Gagnrýnir orð fjármálaráðherra um hagsýnar húsmæður: „Finnst ykkur þetta í lagi?“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 7. febrúar 2017 14:54 Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingkona Vinstri grænna, gagnrýndi í dag orðræðu Benedikts Jóhannessonar fjármálaráðherra um samstarfskonur sínar. Vísir/Ernir/Eyþór Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingkona Vinstri grænna, gagnrýndi í dag orðræðu Benedikts Jóhannessonar fjármálaráðherra í umræðum um verklag við opinber fjármál sem átti sér stað á Alþingi í gær. Þar ávarpaði Benedikt þingkonur sem tóku þátt í umræðunum sem hagsýnar húsmæður. Í umræðunum, sem voru haldnar að frumkvæði Bjarkeyjar, velti hún því fyrir sér hvort framsetning á fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar væri til þess falin að skapa faglega umræðu um málið á þinginu. Hún spurði fjármálaráðherra hvort hann teldi æskilegt að stefnan yrði sett upp bæði út frá gagnsæi og út frá því að auðvelda ólíkum hópum að meta stefnuna. Hún sagði að frá því hún hafi fyrst tekið sæti á þingi árið 2004 hefði það verið viðloðandi að þingsalurinn tæmdist þegar umræðan snerist um fjárlög eða fjármál. „Ég held að við getum sett þær fram án þess að það sé villandi með því að taka fram með hvaða hætti við ákveðum að gera þær samanburðarhæfar milli ára,” sagði hún. Benedikt tók undir þessi orð Bjarkeyjar og sagði þá að áhugavert væri að sjá fjölda kvenna sýna verklagi við opinber fjármál áhuga. Sex konur og þrír karlar tóku þátt í umræðunum. „Mér finnst áhugavert hverjir það eru sem sýna mestan áhuga á þessum umræðum, það erum við háttvirtur þingmaður Njáll Trausti Friðbertsson og hinar hagsýnu húsmæður sem eru í stórum hópum hér inni. Það er þannig að það skiptir afar miklu máli að tala um þetta,“ sagði Benedikt í umræðunum í gær.Óeðlilegt að ríkisstjórnin umberi slíka orðanotkun Í ræðu sinni í dag undir liðnum störf þingsins beindi Bjarkey orðum sínum að þingkonum meirihlutans. „Ég velti því fyrir mér hvort þetta er í nafni og anda ríkisstjórnar sem kennir sig við jafnrétti og meira að segja hefur á að skipa jafnréttisráðherra sem tók sér sérstaklega þann titil af því að það átti að skipa svo stóran sess. Mér finnst óeðlilegt að ríkisstjórnin umberi slíka orðanotkun og tali til hóps þingkvenna með þessum hætti,“ sagði Bjarkey. „Ég spyr ykkur kæru þingkonur meirihlutans, finnst ykkur þetta í lagi? Ég vænti þess að þið ræðið þetta í ykkar hópi og veltið þessu fyrir ykkur. Haldið þið það að þessi umræða hefði átt sér stað og þessi orð eða sambærileg hefðu fallið ef að hér hefðu verið karlar í meirihluta að taka þátt í umræðunni eða hlustað. Haldið þið það? Ekki ég. Ég held ekki. Orðanotkun skiptir máli. Samhengi og vettvangur skipta líka máli. Það getur ekki verið í lagi og mér finnst ekki viðeigandi að ráðherra í ríkisstjórn sem kennir sig við jafnrétti tali svona.“ Alþingi Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingkona Vinstri grænna, gagnrýndi í dag orðræðu Benedikts Jóhannessonar fjármálaráðherra í umræðum um verklag við opinber fjármál sem átti sér stað á Alþingi í gær. Þar ávarpaði Benedikt þingkonur sem tóku þátt í umræðunum sem hagsýnar húsmæður. Í umræðunum, sem voru haldnar að frumkvæði Bjarkeyjar, velti hún því fyrir sér hvort framsetning á fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar væri til þess falin að skapa faglega umræðu um málið á þinginu. Hún spurði fjármálaráðherra hvort hann teldi æskilegt að stefnan yrði sett upp bæði út frá gagnsæi og út frá því að auðvelda ólíkum hópum að meta stefnuna. Hún sagði að frá því hún hafi fyrst tekið sæti á þingi árið 2004 hefði það verið viðloðandi að þingsalurinn tæmdist þegar umræðan snerist um fjárlög eða fjármál. „Ég held að við getum sett þær fram án þess að það sé villandi með því að taka fram með hvaða hætti við ákveðum að gera þær samanburðarhæfar milli ára,” sagði hún. Benedikt tók undir þessi orð Bjarkeyjar og sagði þá að áhugavert væri að sjá fjölda kvenna sýna verklagi við opinber fjármál áhuga. Sex konur og þrír karlar tóku þátt í umræðunum. „Mér finnst áhugavert hverjir það eru sem sýna mestan áhuga á þessum umræðum, það erum við háttvirtur þingmaður Njáll Trausti Friðbertsson og hinar hagsýnu húsmæður sem eru í stórum hópum hér inni. Það er þannig að það skiptir afar miklu máli að tala um þetta,“ sagði Benedikt í umræðunum í gær.Óeðlilegt að ríkisstjórnin umberi slíka orðanotkun Í ræðu sinni í dag undir liðnum störf þingsins beindi Bjarkey orðum sínum að þingkonum meirihlutans. „Ég velti því fyrir mér hvort þetta er í nafni og anda ríkisstjórnar sem kennir sig við jafnrétti og meira að segja hefur á að skipa jafnréttisráðherra sem tók sér sérstaklega þann titil af því að það átti að skipa svo stóran sess. Mér finnst óeðlilegt að ríkisstjórnin umberi slíka orðanotkun og tali til hóps þingkvenna með þessum hætti,“ sagði Bjarkey. „Ég spyr ykkur kæru þingkonur meirihlutans, finnst ykkur þetta í lagi? Ég vænti þess að þið ræðið þetta í ykkar hópi og veltið þessu fyrir ykkur. Haldið þið það að þessi umræða hefði átt sér stað og þessi orð eða sambærileg hefðu fallið ef að hér hefðu verið karlar í meirihluta að taka þátt í umræðunni eða hlustað. Haldið þið það? Ekki ég. Ég held ekki. Orðanotkun skiptir máli. Samhengi og vettvangur skipta líka máli. Það getur ekki verið í lagi og mér finnst ekki viðeigandi að ráðherra í ríkisstjórn sem kennir sig við jafnrétti tali svona.“
Alþingi Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira