Twitter í vandræðum: Tekjuvöxtur hefur aldrei verið minni Samúel Karl Ólason skrifar 9. febrúar 2017 14:30 Vísir/AFP Tekjvöxtur Twitter hefur aldrei verið minni frá því að fyrirtækið var sett á markað árið 2013. Tekjur fyrirtækisins voru 717 milljónir dala, um 80 milljarðar íslenskra króna, á síðasta fjórðungi 2016, sem er einungis eins prósents aukning á milli ára og tapaði fyrirtækið 167 milljónum dala. Tap fyrirtækisins jókst á milli ára en á síðasta fjórðungi 2015 var tapið 90,24 milljónir dala. Hlutabréf Twitter hafa fallið í verði eftir tilkynninguna í morgun. Tekjur frá auglýsingum drógust saman á milli ára og varaði fyrirtækið við því að sú þróun gæti haldið áfram á þessu ári.Yfirlit yfir tekjur Twitter 2016 og síðasta fjórðung 2015.Sérfræðingur sem Reuters ræddi við segir þetta til marks um að auglýsendur snúi sér í auknu mæli að Facebook. Í síðustu viku tilkynnti Facebook að tekjur fyrirtækisins hefðu aukist um þrjá milljarða dala á milli ára, rúmlega 300 milljarða íslenskra króna. Twitter þarf að fjölga notendum sínum hraðar til að hækka auglýsingatekjur sínar. Aðrar tekjur fyrirtækisins jukust þó um 17 prósent.Fjölgun notenda sem eru virkir í hverjum mánuði.Athygli hefur vekið að Trump-bólan svokallaða virðist ekki hafa skilað sér til Twitter. Reiknað hafði verið með því að notendum myndi fjölga mikið vegna þess hve virkur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er á samfélagsmiðlinum. Sú aukning notenda er undir væntingum. Í bréfi til fjárfesta segir Twitter að einblýnt verði á fjögur atriði á þessu ári. Þau eru að gera Twitter öruggara, að fjárfesta frekar í grunnstoðum fyrirtækisins, að koma út nýjum notkunarmöguleikum og að einfalda tekjuöflun og vinna sig áfram í áttina að hagnaði. Donald Trump Mest lesið Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Viðskipti innlent Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Viðskipti innlent Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Viðskipti erlent Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Viðskipti innlent Ráðinn fjármálastjóri Origo Viðskipti innlent Sjálfkjörið í stjórn Símans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Tekjvöxtur Twitter hefur aldrei verið minni frá því að fyrirtækið var sett á markað árið 2013. Tekjur fyrirtækisins voru 717 milljónir dala, um 80 milljarðar íslenskra króna, á síðasta fjórðungi 2016, sem er einungis eins prósents aukning á milli ára og tapaði fyrirtækið 167 milljónum dala. Tap fyrirtækisins jókst á milli ára en á síðasta fjórðungi 2015 var tapið 90,24 milljónir dala. Hlutabréf Twitter hafa fallið í verði eftir tilkynninguna í morgun. Tekjur frá auglýsingum drógust saman á milli ára og varaði fyrirtækið við því að sú þróun gæti haldið áfram á þessu ári.Yfirlit yfir tekjur Twitter 2016 og síðasta fjórðung 2015.Sérfræðingur sem Reuters ræddi við segir þetta til marks um að auglýsendur snúi sér í auknu mæli að Facebook. Í síðustu viku tilkynnti Facebook að tekjur fyrirtækisins hefðu aukist um þrjá milljarða dala á milli ára, rúmlega 300 milljarða íslenskra króna. Twitter þarf að fjölga notendum sínum hraðar til að hækka auglýsingatekjur sínar. Aðrar tekjur fyrirtækisins jukust þó um 17 prósent.Fjölgun notenda sem eru virkir í hverjum mánuði.Athygli hefur vekið að Trump-bólan svokallaða virðist ekki hafa skilað sér til Twitter. Reiknað hafði verið með því að notendum myndi fjölga mikið vegna þess hve virkur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er á samfélagsmiðlinum. Sú aukning notenda er undir væntingum. Í bréfi til fjárfesta segir Twitter að einblýnt verði á fjögur atriði á þessu ári. Þau eru að gera Twitter öruggara, að fjárfesta frekar í grunnstoðum fyrirtækisins, að koma út nýjum notkunarmöguleikum og að einfalda tekjuöflun og vinna sig áfram í áttina að hagnaði.
Donald Trump Mest lesið Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Viðskipti innlent Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Viðskipti innlent Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Viðskipti erlent Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Viðskipti innlent Ráðinn fjármálastjóri Origo Viðskipti innlent Sjálfkjörið í stjórn Símans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira