DeVos einu atkvæði frá því að verða ekki menntamálaráðherra í ríkisstjórn Trump Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. febrúar 2017 21:20 Betsy DeVos er nýr menntamálaráðherra Bandaríkjanna. vísir/epa Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti í sögulegri kosningu í dag tilnefningu Betsy DeVos í embætti menntamálaráðherra í ríkisstjórn Donald Trump. Atkvæðin féllu þannig að 51 greiddi atkvæði með DeVos en 50 greiddu atkvæði á móti svo afar mjótt var á munum.Úrslitaatkvæðið kom frá sjálfum varaforseta Bandaríkjanna, Mike Pence, en hann er formlega forseti öldungadeildarinnar og nýtti atkvæðisrétt sinn í dag sem er ekki algengt. Er þetta til að mynda í fyrsta sinn sem varaforseti þarf að beita atkvæðisréttinum til að höggva á hnút í öldungadeildinni vegna tilnefningar í ríkisstjórn. DeVos mætti mikilli andstöðu á meðal Demókrata sem tókst að fá tvo öldungadeildarþingmenn Repúblikana á sitt band í dag. Þar með voru komin 50 atkvæði á móti tilnefningunni, jafn mörg og voru með. Til að byrja með ríkti nokkur ánægja með þá ákvörðun Trump að tilnefna DeVos í embætti menntamálaráðherra en hún er einn stærsti fjárhagslegi bakhjarl Repúblikanaflokksins. Hins vegar runnu tvær grímur á marga þegar hún var spurð spjörunum úr í nokkurs konar yfirheyrslu sem ávallt fer fram áður en Bandaríkjaþing staðfestir tilnefningu ráðherra í embætti. Í yfirheyrslunni gat DeVos ekki svarað einföldustu spurningum um menntastefnu og stakk upp á því að byssur yrðu leyfðar í skólum svo hægt væri að verjast árásum frá villtum björnum. Þessi frammistaða hennar efldi Demókrata í mótstöðu sinni auk þeirrar staðreyndar að DeVos hefur verið ötull talsmaður einkarekinna skóla. Þrátt fyrir mikla andstöðu við DeVos tókst Repúblikönum engu að síður að staðfesta tilnefningu hennar í embætti menntamálaráðherra. Hún er þar með fimmti ráðherrann sem formlega tekur sæti í ríkisstjórn Donald Trump með staðfestingu Bandaríkjaþings. Donald Trump Tengdar fréttir Dómsmálaráðuneytið ver ferðabann Trumps Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna segir ferðabann Donalds Trump Bandaríkjaforseta vera löglegt og hvetur áfrýjunardómstól til að festa tilskipunina aftur í gildi. 7. febrúar 2017 07:42 Putin vill að Fox biðjist afsökunar Bill O'Reilly kallaði forsetann "morðingja“ í samtali við Donald Trump og segist ekki ætla að biðjast afsökunar, fyrr en mögulega árið 2013. 7. febrúar 2017 12:00 Þetta eru hryðjuverkin sem Bandaríkjastjórn segir fjölmiðla ekki hafa fjallað mikið um Bandaríkjastjórn hefur nú gefið út lista yfir hryðjuverkaárásir sem Donald Trump forseti og félagar hans vilja meina að fjölmiðlar hafi lítið fjallað um. 7. febrúar 2017 10:15 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Fleiri fréttir Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Sjá meira
Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti í sögulegri kosningu í dag tilnefningu Betsy DeVos í embætti menntamálaráðherra í ríkisstjórn Donald Trump. Atkvæðin féllu þannig að 51 greiddi atkvæði með DeVos en 50 greiddu atkvæði á móti svo afar mjótt var á munum.Úrslitaatkvæðið kom frá sjálfum varaforseta Bandaríkjanna, Mike Pence, en hann er formlega forseti öldungadeildarinnar og nýtti atkvæðisrétt sinn í dag sem er ekki algengt. Er þetta til að mynda í fyrsta sinn sem varaforseti þarf að beita atkvæðisréttinum til að höggva á hnút í öldungadeildinni vegna tilnefningar í ríkisstjórn. DeVos mætti mikilli andstöðu á meðal Demókrata sem tókst að fá tvo öldungadeildarþingmenn Repúblikana á sitt band í dag. Þar með voru komin 50 atkvæði á móti tilnefningunni, jafn mörg og voru með. Til að byrja með ríkti nokkur ánægja með þá ákvörðun Trump að tilnefna DeVos í embætti menntamálaráðherra en hún er einn stærsti fjárhagslegi bakhjarl Repúblikanaflokksins. Hins vegar runnu tvær grímur á marga þegar hún var spurð spjörunum úr í nokkurs konar yfirheyrslu sem ávallt fer fram áður en Bandaríkjaþing staðfestir tilnefningu ráðherra í embætti. Í yfirheyrslunni gat DeVos ekki svarað einföldustu spurningum um menntastefnu og stakk upp á því að byssur yrðu leyfðar í skólum svo hægt væri að verjast árásum frá villtum björnum. Þessi frammistaða hennar efldi Demókrata í mótstöðu sinni auk þeirrar staðreyndar að DeVos hefur verið ötull talsmaður einkarekinna skóla. Þrátt fyrir mikla andstöðu við DeVos tókst Repúblikönum engu að síður að staðfesta tilnefningu hennar í embætti menntamálaráðherra. Hún er þar með fimmti ráðherrann sem formlega tekur sæti í ríkisstjórn Donald Trump með staðfestingu Bandaríkjaþings.
Donald Trump Tengdar fréttir Dómsmálaráðuneytið ver ferðabann Trumps Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna segir ferðabann Donalds Trump Bandaríkjaforseta vera löglegt og hvetur áfrýjunardómstól til að festa tilskipunina aftur í gildi. 7. febrúar 2017 07:42 Putin vill að Fox biðjist afsökunar Bill O'Reilly kallaði forsetann "morðingja“ í samtali við Donald Trump og segist ekki ætla að biðjast afsökunar, fyrr en mögulega árið 2013. 7. febrúar 2017 12:00 Þetta eru hryðjuverkin sem Bandaríkjastjórn segir fjölmiðla ekki hafa fjallað mikið um Bandaríkjastjórn hefur nú gefið út lista yfir hryðjuverkaárásir sem Donald Trump forseti og félagar hans vilja meina að fjölmiðlar hafi lítið fjallað um. 7. febrúar 2017 10:15 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Fleiri fréttir Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Sjá meira
Dómsmálaráðuneytið ver ferðabann Trumps Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna segir ferðabann Donalds Trump Bandaríkjaforseta vera löglegt og hvetur áfrýjunardómstól til að festa tilskipunina aftur í gildi. 7. febrúar 2017 07:42
Putin vill að Fox biðjist afsökunar Bill O'Reilly kallaði forsetann "morðingja“ í samtali við Donald Trump og segist ekki ætla að biðjast afsökunar, fyrr en mögulega árið 2013. 7. febrúar 2017 12:00
Þetta eru hryðjuverkin sem Bandaríkjastjórn segir fjölmiðla ekki hafa fjallað mikið um Bandaríkjastjórn hefur nú gefið út lista yfir hryðjuverkaárásir sem Donald Trump forseti og félagar hans vilja meina að fjölmiðlar hafi lítið fjallað um. 7. febrúar 2017 10:15