Viðskipti erlent

Starbucks svarar Trump og ætlar að ráða þúsundir flóttamanna

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Starbucks hefur svarað Donald Trump.
Starbucks hefur svarað Donald Trump. Vísir/AFP
Bandaríski kaffihúsarisinn Starbucks ætlar sér að ráða tíu þúsund flóttamenn til starfa víðs vegar um heiminn á næstu fimm árum. BBC greinir frá.

Í bréfi til starfsmanna fyrirtækisins segir Howard Schultz, forstjóri Starbucks, að þessar áætlanir Starbuck séu svar við umdeildri tilskipun Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sem felur meðal annars í sér að Bandaríkin taki ekki á móti neinum flóttamönnum frá Sýrlandi.

Schultz segir að í fyrstu muni Starbucks einbeita sér að því að ráða flóttamenn til starfa í Bandaríkjunum. Fyrst um sinn verði þeir sem unnið hafi eða aðstoðað bandaríska herinn.

Í bréfinu segir Schultz að Starbucks muni ekki sitja hjá á meðan hin nýja stjórn „skapi æ meiri óvissu með hverjum deginum sem líður.“

Bandarísk stórfyrirtæki hafa mótmælt tilskipun Trump, þar á meðal Apple, Google og Tesla. Schultz segir að Starbucks muni leggja sig fram um að „bjóða velkomna og veita þeim sem flýja stríð, ofbeldi og ofsóknir tækifæri.“


Tengdar fréttir

Íslenskir þingmenn fordæma tilskipun Bandaríkjaforseta

Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra Íslands, mun koma áleiðis skýrum skilaboðum stjórnvalda sem fordæma tilskipun forseta Bandaríkjanna sem bannar ríkisborgurum sjö þjóða að koma til landsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×