Aðalritari Sameinuðu þjóðanna varar við landamæraeftirliti sem byggir á fordómum Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 31. janúar 2017 23:30 Antonio Guterres, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, segir að leggja þurfi áherslu á að landamæraeftirlit mismuni ekki fólki. Vísir/AFP Antonio Guterres, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, segir að leggja þurfi áherslu á að landamæraeftirlit mismuni ekki fólki. Talið er að með yfirlýsingu sinni vilji Guterres gagnrýna tilskipun Donalds Trump Bandaríkjaforseta sem meinar ríkisborgurum sjö múslimalanda að ferðast til Bandaríkjanna. Tilskipunina undirritaði Trump síðastliðinn föstudag og sagði að um tímabundar aðgerðir væri að ræða. Hún meinar öllum ríkisborgurum Íraks, Írans, Líbíu, Sómalíu, Súdans, Sýrlands og Jemens inngöngu í Bandaríkin og gildir slíkt einnig um fólk frá þessum ríkjum sem eru handhafar græna kortsins. „Lönd hafa rétt á, og jafnvel ber þeim skylda til, að haga landamæraeftirliti á þann hátt að hryðjuverkasamtök nái ekki að skjóta þar rótum,“ sagði Guterres í dag. „Þetta má þó ekki byggja á nokkurs konar mismunun byggðri á trúarbrögðum, kynþætti eða þjóðerni. Það stríðir gegn þeim grundvallargildum sem samfélög okkar eru byggð á.“ Þó að Guterres hafi ekki nefnt Donald Trump Bandaríkjaforseta á nafn er talið að yfirlýsing Guterres sé viðbrgað við tilskipun Trump sem meinar ríkisborgunum sjö múslimalanda að ferðast til Bandaríkjanna. „Aðgerðir sem eru gerðar í blindni, en ekki byggðar á haldbærum gögnum, eiga það til að vera árangurslausar vegna þess að háþróuð hryðjuverkasamtök geta sneitt hjá þeim.“ sagði Guterres. Hann varaði einnig við því að aðgerðir sem byggðar eru á mismunun gæti vakið ótta og reiði sem gæti greitt veginn fyrir áróður hryðjuverkasamtaka. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Starfandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna rekinn Sally Yates, hafði dregið lögmæti "múslimabannsins“ í efa. 31. janúar 2017 09:01 „Hef áhyggjur af því að forseti Bandaríkjanna sé fasisti, kvenhatari og rasisti“ Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, lýsir yfir áhyggjum vegna Bandaríkjaforseta. 31. janúar 2017 15:14 Íslensk stjórnvöld mótmæla tilskipun Trump Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hefur komið á framfæri mótmælum íslenskra stjórnvalda við tilskipun Bandaríkjaforseta um bann við komu flóttafólks og borgara sjö ríkja til Bandaríkjanna. 31. janúar 2017 12:48 Tusk segir ríkisstjórn Trump ógna ESB Setur Trump í sama flokk og Kína, Rússa og íslamista. 31. janúar 2017 15:46 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Skipverji brotnaði og móttöku frestað Innlent Fleiri fréttir Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Sjá meira
Antonio Guterres, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, segir að leggja þurfi áherslu á að landamæraeftirlit mismuni ekki fólki. Talið er að með yfirlýsingu sinni vilji Guterres gagnrýna tilskipun Donalds Trump Bandaríkjaforseta sem meinar ríkisborgurum sjö múslimalanda að ferðast til Bandaríkjanna. Tilskipunina undirritaði Trump síðastliðinn föstudag og sagði að um tímabundar aðgerðir væri að ræða. Hún meinar öllum ríkisborgurum Íraks, Írans, Líbíu, Sómalíu, Súdans, Sýrlands og Jemens inngöngu í Bandaríkin og gildir slíkt einnig um fólk frá þessum ríkjum sem eru handhafar græna kortsins. „Lönd hafa rétt á, og jafnvel ber þeim skylda til, að haga landamæraeftirliti á þann hátt að hryðjuverkasamtök nái ekki að skjóta þar rótum,“ sagði Guterres í dag. „Þetta má þó ekki byggja á nokkurs konar mismunun byggðri á trúarbrögðum, kynþætti eða þjóðerni. Það stríðir gegn þeim grundvallargildum sem samfélög okkar eru byggð á.“ Þó að Guterres hafi ekki nefnt Donald Trump Bandaríkjaforseta á nafn er talið að yfirlýsing Guterres sé viðbrgað við tilskipun Trump sem meinar ríkisborgunum sjö múslimalanda að ferðast til Bandaríkjanna. „Aðgerðir sem eru gerðar í blindni, en ekki byggðar á haldbærum gögnum, eiga það til að vera árangurslausar vegna þess að háþróuð hryðjuverkasamtök geta sneitt hjá þeim.“ sagði Guterres. Hann varaði einnig við því að aðgerðir sem byggðar eru á mismunun gæti vakið ótta og reiði sem gæti greitt veginn fyrir áróður hryðjuverkasamtaka.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Starfandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna rekinn Sally Yates, hafði dregið lögmæti "múslimabannsins“ í efa. 31. janúar 2017 09:01 „Hef áhyggjur af því að forseti Bandaríkjanna sé fasisti, kvenhatari og rasisti“ Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, lýsir yfir áhyggjum vegna Bandaríkjaforseta. 31. janúar 2017 15:14 Íslensk stjórnvöld mótmæla tilskipun Trump Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hefur komið á framfæri mótmælum íslenskra stjórnvalda við tilskipun Bandaríkjaforseta um bann við komu flóttafólks og borgara sjö ríkja til Bandaríkjanna. 31. janúar 2017 12:48 Tusk segir ríkisstjórn Trump ógna ESB Setur Trump í sama flokk og Kína, Rússa og íslamista. 31. janúar 2017 15:46 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Skipverji brotnaði og móttöku frestað Innlent Fleiri fréttir Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Sjá meira
Starfandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna rekinn Sally Yates, hafði dregið lögmæti "múslimabannsins“ í efa. 31. janúar 2017 09:01
„Hef áhyggjur af því að forseti Bandaríkjanna sé fasisti, kvenhatari og rasisti“ Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, lýsir yfir áhyggjum vegna Bandaríkjaforseta. 31. janúar 2017 15:14
Íslensk stjórnvöld mótmæla tilskipun Trump Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hefur komið á framfæri mótmælum íslenskra stjórnvalda við tilskipun Bandaríkjaforseta um bann við komu flóttafólks og borgara sjö ríkja til Bandaríkjanna. 31. janúar 2017 12:48
Tusk segir ríkisstjórn Trump ógna ESB Setur Trump í sama flokk og Kína, Rússa og íslamista. 31. janúar 2017 15:46