Sóknarfæri fyrir Ísland í Asíu Svavar Hávarðsson skrifar 30. janúar 2017 06:00 Berta Daníelsdóttir Eitt stærsta hagsmunamál íslensks sjávarútvegs á komandi árum kann að vera bættar samgöngur og uppbygging tengslaneta við Asíu. Sterk samkeppnisstaða Íslands á rætur í öflugu flutningsneti og fjölda áfangastaða – sem á sér fáar hliðstæður. Berta Daníelsdóttir, framkvæmdastjóri Íslenska sjávarklasans, gerir þetta að umtalsefni í nýrri greiningu sjávarklasans. Blikur eru á lofti, skrifar Berta, því að sjávarútvegurinn, og aðrir framleiðendur matvæla sem hyggja á útflutning, standa frammi fyrir þeirri staðreynd „að þeir markaðir, sem íslensk flutningsfyrirtæki og um leið útflytjendur sjávarafurða hafa þjónað um hundruð ára eru sumpart hnignandi.“ Berta bendir á að í samanburði við Asíu sé hagvöxtur í Vesturheimi rýr og fólksfjölgun lítil. „Á evrópsku og bandarísku markaðina verður mögulega erfiðara að selja eina vönduðustu sjávarafurð sem til er við Atlantshaf, Atlantshafsþorskinn. Það sama má segja um önnur íslensk matvæli sem áhugi er á að markaðssetja sem einhver hreinustu matvæli heims; skyr, vatn, bjór, lamb og áfram mætti telja. Á sama tíma og hágæðamörkuðum í Evrópu og Bandaríkjunum fækkar fer þeim ört fjölgandi í löndum eins og Kína og Suður-Kóreu,“ segir Berta. Í þessu ljósi segir Berta bættar samgöngur og uppbygging tengslaneta við Asíu vera stórt hagsmunamál. Stóra breytingin, sem er líkleg til að opna dyr inn á áhugaverða markaði fyrir íslensk matvæli í Asíu, er beint flug frá Íslandi en líklegt telur Berta að af því verði innan nokkurra ára. Skemmst er að minnast orða Skúla Mogensen, forstjóra WOW air, í Fréttablaðinu fyrir skömmu: „Það er ekkert launungarmál að við horfum til Asíu og annarra fjarlægra landa. Ég sé bæði tækifæri í flugi til og frá þessum löndum til Íslands, en jafnframt endurspeglar þetta fyrst og fremst þá sýn að Ísland geti orðið mjög stór alþjóðleg tengimiðstöð fyrir flug. Miðstöðin myndi þá tengja saman Asíu, Norður-Ameríku og Evrópu.“ Berta hvetur til þess að öflugu klasasamstarfi, sem teygi sig inn í stjórnkerfi, atvinnulíf og menntastofnanir, verði komið á og unnin verði heildstæð stefnu- og framkvæmdaáætlun. „Íslendingar hafa nú um árabil aðallega beint athygli og umræðu að staðsetningu Reykjavíkurflugvallar þegar rætt er um flutningskerfið. Alþjóðlegar flugtengingar og uppbygging alls flutningskerfisins, sem opna mikil tækifæri fyrir Ísland, verða að komast betur að í umræðu og stefnumörkun stjórnvalda,“ ályktar Berta.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Íslenskur bjór WOW Air Mest lesið Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Viðskipti erlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Það besta og skrýtnasta í dýrasta auglýsingaplássi veraldar Viðskipti innlent Björn Brynjúlfur selur Moodup Viðskipti innlent Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Viðskipti innlent Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Viðskipti erlent Katrín Ýr frá JBT Marel til Heilsu Viðskipti innlent Að hringja sig inn veik á mánudögum Atvinnulíf Bein útsending: Menntadagur atvinnulífsins Viðskipti innlent Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Arion banki og Alda hljóta Menntaverðlaun atvinnulífsins Björn Brynjúlfur selur Moodup Katrín Ýr frá JBT Marel til Heilsu Bein útsending: Menntadagur atvinnulífsins Það besta og skrýtnasta í dýrasta auglýsingaplássi veraldar Tólf hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2025 Bein útsending: Stjórnendaverðlaun Stjórnvísi afhent Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Lokatilraun til að bjarga loðnuvertíð Varar við glötuðum tækifærum í kringum almyrkvann á næsta ári Þau hlutu UT-verðlaunin í ár Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Sjá meira
Eitt stærsta hagsmunamál íslensks sjávarútvegs á komandi árum kann að vera bættar samgöngur og uppbygging tengslaneta við Asíu. Sterk samkeppnisstaða Íslands á rætur í öflugu flutningsneti og fjölda áfangastaða – sem á sér fáar hliðstæður. Berta Daníelsdóttir, framkvæmdastjóri Íslenska sjávarklasans, gerir þetta að umtalsefni í nýrri greiningu sjávarklasans. Blikur eru á lofti, skrifar Berta, því að sjávarútvegurinn, og aðrir framleiðendur matvæla sem hyggja á útflutning, standa frammi fyrir þeirri staðreynd „að þeir markaðir, sem íslensk flutningsfyrirtæki og um leið útflytjendur sjávarafurða hafa þjónað um hundruð ára eru sumpart hnignandi.“ Berta bendir á að í samanburði við Asíu sé hagvöxtur í Vesturheimi rýr og fólksfjölgun lítil. „Á evrópsku og bandarísku markaðina verður mögulega erfiðara að selja eina vönduðustu sjávarafurð sem til er við Atlantshaf, Atlantshafsþorskinn. Það sama má segja um önnur íslensk matvæli sem áhugi er á að markaðssetja sem einhver hreinustu matvæli heims; skyr, vatn, bjór, lamb og áfram mætti telja. Á sama tíma og hágæðamörkuðum í Evrópu og Bandaríkjunum fækkar fer þeim ört fjölgandi í löndum eins og Kína og Suður-Kóreu,“ segir Berta. Í þessu ljósi segir Berta bættar samgöngur og uppbygging tengslaneta við Asíu vera stórt hagsmunamál. Stóra breytingin, sem er líkleg til að opna dyr inn á áhugaverða markaði fyrir íslensk matvæli í Asíu, er beint flug frá Íslandi en líklegt telur Berta að af því verði innan nokkurra ára. Skemmst er að minnast orða Skúla Mogensen, forstjóra WOW air, í Fréttablaðinu fyrir skömmu: „Það er ekkert launungarmál að við horfum til Asíu og annarra fjarlægra landa. Ég sé bæði tækifæri í flugi til og frá þessum löndum til Íslands, en jafnframt endurspeglar þetta fyrst og fremst þá sýn að Ísland geti orðið mjög stór alþjóðleg tengimiðstöð fyrir flug. Miðstöðin myndi þá tengja saman Asíu, Norður-Ameríku og Evrópu.“ Berta hvetur til þess að öflugu klasasamstarfi, sem teygi sig inn í stjórnkerfi, atvinnulíf og menntastofnanir, verði komið á og unnin verði heildstæð stefnu- og framkvæmdaáætlun. „Íslendingar hafa nú um árabil aðallega beint athygli og umræðu að staðsetningu Reykjavíkurflugvallar þegar rætt er um flutningskerfið. Alþjóðlegar flugtengingar og uppbygging alls flutningskerfisins, sem opna mikil tækifæri fyrir Ísland, verða að komast betur að í umræðu og stefnumörkun stjórnvalda,“ ályktar Berta.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Íslenskur bjór WOW Air Mest lesið Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Viðskipti erlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Það besta og skrýtnasta í dýrasta auglýsingaplássi veraldar Viðskipti innlent Björn Brynjúlfur selur Moodup Viðskipti innlent Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Viðskipti innlent Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Viðskipti erlent Katrín Ýr frá JBT Marel til Heilsu Viðskipti innlent Að hringja sig inn veik á mánudögum Atvinnulíf Bein útsending: Menntadagur atvinnulífsins Viðskipti innlent Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Arion banki og Alda hljóta Menntaverðlaun atvinnulífsins Björn Brynjúlfur selur Moodup Katrín Ýr frá JBT Marel til Heilsu Bein útsending: Menntadagur atvinnulífsins Það besta og skrýtnasta í dýrasta auglýsingaplássi veraldar Tólf hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2025 Bein útsending: Stjórnendaverðlaun Stjórnvísi afhent Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Lokatilraun til að bjarga loðnuvertíð Varar við glötuðum tækifærum í kringum almyrkvann á næsta ári Þau hlutu UT-verðlaunin í ár Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Sjá meira