Donald Trump orðinn forseti Bandaríkjanna Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 20. janúar 2017 17:00 Donald Trump sór embættiseið rétt í þessu. Vísir/Getty Donald John Trump hefur tekið við embætti forseta Bandaríkjanna. Hann sór embættiseið rétt í þessu. Trump er 45. maðurinn til að gegna embætti bandaríkjaforseta. Trump hafði betur gegn Hillary Clinton í forsetakosningunum vestanhafs í nóvember síðastliðnum. Hlaut hann 304 kjörmenn, en 270 kjörmenn þarf til að sigra í forsetakosningum í Bandaríkjunum. Donald Trump fæddist í Queens í Bandaríkjunum árið 1946. Hann var næstyngstur af fimm börnum Fred og Mary Trump. Faðir hans var einn af stærstu verktökum og leigusölum New York-borgar og er Donald sagður hafa lært ansi margt af föður sínum þegar kemur að viðskiptum. Eftir að hafa lokið námi við háskólann í Pennsylvaniu árið 1968 ákvað hann að einbeita sér að fjárfestingum á fasteignamarkaðinum sem hann gerði með einni milljón dollara sem hann fékk að láni frá föður sínum.Varð áberandi á Manhattan Trump ákvað síðar að leggja áherslu á íburðarmiklar byggingar á Manhattan-eyju, en á meðal framkvæmda má nefna hvernig hið niðurnídda Commodore hótel var gert upp og fékk síðar nafnið Grand Hyatt. Þá reisti hann einnig 68 hæða Trump-turninn við Fifth Avenue, eina af glæsilegustu breiðgötum New York-borgar. Hann var ekki bara á fasteignamarkaði Manhattan því hann stundaði næturlífið grimmt og vingaðist við stjörnurnar. Trump-byggingarnar urðu fleiri, Trump Place, Trump World Tower og Tump International Hotel svo dæmi séu tekin, en finna má Trump-turna í Múmbaí, Istanbul og Filipseyjum. Hann hefur stofnað hótel og spilavíti og fjölda annarra fyrirtækja en fjögur þeirra hafa farið í gjaldþrot: The Trump Taj Mahal, Trump Plaza Hotel, Trump Hotels and Casinos Resorts og Trump Entertainment Resorts. Trump hefur einnig verið í skemmtanabransanum en frá 1996 til 2015 var hann eigandi fegurðarsamkeppnanna Miss Universe, Miss USA og Miss Teen USA. Árið 2003 var frumsýndur raunveruleikaþáttur hans The Apprentice þar sem þátttakendur kepptust um að hreppa stjórnunarstöðu innan Trump-samsteypunnar.Kvænst þrisvar Hann hefur kvænst þrisvar. Sú fyrsta var Ivana Zelnickova, tékknesk íþróttakona og fyrirsæta. Þau áttu saman þrjú börn, Donald yngri, Ivönku og Eric. Þau skildu síðan árið 1990. Árið 1993 kvæntist Trump Marla Maples en saman eignuðust þau dóttur sem þau nefndu Tiffany. Þau skildu árið 1999. Hann gekk að eiga fyrirsætuna Melania Knauss árið 2005 og eiga þau saman soninn Barron William Trump.Nærri því 30 ára daður við forsetaembætti Árið 1987 viðraði Trump fyrst opinberlega þá hugmynd að bjóða sig fram í embætti forseta Bandaríkjanna. Árið 2000 reyndi hann að verða forsetaefni Umbótaflokksins í Bandaríkjunum en dró sig síðar úr baráttunni. Árið 2008 fór hann fyrir hópi sem vildi meina að Barack Obama hefði ekki fæðst í Bandaríkjunum. Þær fullyrðingar hafa verið hraktar en Obama fæddist á Hawaii. Í júní í fyrra tilkynnti Trump formlega að hann ætlaði að sækjast eftir því að verða forsetaefni Repúblikanaflokksins. Hann hlaut þá tilnefningu undir slagorðinu Make America Great Again. Hann lofaði að styrkja bandarískan efnahag, reisa vegg á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó og banna tímabundið múslimum að koma til landsinsHægt er að fylgjast með innsetningarathöfninni í beinni útsendingu í spilaranum hér fyrir neðan. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira
Donald John Trump hefur tekið við embætti forseta Bandaríkjanna. Hann sór embættiseið rétt í þessu. Trump er 45. maðurinn til að gegna embætti bandaríkjaforseta. Trump hafði betur gegn Hillary Clinton í forsetakosningunum vestanhafs í nóvember síðastliðnum. Hlaut hann 304 kjörmenn, en 270 kjörmenn þarf til að sigra í forsetakosningum í Bandaríkjunum. Donald Trump fæddist í Queens í Bandaríkjunum árið 1946. Hann var næstyngstur af fimm börnum Fred og Mary Trump. Faðir hans var einn af stærstu verktökum og leigusölum New York-borgar og er Donald sagður hafa lært ansi margt af föður sínum þegar kemur að viðskiptum. Eftir að hafa lokið námi við háskólann í Pennsylvaniu árið 1968 ákvað hann að einbeita sér að fjárfestingum á fasteignamarkaðinum sem hann gerði með einni milljón dollara sem hann fékk að láni frá föður sínum.Varð áberandi á Manhattan Trump ákvað síðar að leggja áherslu á íburðarmiklar byggingar á Manhattan-eyju, en á meðal framkvæmda má nefna hvernig hið niðurnídda Commodore hótel var gert upp og fékk síðar nafnið Grand Hyatt. Þá reisti hann einnig 68 hæða Trump-turninn við Fifth Avenue, eina af glæsilegustu breiðgötum New York-borgar. Hann var ekki bara á fasteignamarkaði Manhattan því hann stundaði næturlífið grimmt og vingaðist við stjörnurnar. Trump-byggingarnar urðu fleiri, Trump Place, Trump World Tower og Tump International Hotel svo dæmi séu tekin, en finna má Trump-turna í Múmbaí, Istanbul og Filipseyjum. Hann hefur stofnað hótel og spilavíti og fjölda annarra fyrirtækja en fjögur þeirra hafa farið í gjaldþrot: The Trump Taj Mahal, Trump Plaza Hotel, Trump Hotels and Casinos Resorts og Trump Entertainment Resorts. Trump hefur einnig verið í skemmtanabransanum en frá 1996 til 2015 var hann eigandi fegurðarsamkeppnanna Miss Universe, Miss USA og Miss Teen USA. Árið 2003 var frumsýndur raunveruleikaþáttur hans The Apprentice þar sem þátttakendur kepptust um að hreppa stjórnunarstöðu innan Trump-samsteypunnar.Kvænst þrisvar Hann hefur kvænst þrisvar. Sú fyrsta var Ivana Zelnickova, tékknesk íþróttakona og fyrirsæta. Þau áttu saman þrjú börn, Donald yngri, Ivönku og Eric. Þau skildu síðan árið 1990. Árið 1993 kvæntist Trump Marla Maples en saman eignuðust þau dóttur sem þau nefndu Tiffany. Þau skildu árið 1999. Hann gekk að eiga fyrirsætuna Melania Knauss árið 2005 og eiga þau saman soninn Barron William Trump.Nærri því 30 ára daður við forsetaembætti Árið 1987 viðraði Trump fyrst opinberlega þá hugmynd að bjóða sig fram í embætti forseta Bandaríkjanna. Árið 2000 reyndi hann að verða forsetaefni Umbótaflokksins í Bandaríkjunum en dró sig síðar úr baráttunni. Árið 2008 fór hann fyrir hópi sem vildi meina að Barack Obama hefði ekki fæðst í Bandaríkjunum. Þær fullyrðingar hafa verið hraktar en Obama fæddist á Hawaii. Í júní í fyrra tilkynnti Trump formlega að hann ætlaði að sækjast eftir því að verða forsetaefni Repúblikanaflokksins. Hann hlaut þá tilnefningu undir slagorðinu Make America Great Again. Hann lofaði að styrkja bandarískan efnahag, reisa vegg á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó og banna tímabundið múslimum að koma til landsinsHægt er að fylgjast með innsetningarathöfninni í beinni útsendingu í spilaranum hér fyrir neðan.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira