Nýkrýndur Super Bowl meistari sleppir ferð Patriots í Hvíta Húsið vegna Trumps Tómas Þór Þórðarson skrifar 6. febrúar 2017 11:00 Ætlarðu ekki að koma með? vísir/getty Martellus Bennett, innherji New England Patriots, vann sinn fyrst Super Bowl-titil í gær þegar liðið lagði Atlanta Falcons, 34-28, í rafmögnuðum úrslitaleik NFL-deildarinnar. Venjan er að sigurvegarar stóru deildanna í Bandaríkjunum í ameríska fótboltanum, körfunni, hafnaboltanum og íshokkíinu heimsæki forsetann í Hvíta Húsið en þangað ætlar Bennett ekki. Bennett hefur verið mjög gagnrýnin á stefnu Trumps á Twitter-síðu sinni undanfarna mánuði og sagðist aðspurður á mánudaginn fyrir viku hvort hann myndi fara ef Patriots myndi vinna að það kemur ekki til greina. Þessi annars bráðskemmtilegi karakter var á sama máli þegar hann var spurður eftir leik hvort hann væri búinn að skipta um skoðun. „Nei. Svona er þetta bara. Fólk veit alveg hvað mér finnst um hann. Þið sjáið það á Twitter,“ sagði Martellus Bennett. Innherjinn er svolítið erfiðri stöðu því þrír mikilvægustu menn Patriots; eigandinn Robert Kraft, þjálfarinn Bill Belichik og leikstjórnandinn Tom Brady, eru allir góðir vinir Donalds Trumps. „Ég hef engar áhyggjur af því. Bara alls engar. Ég kem ekkert með skoðanir mínar í vinnuna. Það er enginn eins og við þurfum að taka fólki eins og það er,“ sagði Martellus Bennett.var spurður eftir leik hvort hann væri búinn að skipta um skoðun. NFL Mest lesið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Hrædd um að fá í magann eftir að hún „bókstaflega skeit á sig“ í Köben Sport Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti „Þetta var sársaukafullt“ Fótbolti Fleiri fréttir Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Fór upp Eiffelturninn á hjóli NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Hrædd um að fá í magann eftir að hún „bókstaflega skeit á sig“ í Köben Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Dagskráin í dag: Undankeppni HM 2026 og NFL deildin Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Magndís og Einar sæmd heiðursmerki UMFÍ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Martin skoraði 11 stig í naumu tapi Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Elísa: Ég hefði kosið sigur Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Sjá meira
Martellus Bennett, innherji New England Patriots, vann sinn fyrst Super Bowl-titil í gær þegar liðið lagði Atlanta Falcons, 34-28, í rafmögnuðum úrslitaleik NFL-deildarinnar. Venjan er að sigurvegarar stóru deildanna í Bandaríkjunum í ameríska fótboltanum, körfunni, hafnaboltanum og íshokkíinu heimsæki forsetann í Hvíta Húsið en þangað ætlar Bennett ekki. Bennett hefur verið mjög gagnrýnin á stefnu Trumps á Twitter-síðu sinni undanfarna mánuði og sagðist aðspurður á mánudaginn fyrir viku hvort hann myndi fara ef Patriots myndi vinna að það kemur ekki til greina. Þessi annars bráðskemmtilegi karakter var á sama máli þegar hann var spurður eftir leik hvort hann væri búinn að skipta um skoðun. „Nei. Svona er þetta bara. Fólk veit alveg hvað mér finnst um hann. Þið sjáið það á Twitter,“ sagði Martellus Bennett. Innherjinn er svolítið erfiðri stöðu því þrír mikilvægustu menn Patriots; eigandinn Robert Kraft, þjálfarinn Bill Belichik og leikstjórnandinn Tom Brady, eru allir góðir vinir Donalds Trumps. „Ég hef engar áhyggjur af því. Bara alls engar. Ég kem ekkert með skoðanir mínar í vinnuna. Það er enginn eins og við þurfum að taka fólki eins og það er,“ sagði Martellus Bennett.var spurður eftir leik hvort hann væri búinn að skipta um skoðun.
NFL Mest lesið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Hrædd um að fá í magann eftir að hún „bókstaflega skeit á sig“ í Köben Sport Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti „Þetta var sársaukafullt“ Fótbolti Fleiri fréttir Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Fór upp Eiffelturninn á hjóli NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Hrædd um að fá í magann eftir að hún „bókstaflega skeit á sig“ í Köben Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Dagskráin í dag: Undankeppni HM 2026 og NFL deildin Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Magndís og Einar sæmd heiðursmerki UMFÍ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Martin skoraði 11 stig í naumu tapi Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Elísa: Ég hefði kosið sigur Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Sjá meira