Twitter í vandræðum: Tekjuvöxtur hefur aldrei verið minni Samúel Karl Ólason skrifar 9. febrúar 2017 14:30 Vísir/AFP Tekjvöxtur Twitter hefur aldrei verið minni frá því að fyrirtækið var sett á markað árið 2013. Tekjur fyrirtækisins voru 717 milljónir dala, um 80 milljarðar íslenskra króna, á síðasta fjórðungi 2016, sem er einungis eins prósents aukning á milli ára og tapaði fyrirtækið 167 milljónum dala. Tap fyrirtækisins jókst á milli ára en á síðasta fjórðungi 2015 var tapið 90,24 milljónir dala. Hlutabréf Twitter hafa fallið í verði eftir tilkynninguna í morgun. Tekjur frá auglýsingum drógust saman á milli ára og varaði fyrirtækið við því að sú þróun gæti haldið áfram á þessu ári.Yfirlit yfir tekjur Twitter 2016 og síðasta fjórðung 2015.Sérfræðingur sem Reuters ræddi við segir þetta til marks um að auglýsendur snúi sér í auknu mæli að Facebook. Í síðustu viku tilkynnti Facebook að tekjur fyrirtækisins hefðu aukist um þrjá milljarða dala á milli ára, rúmlega 300 milljarða íslenskra króna. Twitter þarf að fjölga notendum sínum hraðar til að hækka auglýsingatekjur sínar. Aðrar tekjur fyrirtækisins jukust þó um 17 prósent.Fjölgun notenda sem eru virkir í hverjum mánuði.Athygli hefur vekið að Trump-bólan svokallaða virðist ekki hafa skilað sér til Twitter. Reiknað hafði verið með því að notendum myndi fjölga mikið vegna þess hve virkur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er á samfélagsmiðlinum. Sú aukning notenda er undir væntingum. Í bréfi til fjárfesta segir Twitter að einblýnt verði á fjögur atriði á þessu ári. Þau eru að gera Twitter öruggara, að fjárfesta frekar í grunnstoðum fyrirtækisins, að koma út nýjum notkunarmöguleikum og að einfalda tekjuöflun og vinna sig áfram í áttina að hagnaði. Donald Trump Mest lesið Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Viðskipti erlent „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Viðskipti innlent Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Tekjvöxtur Twitter hefur aldrei verið minni frá því að fyrirtækið var sett á markað árið 2013. Tekjur fyrirtækisins voru 717 milljónir dala, um 80 milljarðar íslenskra króna, á síðasta fjórðungi 2016, sem er einungis eins prósents aukning á milli ára og tapaði fyrirtækið 167 milljónum dala. Tap fyrirtækisins jókst á milli ára en á síðasta fjórðungi 2015 var tapið 90,24 milljónir dala. Hlutabréf Twitter hafa fallið í verði eftir tilkynninguna í morgun. Tekjur frá auglýsingum drógust saman á milli ára og varaði fyrirtækið við því að sú þróun gæti haldið áfram á þessu ári.Yfirlit yfir tekjur Twitter 2016 og síðasta fjórðung 2015.Sérfræðingur sem Reuters ræddi við segir þetta til marks um að auglýsendur snúi sér í auknu mæli að Facebook. Í síðustu viku tilkynnti Facebook að tekjur fyrirtækisins hefðu aukist um þrjá milljarða dala á milli ára, rúmlega 300 milljarða íslenskra króna. Twitter þarf að fjölga notendum sínum hraðar til að hækka auglýsingatekjur sínar. Aðrar tekjur fyrirtækisins jukust þó um 17 prósent.Fjölgun notenda sem eru virkir í hverjum mánuði.Athygli hefur vekið að Trump-bólan svokallaða virðist ekki hafa skilað sér til Twitter. Reiknað hafði verið með því að notendum myndi fjölga mikið vegna þess hve virkur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er á samfélagsmiðlinum. Sú aukning notenda er undir væntingum. Í bréfi til fjárfesta segir Twitter að einblýnt verði á fjögur atriði á þessu ári. Þau eru að gera Twitter öruggara, að fjárfesta frekar í grunnstoðum fyrirtækisins, að koma út nýjum notkunarmöguleikum og að einfalda tekjuöflun og vinna sig áfram í áttina að hagnaði.
Donald Trump Mest lesið Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Viðskipti erlent „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Viðskipti innlent Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira