Besti vallarstjóri Íslands í dag: Mætti gera mun betur með grasvellina en hefur verið gert Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. febrúar 2017 19:01 Samtök Íþrótta- og Golfvallastarfsmanna á Íslandi völdu Sigmund Pétur Ástþórsson, vallarstjóra í Kaplakrika, vallarstjóra ársins. Guðjón Guðmundsson skellti sér í Krikann, ræddi við besta vallarstjóra Íslands í dag og var með skemmtilegt innslag í kvöldfréttum Stöðvar tvö. Völlurinn í Kaplakrika hefur skartað sínu fegursta síðustu ár og verið í toppstandi sem útheimtir mikla vinnu og natni. „Báðir meistaraflokkarnir æfa hérna allar sína æfingar yfir sumartímann auk leikjaálags. Ég myndi halda að þetta væri tvöfalt álag miðað við marga aðalvelli á landinu. Þetta krefst því mikillar vinnu og álagsstýringar,“ sagði Sigmundur Pétur Ástþórsson. „Ég hef verið það heppinn að völlurinn er tiltölulega nýr miðað við marga velli á landinu. Hann er samt að vera fjórtán til fimmtán ára gamall í ár. Ef ég myndi bera það saman við gervigras þá væri það ansi gamalt,“ sagði Sigmundur Pétur. Það er ekki sjálfgefið í íslensku veðurfari að halda úti grasvelli í hæsta gæðaflokki. Á undangengnum árum hafa margir vellir sem leikið er á í Pepsi-deild karla verið til vandræða. „Það eru mjög margir vellir sem eru orðnir of gamlir. Við erum að tala um velli sem eru með 30 ára undirlag. Með betri kunnáttu og tækni er hægt að gera mun betri velli en við sjáum á mörgum stöðum í Pepsi-deildinni til dæmis. Með því má auka álag og lengja tímabil,“ sagði Sigmundur Pétur. Mikil gervigrasvæðing hefur átt sér stað hér á Íslandi síðustu ár og því haldið fram að þar sé viðhald ódýrara og gervigrasið því ódýrara í rekstri fyrir félögin. „Kostnaðurinn við viðhaldið og tíminn er nánast nákvæmlega það sama. Oft finnst mér umræðan vera röng því það er verið að bera saman gamla grasvelli við glænýja gervigrasvelli. Gervigrasvellirnir nota nýjustu tækni og eru oftast mun dýrari en grasvellirnir. Ef umræðan fær að vera jafnréttisgrundvelli þá gerir það bara gott. Það er pláss fyrir gervigras,“ sagði Sigmundur. „Á Norðurlandi væri þetta eðlileg þróun miðað við veðurfar en hérna á suðurlandinu finnst mér að það mætti gera mun betur með grasvellina en hefur verið gert“ sagði Sigmundur. Það má sjá allt innslagið frá Guðjóni Guðmundssyni um vallarstjóra ársins í spilaranum hér fyrir ofan. Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Fleiri fréttir Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Sjá meira
Samtök Íþrótta- og Golfvallastarfsmanna á Íslandi völdu Sigmund Pétur Ástþórsson, vallarstjóra í Kaplakrika, vallarstjóra ársins. Guðjón Guðmundsson skellti sér í Krikann, ræddi við besta vallarstjóra Íslands í dag og var með skemmtilegt innslag í kvöldfréttum Stöðvar tvö. Völlurinn í Kaplakrika hefur skartað sínu fegursta síðustu ár og verið í toppstandi sem útheimtir mikla vinnu og natni. „Báðir meistaraflokkarnir æfa hérna allar sína æfingar yfir sumartímann auk leikjaálags. Ég myndi halda að þetta væri tvöfalt álag miðað við marga aðalvelli á landinu. Þetta krefst því mikillar vinnu og álagsstýringar,“ sagði Sigmundur Pétur Ástþórsson. „Ég hef verið það heppinn að völlurinn er tiltölulega nýr miðað við marga velli á landinu. Hann er samt að vera fjórtán til fimmtán ára gamall í ár. Ef ég myndi bera það saman við gervigras þá væri það ansi gamalt,“ sagði Sigmundur Pétur. Það er ekki sjálfgefið í íslensku veðurfari að halda úti grasvelli í hæsta gæðaflokki. Á undangengnum árum hafa margir vellir sem leikið er á í Pepsi-deild karla verið til vandræða. „Það eru mjög margir vellir sem eru orðnir of gamlir. Við erum að tala um velli sem eru með 30 ára undirlag. Með betri kunnáttu og tækni er hægt að gera mun betri velli en við sjáum á mörgum stöðum í Pepsi-deildinni til dæmis. Með því má auka álag og lengja tímabil,“ sagði Sigmundur Pétur. Mikil gervigrasvæðing hefur átt sér stað hér á Íslandi síðustu ár og því haldið fram að þar sé viðhald ódýrara og gervigrasið því ódýrara í rekstri fyrir félögin. „Kostnaðurinn við viðhaldið og tíminn er nánast nákvæmlega það sama. Oft finnst mér umræðan vera röng því það er verið að bera saman gamla grasvelli við glænýja gervigrasvelli. Gervigrasvellirnir nota nýjustu tækni og eru oftast mun dýrari en grasvellirnir. Ef umræðan fær að vera jafnréttisgrundvelli þá gerir það bara gott. Það er pláss fyrir gervigras,“ sagði Sigmundur. „Á Norðurlandi væri þetta eðlileg þróun miðað við veðurfar en hérna á suðurlandinu finnst mér að það mætti gera mun betur með grasvellina en hefur verið gert“ sagði Sigmundur. Það má sjá allt innslagið frá Guðjóni Guðmundssyni um vallarstjóra ársins í spilaranum hér fyrir ofan.
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Fleiri fréttir Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Sjá meira