Starfandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna rekinn Samúel Karl Ólason skrifar 31. janúar 2017 09:01 Sally Yates var skipuð af Barack Obama og var á leið úr starfi, líklegast á næstu dögum. Vísir/AFP Donald Trump hefur sakað starfandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna um „svik“ og sagt henni upp störfum. Sally Yates hafði dregið lögmæti ferðabanns Trump gegn sjö ríkjum í Mið-Austurlöndum og Afríku í efa og skipað starfsmönnum sínum að verja það ekki fyrir dómstólum. Skömmu seinna sendi Trump frá sér tilkynningu þar sem hann sagði Yates hafa svikið ráðuneytið og skipaði hann alríkissaksóknarann Dana Boente frá Virginíu til að taka við af Yates. Þegar Boente tók við embætti sagði hann starfsmönnum ráðuneytisins að gera „skyldu sína til að verja lögmætar skipanir“ forsetans. Hann ítrekaði að forsetatilskipun Trump, sem bannar fólki sem fæddist í sjö löndum að koma til Bandaríkjanna, sé „lögmæt“ og „dregin upp á réttan hátt“.Sally Yates var skipuð í embætti dómsmálaráðherra af Barack Obama og stóð til að hún færi úr starfi á næstunni. Öldungadeildarþingmaðurinn Jeff Sessions verður líklega staðfestur sem dómsmálaráðherra Trump af bandaríska þinginu seinna í vikunni. Trump greip til Twitter í nótt og sakaði Demókrataflokkinn um að tefja fyrir myndun ríkisstjórnar sinnar af pólitískum ástæðum.The Democrats are delaying my cabinet picks for purely political reasons. They have nothing going but to obstruct. Now have an Obama A.G.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 31, 2017 Deilur hafa þó myndast innan embættismannakerfis Bandaríkjanna vegna „múslimabannsins“ svokallaða. Þar að auki hefur tilskipunin leitt til mótmæla víða um Bandaríkin. Samkvæmt skipuninni munu Bandaríkin ekki taka á móti flóttamönnum í fjóra mánuði, en blátt bann er gegn komu flóttamanna frá Sýrlandi. Þá mega aðilar frá Írak, Sýrlandi, Íran, Súdan, Líbýu, Sómalíu og Jemen ekki koma til bandaríkjanna um tíma. Dómarar hafa gripið inn í tilskipunina í nokkrum ríkjum svo ríkið myndi ekki vísa fólki með lögmætar vegabréfsáritanir úr landi. Bannið kom opinberum starfsmönnum í opna skjöldu og var rúmlega hundrað manns, sem hafði rétt til þess að koma til Bandaríkjanna, haldið á flugvöllum í allt að 18 klukkustundir.Trump og teymi hans hafa haldið því fram að bannið byggi á gamalli reglugerð Barack Obama frá árinu 2011. Eftir að í ljós kom að tveir flóttamenn frá Írak, sem bjuggu í Kentucky, hefðu smíðað sprengjur fyrir vígamenn þar í landi setti Obama á reglur um að flóttamenn frá Írak þyrftu að fara í gegnum stífari bakgrunnsskoðanir sem hægðu verulega á komu flóttamanna til Bandaríkjanna. Engum var bannað að koma til landsins og stífari bakgrunnskoðanir áttu eingöngu við flóttamenn frá Írak. Donald Trump Flóttamenn Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump þvertekur fyrir að tilskipun hans hafi valdið ringulreið á flugvöllum Segir að bilun í kerfi flugfélagsins Delta og mótmælendur hafi skapað ástandið. 30. janúar 2017 15:11 Hvaðan fær Trump valdið til að setja forsetatilskipanir? Eitt af því sem fylgir því að vera forseti Bandaríkjanna er að geta sett tilskipanir sem ríkisstjórnin og ríkisstofnanir vinna eftir. 30. janúar 2017 14:00 Trump: Blátt bann við komu 134 milljóna múslima til Bandaríkjanna Tilskipun sem forseti Bandaríkjanna undirritaði í gær nær einnig til flóttafólks og handhafa græna kortsins. 28. janúar 2017 20:21 Krefjast þess að hætt verði við opinbera heimsókn Trump Meira en milljón manns hafa skrifað undir beiðni þess efnis að yfirvöld í Bretlandi hætti við að bjóða Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, í opinbera heimsókn til Bretlands. 30. janúar 2017 10:45 Obama styður mótmælin gegn Trump: „Bandarísk gildi eru í húfi“ Barack Obama hefur sent frá sér sína fyrstu yfirlýsingu frá því að hann lét af embætti forseta Bandaríkjanna. 30. janúar 2017 20:02 Bandarískir embættismenn mótmæla tilskipun Trump Tugir embættismanna í bandarísku utanríkisþjónustunni hyggjast mótmæla tilskipun Bandaríkjaforseta um takmarkanir á ferðum ríkisborgara sjö múslimaríkja til Bandaríkjanna. 30. janúar 2017 22:07 Íslenskir þingmenn fordæma tilskipun Bandaríkjaforseta Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra Íslands, mun koma áleiðis skýrum skilaboðum stjórnvalda sem fordæma tilskipun forseta Bandaríkjanna sem bannar ríkisborgurum sjö þjóða að koma til landsins. 30. janúar 2017 05:00 Mótmælt víða um Bandaríkin Mótmæla ákvörðun Bandaríkjaforseta um að loka landamærum fyrir innflytjendum. 29. janúar 2017 22:15 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Fleiri fréttir Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Sjá meira
Donald Trump hefur sakað starfandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna um „svik“ og sagt henni upp störfum. Sally Yates hafði dregið lögmæti ferðabanns Trump gegn sjö ríkjum í Mið-Austurlöndum og Afríku í efa og skipað starfsmönnum sínum að verja það ekki fyrir dómstólum. Skömmu seinna sendi Trump frá sér tilkynningu þar sem hann sagði Yates hafa svikið ráðuneytið og skipaði hann alríkissaksóknarann Dana Boente frá Virginíu til að taka við af Yates. Þegar Boente tók við embætti sagði hann starfsmönnum ráðuneytisins að gera „skyldu sína til að verja lögmætar skipanir“ forsetans. Hann ítrekaði að forsetatilskipun Trump, sem bannar fólki sem fæddist í sjö löndum að koma til Bandaríkjanna, sé „lögmæt“ og „dregin upp á réttan hátt“.Sally Yates var skipuð í embætti dómsmálaráðherra af Barack Obama og stóð til að hún færi úr starfi á næstunni. Öldungadeildarþingmaðurinn Jeff Sessions verður líklega staðfestur sem dómsmálaráðherra Trump af bandaríska þinginu seinna í vikunni. Trump greip til Twitter í nótt og sakaði Demókrataflokkinn um að tefja fyrir myndun ríkisstjórnar sinnar af pólitískum ástæðum.The Democrats are delaying my cabinet picks for purely political reasons. They have nothing going but to obstruct. Now have an Obama A.G.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 31, 2017 Deilur hafa þó myndast innan embættismannakerfis Bandaríkjanna vegna „múslimabannsins“ svokallaða. Þar að auki hefur tilskipunin leitt til mótmæla víða um Bandaríkin. Samkvæmt skipuninni munu Bandaríkin ekki taka á móti flóttamönnum í fjóra mánuði, en blátt bann er gegn komu flóttamanna frá Sýrlandi. Þá mega aðilar frá Írak, Sýrlandi, Íran, Súdan, Líbýu, Sómalíu og Jemen ekki koma til bandaríkjanna um tíma. Dómarar hafa gripið inn í tilskipunina í nokkrum ríkjum svo ríkið myndi ekki vísa fólki með lögmætar vegabréfsáritanir úr landi. Bannið kom opinberum starfsmönnum í opna skjöldu og var rúmlega hundrað manns, sem hafði rétt til þess að koma til Bandaríkjanna, haldið á flugvöllum í allt að 18 klukkustundir.Trump og teymi hans hafa haldið því fram að bannið byggi á gamalli reglugerð Barack Obama frá árinu 2011. Eftir að í ljós kom að tveir flóttamenn frá Írak, sem bjuggu í Kentucky, hefðu smíðað sprengjur fyrir vígamenn þar í landi setti Obama á reglur um að flóttamenn frá Írak þyrftu að fara í gegnum stífari bakgrunnsskoðanir sem hægðu verulega á komu flóttamanna til Bandaríkjanna. Engum var bannað að koma til landsins og stífari bakgrunnskoðanir áttu eingöngu við flóttamenn frá Írak.
Donald Trump Flóttamenn Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump þvertekur fyrir að tilskipun hans hafi valdið ringulreið á flugvöllum Segir að bilun í kerfi flugfélagsins Delta og mótmælendur hafi skapað ástandið. 30. janúar 2017 15:11 Hvaðan fær Trump valdið til að setja forsetatilskipanir? Eitt af því sem fylgir því að vera forseti Bandaríkjanna er að geta sett tilskipanir sem ríkisstjórnin og ríkisstofnanir vinna eftir. 30. janúar 2017 14:00 Trump: Blátt bann við komu 134 milljóna múslima til Bandaríkjanna Tilskipun sem forseti Bandaríkjanna undirritaði í gær nær einnig til flóttafólks og handhafa græna kortsins. 28. janúar 2017 20:21 Krefjast þess að hætt verði við opinbera heimsókn Trump Meira en milljón manns hafa skrifað undir beiðni þess efnis að yfirvöld í Bretlandi hætti við að bjóða Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, í opinbera heimsókn til Bretlands. 30. janúar 2017 10:45 Obama styður mótmælin gegn Trump: „Bandarísk gildi eru í húfi“ Barack Obama hefur sent frá sér sína fyrstu yfirlýsingu frá því að hann lét af embætti forseta Bandaríkjanna. 30. janúar 2017 20:02 Bandarískir embættismenn mótmæla tilskipun Trump Tugir embættismanna í bandarísku utanríkisþjónustunni hyggjast mótmæla tilskipun Bandaríkjaforseta um takmarkanir á ferðum ríkisborgara sjö múslimaríkja til Bandaríkjanna. 30. janúar 2017 22:07 Íslenskir þingmenn fordæma tilskipun Bandaríkjaforseta Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra Íslands, mun koma áleiðis skýrum skilaboðum stjórnvalda sem fordæma tilskipun forseta Bandaríkjanna sem bannar ríkisborgurum sjö þjóða að koma til landsins. 30. janúar 2017 05:00 Mótmælt víða um Bandaríkin Mótmæla ákvörðun Bandaríkjaforseta um að loka landamærum fyrir innflytjendum. 29. janúar 2017 22:15 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Fleiri fréttir Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Sjá meira
Trump þvertekur fyrir að tilskipun hans hafi valdið ringulreið á flugvöllum Segir að bilun í kerfi flugfélagsins Delta og mótmælendur hafi skapað ástandið. 30. janúar 2017 15:11
Hvaðan fær Trump valdið til að setja forsetatilskipanir? Eitt af því sem fylgir því að vera forseti Bandaríkjanna er að geta sett tilskipanir sem ríkisstjórnin og ríkisstofnanir vinna eftir. 30. janúar 2017 14:00
Trump: Blátt bann við komu 134 milljóna múslima til Bandaríkjanna Tilskipun sem forseti Bandaríkjanna undirritaði í gær nær einnig til flóttafólks og handhafa græna kortsins. 28. janúar 2017 20:21
Krefjast þess að hætt verði við opinbera heimsókn Trump Meira en milljón manns hafa skrifað undir beiðni þess efnis að yfirvöld í Bretlandi hætti við að bjóða Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, í opinbera heimsókn til Bretlands. 30. janúar 2017 10:45
Obama styður mótmælin gegn Trump: „Bandarísk gildi eru í húfi“ Barack Obama hefur sent frá sér sína fyrstu yfirlýsingu frá því að hann lét af embætti forseta Bandaríkjanna. 30. janúar 2017 20:02
Bandarískir embættismenn mótmæla tilskipun Trump Tugir embættismanna í bandarísku utanríkisþjónustunni hyggjast mótmæla tilskipun Bandaríkjaforseta um takmarkanir á ferðum ríkisborgara sjö múslimaríkja til Bandaríkjanna. 30. janúar 2017 22:07
Íslenskir þingmenn fordæma tilskipun Bandaríkjaforseta Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra Íslands, mun koma áleiðis skýrum skilaboðum stjórnvalda sem fordæma tilskipun forseta Bandaríkjanna sem bannar ríkisborgurum sjö þjóða að koma til landsins. 30. janúar 2017 05:00
Mótmælt víða um Bandaríkin Mótmæla ákvörðun Bandaríkjaforseta um að loka landamærum fyrir innflytjendum. 29. janúar 2017 22:15