Sjómenn geta verið mjög lengi í verkfalli Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 4. febrúar 2017 12:00 Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands. Vísir/Ernir Formaður Sjómannasambands Íslands segir sjómenn geta verið mjög lengi í verkfalli ef þess þarf. Þeir muni ekki kvika frá sínum kröfum. Fundur samninganefnda sjómanna og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi í gær var árangurslaus. Þetta var fyrsti fundur í deilunni í tæpar tvær vikur og ekki hefur verið boðað til nýs fundar. Bryndís Hlöðversdóttir, ríkissáttasemjari, sagði deiluna enn vera í mjög hörðum hnút. Þá óskaði hún eftir því að deilendur myndu ekki tjá sig við fjölmiðla um viðræðurnar.Slá ekki af kröfum Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands, sagði fyrir fundinn að ekki yrði kvikað frá kröfum sjómanna. „Það sem stendur út af er þessi hækkun á olíuverðsviðmiðinu um þrjú prósent, úr 70 í 73 prósent. Og svo krafan okkar um að útgerðin bæti okkur sjómannaafsláttinn. Það er það sem út af stendur,“ segir Valmundur.Sjávarútvegsráðherra hefur sagt að báðir aðilar þurfi að slá af sínum kröfum. Komið þið til með að gera það? „Ég held nú að við höfum slegið nóg af okkar kröfum í gegnum tíðina í þessum samningaviðræðum. Menn eru komnir í botninn og þetta er það sem þarf til að klára kjarasamning að mati sjómanna. Þeir sætta sig ekki við neitt minna og þannig er það bara,“ segir Valmundur.Grjótharðir sjómenn Verkfallið hefur staðið yfir í rúmar sjö vikur en Valmundur segir sjómenn geta verið mjög lengi í verkfalli ef þess þarf. „Vegna þess að við erum komin á þann stað núna að krafan á okkur er að við klárum þetta á því sem að menn vilja. Og ef við náum því ekki, hvenær sem það verður, þá bara bíða menn. Ég heyri ekki annað í sjómönnum en að þeir séu grjótharðir.“ Verkfall sjómanna Tengdar fréttir „Sjaldnast til þess fallið að stuðla að lausnum þegar tekist er á um málið fyrir opnum tjöldum“ Ríkissáttasemjari setti deiluaðila í sjómannaverkfallinum í fjölmiðlabann. 3. febrúar 2017 16:34 Fundi sjómanna og útgerðarmanna slitið: Deiluaðilar settir í fjölmiðlabann Fundurinn stóð yfir í um einn og hálfan klukkutíma. 3. febrúar 2017 15:15 Mest lesið Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt að tuttugu stiga frost en bjart víða Veður Fleiri fréttir Spunaleikari vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Sjá meira
Formaður Sjómannasambands Íslands segir sjómenn geta verið mjög lengi í verkfalli ef þess þarf. Þeir muni ekki kvika frá sínum kröfum. Fundur samninganefnda sjómanna og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi í gær var árangurslaus. Þetta var fyrsti fundur í deilunni í tæpar tvær vikur og ekki hefur verið boðað til nýs fundar. Bryndís Hlöðversdóttir, ríkissáttasemjari, sagði deiluna enn vera í mjög hörðum hnút. Þá óskaði hún eftir því að deilendur myndu ekki tjá sig við fjölmiðla um viðræðurnar.Slá ekki af kröfum Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands, sagði fyrir fundinn að ekki yrði kvikað frá kröfum sjómanna. „Það sem stendur út af er þessi hækkun á olíuverðsviðmiðinu um þrjú prósent, úr 70 í 73 prósent. Og svo krafan okkar um að útgerðin bæti okkur sjómannaafsláttinn. Það er það sem út af stendur,“ segir Valmundur.Sjávarútvegsráðherra hefur sagt að báðir aðilar þurfi að slá af sínum kröfum. Komið þið til með að gera það? „Ég held nú að við höfum slegið nóg af okkar kröfum í gegnum tíðina í þessum samningaviðræðum. Menn eru komnir í botninn og þetta er það sem þarf til að klára kjarasamning að mati sjómanna. Þeir sætta sig ekki við neitt minna og þannig er það bara,“ segir Valmundur.Grjótharðir sjómenn Verkfallið hefur staðið yfir í rúmar sjö vikur en Valmundur segir sjómenn geta verið mjög lengi í verkfalli ef þess þarf. „Vegna þess að við erum komin á þann stað núna að krafan á okkur er að við klárum þetta á því sem að menn vilja. Og ef við náum því ekki, hvenær sem það verður, þá bara bíða menn. Ég heyri ekki annað í sjómönnum en að þeir séu grjótharðir.“
Verkfall sjómanna Tengdar fréttir „Sjaldnast til þess fallið að stuðla að lausnum þegar tekist er á um málið fyrir opnum tjöldum“ Ríkissáttasemjari setti deiluaðila í sjómannaverkfallinum í fjölmiðlabann. 3. febrúar 2017 16:34 Fundi sjómanna og útgerðarmanna slitið: Deiluaðilar settir í fjölmiðlabann Fundurinn stóð yfir í um einn og hálfan klukkutíma. 3. febrúar 2017 15:15 Mest lesið Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt að tuttugu stiga frost en bjart víða Veður Fleiri fréttir Spunaleikari vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Sjá meira
„Sjaldnast til þess fallið að stuðla að lausnum þegar tekist er á um málið fyrir opnum tjöldum“ Ríkissáttasemjari setti deiluaðila í sjómannaverkfallinum í fjölmiðlabann. 3. febrúar 2017 16:34
Fundi sjómanna og útgerðarmanna slitið: Deiluaðilar settir í fjölmiðlabann Fundurinn stóð yfir í um einn og hálfan klukkutíma. 3. febrúar 2017 15:15