.Hvað gera KR-ingar og Eyjamenn í sumar?Vísir/VilhelmStytting og nýr þáttur Pepsi-mörkin hafa undanfarin ár verið 100 mínútur að lengd en verða í ár 80 mínútur án auglýsingahlés. Umræðan og umfjöllunin verður snarpari og skarpari en farið verður faglega yfir alla leiki eins og alltaf og ekkert dregið undan. Fleiri verðlaunaflokkar verða í hverjum þætti en auk þess að veita verðlaun fyrir besta leikmann umferðarinnar verður einnig valið lið umferðarinnar svo dæmi sé tekið. Mörk mánaðarins verða valin í samstarfi við Vísi sem og leikmaður mánaðarins. Þrátt fyrir styttingu á Pepsi-mörkunum sjálfum verða þeir sem vilja sínar 100 mínútur af umfjöllun um Pepsi-deildina ekki sviknir því nýr þáttur tengdur Pepsi-mörkunum hefur göngu sína í sumar. Nýi þátturinn verður 20 mínútur og hefst beint á eftir Pepsi-mörkunum. Íþróttafréttamaðurinn Tómas Þór Þórðarson verður fastagestur í þættinum þar sem farið verður farið enn frekar yfir hverja umferð og kafað dýpra ofan í málin. Sá þáttur verður líka á léttu nótunum og umræðan á samfélagsmiðlun mikið skoðuð og notuð. Leikmenn og þjálfarar í deildinni auk dómara og fleiri sem tengjast boltanum verða fengnir sem gestir í þennan nýja þátt til að stækka umræðuna og skoða deildina fá fleiri vinklum.Dagskráin á venjulegu Pepsi-deildar kvöldi Stöð 2 Sport HD:19.40 Upphitun fyrir sjónvarpsleik20.00 Sjónvarpsleikurinn22.00 Pepsi-mörkin23.20 Auglýsingar23.25 Nýi 20 mínútna þátturinn23.45 Dagskrá lokið
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Fótbolti Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Golf Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn