Sport

Smá stærðarmunur í þessu viðtali | Myndir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Simone Biles er risastórt nafn í íþróttaheiminum en hún sjálf er verður seint talin vera há í loftinu.

Þetta kom vel í ljós á fjölmiðladegi í tengslum við Super Bowl leikinn sem er fram í Houston um næstu helgi.

Hin nítján ára gamla Simone Biles vann fern gullverðlaun og ein bronsverðlaun á Ólympíuleikunum í Ríó og var stjarna leikanna.

Hún varð í kjölfarið ein þekktasta íþróttastjarna Bandaríkjanna og hefur verið mikið í fjölmiðlum síðan.

Simone Biles fékk nú að kynnast því að vera hinum megin við borðið eftir að hafa tekið að sér að vinna efni fyrir Inside Edition þáttinn í tengslum við Super Bowl.

Hún var send á fjölmiðlafund með leikmönnum Super Bowl liðanna New England Patriots og Atlanta Falcons. Það var náttúrulega gefið að Biles þyrfti þar að tala við miklu breiðari og hærri íþróttamenn

Simone Biles sem er aðeins 142 sentímetrar á hæð fékk síðan það verkefni að taka hávaxnasta leikmann Atlanta Falcons í viðtal.

Levine Toilolo er 203 sentímetrar á hæð og því 61 sentímetra hærri en Simone Biles. Það er því ekkert skrýtið að viðtalið hafi vakið athygli með annars fjölmiðlafólks.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×