Þrír flokkar á Alþingi fordæma aðgerðir Trump Heimir Már Pétursson skrifar 8. febrúar 2017 12:56 Þingmenn þriggja flokka á Alþingi vilja að þingið fordæmi harðlega tilskipun Bandaríkjaforseta sem beinist gegn múslimum. Fyrsti flutningsmaður tillögunnar segir brýnt að íslenska þjóðþingið láti strax í sér heyra vegna tilraunar forsetans til að banna þegnum sjö ríkja að koma til Bandaríkjanna. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar er fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögunnar sem lögð var fram á Alþingi seinnipartinn í gær. Meðflutningsmenn eru hinir tveir þingmenn flokksins ásamt tveimur þingmönnum Vinstri grænna og þremur þingmönnum Pírata. Ályktunin sjálf er stuttorð en þar segir: Alþingi fordæmir harðlega tilskipun forseta Bandaríkjanna sem beinist gegn múslimum, með því að neita ríkisborgurum sjö ríkja og fólki með uppruna í þeim ríkjum að ferðast til Bandaríkjanna. „Við teljum brýnt að við látum strax koma fram yfirlýsingu frá íslenska þjóðþinginu um að við gefum engan afslátt af þeim vestrænu siðferðisgildum og mannréttindasjónarmiðum sem siðuð samfélög eiga að byggja á,“ segir Logi. Í greinargerð með ályktuninni er rifjað upp að hinn 27. janúar sl. hafi Donald Trump forseti Bandaríkjanna gefið út tilskipun þess efnis að fólki frá Sýrlandi, Írak, Íran, Jemen, Líbýu, Sómalíu og Súdan, væri óheimilt að koma til Bandaríkjanna. Mætti þá einu gilda hvort um væri að ræða flóttamenn, einstaklinga með tilskyldar vegabréfsáritanir eða handhafa græna kortsins. Tilskipunin sé fordæmalaus og lýsi mannfyrirlitningu, byggi á fordómum og grafi undan mannréttindum og þeim lýðræðislegu gildum sem almennt séu viðurkennd í vestrænum lýðræðisríkjum. Flutningsmenn telja ákvörðun forsetans fremur fallna til að kynda undir ófriði en tryggja öryggi. Logi segir að sér þætti skrýtið ef þessi ályktun nyti ekki almenns stuðnings á Alþingi. Segjum að Alþingi samþykki þetta heldur þú þá að þetta hafi einhver áhrif á Donald Trump og ríkisstjórn hans? „Auðvitað ekki ef það kemur ályktun frá þessu eina litla þjóðþingi. Þá gerir það það klárlega ekki. En ég held að miðað við hvernig hann byrjar í forsetaembætti sé mjög brýnt að sem flestir, sem flest lönd, og gefi það mjög sterkt til kynna að svona eigi ekki að líðast,“ segir Logi Einarsson. Donald Trump Flóttamenn Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Sjá meira
Þingmenn þriggja flokka á Alþingi vilja að þingið fordæmi harðlega tilskipun Bandaríkjaforseta sem beinist gegn múslimum. Fyrsti flutningsmaður tillögunnar segir brýnt að íslenska þjóðþingið láti strax í sér heyra vegna tilraunar forsetans til að banna þegnum sjö ríkja að koma til Bandaríkjanna. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar er fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögunnar sem lögð var fram á Alþingi seinnipartinn í gær. Meðflutningsmenn eru hinir tveir þingmenn flokksins ásamt tveimur þingmönnum Vinstri grænna og þremur þingmönnum Pírata. Ályktunin sjálf er stuttorð en þar segir: Alþingi fordæmir harðlega tilskipun forseta Bandaríkjanna sem beinist gegn múslimum, með því að neita ríkisborgurum sjö ríkja og fólki með uppruna í þeim ríkjum að ferðast til Bandaríkjanna. „Við teljum brýnt að við látum strax koma fram yfirlýsingu frá íslenska þjóðþinginu um að við gefum engan afslátt af þeim vestrænu siðferðisgildum og mannréttindasjónarmiðum sem siðuð samfélög eiga að byggja á,“ segir Logi. Í greinargerð með ályktuninni er rifjað upp að hinn 27. janúar sl. hafi Donald Trump forseti Bandaríkjanna gefið út tilskipun þess efnis að fólki frá Sýrlandi, Írak, Íran, Jemen, Líbýu, Sómalíu og Súdan, væri óheimilt að koma til Bandaríkjanna. Mætti þá einu gilda hvort um væri að ræða flóttamenn, einstaklinga með tilskyldar vegabréfsáritanir eða handhafa græna kortsins. Tilskipunin sé fordæmalaus og lýsi mannfyrirlitningu, byggi á fordómum og grafi undan mannréttindum og þeim lýðræðislegu gildum sem almennt séu viðurkennd í vestrænum lýðræðisríkjum. Flutningsmenn telja ákvörðun forsetans fremur fallna til að kynda undir ófriði en tryggja öryggi. Logi segir að sér þætti skrýtið ef þessi ályktun nyti ekki almenns stuðnings á Alþingi. Segjum að Alþingi samþykki þetta heldur þú þá að þetta hafi einhver áhrif á Donald Trump og ríkisstjórn hans? „Auðvitað ekki ef það kemur ályktun frá þessu eina litla þjóðþingi. Þá gerir það það klárlega ekki. En ég held að miðað við hvernig hann byrjar í forsetaembætti sé mjög brýnt að sem flestir, sem flest lönd, og gefi það mjög sterkt til kynna að svona eigi ekki að líðast,“ segir Logi Einarsson.
Donald Trump Flóttamenn Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Sjá meira