„Sjaldnast til þess fallið að stuðla að lausnum þegar tekist er á um málið fyrir opnum tjöldum“ Birgir Olgeirsson skrifar 3. febrúar 2017 16:34 Bryndís Hlöðversdóttir mun lögum samkvæmt boða þau Heiðrúnu Lind Marteinsdóttur og Valmund Valmundsson til sáttafundar innan tveggja vikna. Vísir „Þetta er nú bara brýning um það að deilan er í hörðum hnút og verkefnin eru við samningaborðið,“ segir Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari um ástæðu þess að fulltrúar samninganefnda sjómanna og útgerðarmanna voru settir í fjölmiðlabann eftir að sáttafundi þeirra var slitið í húsakynnum ríkissáttasemjara fyrr í dag. Fundurinn var boðaður klukkan eitt en sameiginlegum fundi deiluaðila var slitið á þriðja tímanum. Á fundinum brýndi Bryndís fyrir deiluaðilum að tjá sig ekki um viðræðurnar á opinberum vettvangi. „Það er einfaldlega þannig að í lögum um stéttarfélög og vinnudeilur segir að það sé háð trúnaði það sem fram fer á samningafundum þar til samningurinn hefur verið samþykktur. Það er þess vegna sem staðan er sem hún er,“ segir Bryndís í samtali við Vísi. „Þegar deila er komin í harðan hnút þá er nú sjaldnast til þess fallið að stuðla að lausnum þegar tekist er á um málið fyrir opnum tjöldum.“ Hún segir þetta vera merki um að deilan sé flókin en verkfall sjómanna hefur staðið yfir í sjö vikur. „Það efast engin um það. Við vitum að þegar verkfall hefur staðið yfir í svona langan tíma þá er deilan augljóslega í hnút. Það er ekkert nýtt í sjálfu sér sem verður til þess að þetta er ákveðið. Deilan er viðkvæm og búin að vera það um skeið og er í hörðum hnút. Verkefnið er það að setjast niður og tala saman við samningaborðið,“ segir Bryndís. Hún segist enga lausn sjá í sjónmáli. Ég sé hana ekki en það er á ábyrgð deiluaðila að reyna að finna hana og þau munu halda áfram að leita leiða.“ Ekki er búið að boða nýjan sáttafund en Bryndís mun gera það lögum samkvæmt innan hálfs mánaðar. Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Kortleggja áhrif sjómannaverkfallsins: „Kvótinn er þarna enn þá“ Sjávarútvegsráðherra segir hins vegar meginmálið að leysa deiluna sem fyrst. 2. febrúar 2017 14:32 Fundi sjómanna og útgerðarmanna slitið: Deiluaðilar settir í fjölmiðlabann Fundurinn stóð yfir í um einn og hálfan klukkutíma. 3. febrúar 2017 15:15 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Sjá meira
„Þetta er nú bara brýning um það að deilan er í hörðum hnút og verkefnin eru við samningaborðið,“ segir Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari um ástæðu þess að fulltrúar samninganefnda sjómanna og útgerðarmanna voru settir í fjölmiðlabann eftir að sáttafundi þeirra var slitið í húsakynnum ríkissáttasemjara fyrr í dag. Fundurinn var boðaður klukkan eitt en sameiginlegum fundi deiluaðila var slitið á þriðja tímanum. Á fundinum brýndi Bryndís fyrir deiluaðilum að tjá sig ekki um viðræðurnar á opinberum vettvangi. „Það er einfaldlega þannig að í lögum um stéttarfélög og vinnudeilur segir að það sé háð trúnaði það sem fram fer á samningafundum þar til samningurinn hefur verið samþykktur. Það er þess vegna sem staðan er sem hún er,“ segir Bryndís í samtali við Vísi. „Þegar deila er komin í harðan hnút þá er nú sjaldnast til þess fallið að stuðla að lausnum þegar tekist er á um málið fyrir opnum tjöldum.“ Hún segir þetta vera merki um að deilan sé flókin en verkfall sjómanna hefur staðið yfir í sjö vikur. „Það efast engin um það. Við vitum að þegar verkfall hefur staðið yfir í svona langan tíma þá er deilan augljóslega í hnút. Það er ekkert nýtt í sjálfu sér sem verður til þess að þetta er ákveðið. Deilan er viðkvæm og búin að vera það um skeið og er í hörðum hnút. Verkefnið er það að setjast niður og tala saman við samningaborðið,“ segir Bryndís. Hún segist enga lausn sjá í sjónmáli. Ég sé hana ekki en það er á ábyrgð deiluaðila að reyna að finna hana og þau munu halda áfram að leita leiða.“ Ekki er búið að boða nýjan sáttafund en Bryndís mun gera það lögum samkvæmt innan hálfs mánaðar.
Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Kortleggja áhrif sjómannaverkfallsins: „Kvótinn er þarna enn þá“ Sjávarútvegsráðherra segir hins vegar meginmálið að leysa deiluna sem fyrst. 2. febrúar 2017 14:32 Fundi sjómanna og útgerðarmanna slitið: Deiluaðilar settir í fjölmiðlabann Fundurinn stóð yfir í um einn og hálfan klukkutíma. 3. febrúar 2017 15:15 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Sjá meira
Kortleggja áhrif sjómannaverkfallsins: „Kvótinn er þarna enn þá“ Sjávarútvegsráðherra segir hins vegar meginmálið að leysa deiluna sem fyrst. 2. febrúar 2017 14:32
Fundi sjómanna og útgerðarmanna slitið: Deiluaðilar settir í fjölmiðlabann Fundurinn stóð yfir í um einn og hálfan klukkutíma. 3. febrúar 2017 15:15