Donald Trump orðinn forseti Bandaríkjanna Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 20. janúar 2017 17:00 Donald Trump sór embættiseið rétt í þessu. Vísir/Getty Donald John Trump hefur tekið við embætti forseta Bandaríkjanna. Hann sór embættiseið rétt í þessu. Trump er 45. maðurinn til að gegna embætti bandaríkjaforseta. Trump hafði betur gegn Hillary Clinton í forsetakosningunum vestanhafs í nóvember síðastliðnum. Hlaut hann 304 kjörmenn, en 270 kjörmenn þarf til að sigra í forsetakosningum í Bandaríkjunum. Donald Trump fæddist í Queens í Bandaríkjunum árið 1946. Hann var næstyngstur af fimm börnum Fred og Mary Trump. Faðir hans var einn af stærstu verktökum og leigusölum New York-borgar og er Donald sagður hafa lært ansi margt af föður sínum þegar kemur að viðskiptum. Eftir að hafa lokið námi við háskólann í Pennsylvaniu árið 1968 ákvað hann að einbeita sér að fjárfestingum á fasteignamarkaðinum sem hann gerði með einni milljón dollara sem hann fékk að láni frá föður sínum.Varð áberandi á Manhattan Trump ákvað síðar að leggja áherslu á íburðarmiklar byggingar á Manhattan-eyju, en á meðal framkvæmda má nefna hvernig hið niðurnídda Commodore hótel var gert upp og fékk síðar nafnið Grand Hyatt. Þá reisti hann einnig 68 hæða Trump-turninn við Fifth Avenue, eina af glæsilegustu breiðgötum New York-borgar. Hann var ekki bara á fasteignamarkaði Manhattan því hann stundaði næturlífið grimmt og vingaðist við stjörnurnar. Trump-byggingarnar urðu fleiri, Trump Place, Trump World Tower og Tump International Hotel svo dæmi séu tekin, en finna má Trump-turna í Múmbaí, Istanbul og Filipseyjum. Hann hefur stofnað hótel og spilavíti og fjölda annarra fyrirtækja en fjögur þeirra hafa farið í gjaldþrot: The Trump Taj Mahal, Trump Plaza Hotel, Trump Hotels and Casinos Resorts og Trump Entertainment Resorts. Trump hefur einnig verið í skemmtanabransanum en frá 1996 til 2015 var hann eigandi fegurðarsamkeppnanna Miss Universe, Miss USA og Miss Teen USA. Árið 2003 var frumsýndur raunveruleikaþáttur hans The Apprentice þar sem þátttakendur kepptust um að hreppa stjórnunarstöðu innan Trump-samsteypunnar.Kvænst þrisvar Hann hefur kvænst þrisvar. Sú fyrsta var Ivana Zelnickova, tékknesk íþróttakona og fyrirsæta. Þau áttu saman þrjú börn, Donald yngri, Ivönku og Eric. Þau skildu síðan árið 1990. Árið 1993 kvæntist Trump Marla Maples en saman eignuðust þau dóttur sem þau nefndu Tiffany. Þau skildu árið 1999. Hann gekk að eiga fyrirsætuna Melania Knauss árið 2005 og eiga þau saman soninn Barron William Trump.Nærri því 30 ára daður við forsetaembætti Árið 1987 viðraði Trump fyrst opinberlega þá hugmynd að bjóða sig fram í embætti forseta Bandaríkjanna. Árið 2000 reyndi hann að verða forsetaefni Umbótaflokksins í Bandaríkjunum en dró sig síðar úr baráttunni. Árið 2008 fór hann fyrir hópi sem vildi meina að Barack Obama hefði ekki fæðst í Bandaríkjunum. Þær fullyrðingar hafa verið hraktar en Obama fæddist á Hawaii. Í júní í fyrra tilkynnti Trump formlega að hann ætlaði að sækjast eftir því að verða forsetaefni Repúblikanaflokksins. Hann hlaut þá tilnefningu undir slagorðinu Make America Great Again. Hann lofaði að styrkja bandarískan efnahag, reisa vegg á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó og banna tímabundið múslimum að koma til landsinsHægt er að fylgjast með innsetningarathöfninni í beinni útsendingu í spilaranum hér fyrir neðan. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Fleiri fréttir Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu Sjá meira
Donald John Trump hefur tekið við embætti forseta Bandaríkjanna. Hann sór embættiseið rétt í þessu. Trump er 45. maðurinn til að gegna embætti bandaríkjaforseta. Trump hafði betur gegn Hillary Clinton í forsetakosningunum vestanhafs í nóvember síðastliðnum. Hlaut hann 304 kjörmenn, en 270 kjörmenn þarf til að sigra í forsetakosningum í Bandaríkjunum. Donald Trump fæddist í Queens í Bandaríkjunum árið 1946. Hann var næstyngstur af fimm börnum Fred og Mary Trump. Faðir hans var einn af stærstu verktökum og leigusölum New York-borgar og er Donald sagður hafa lært ansi margt af föður sínum þegar kemur að viðskiptum. Eftir að hafa lokið námi við háskólann í Pennsylvaniu árið 1968 ákvað hann að einbeita sér að fjárfestingum á fasteignamarkaðinum sem hann gerði með einni milljón dollara sem hann fékk að láni frá föður sínum.Varð áberandi á Manhattan Trump ákvað síðar að leggja áherslu á íburðarmiklar byggingar á Manhattan-eyju, en á meðal framkvæmda má nefna hvernig hið niðurnídda Commodore hótel var gert upp og fékk síðar nafnið Grand Hyatt. Þá reisti hann einnig 68 hæða Trump-turninn við Fifth Avenue, eina af glæsilegustu breiðgötum New York-borgar. Hann var ekki bara á fasteignamarkaði Manhattan því hann stundaði næturlífið grimmt og vingaðist við stjörnurnar. Trump-byggingarnar urðu fleiri, Trump Place, Trump World Tower og Tump International Hotel svo dæmi séu tekin, en finna má Trump-turna í Múmbaí, Istanbul og Filipseyjum. Hann hefur stofnað hótel og spilavíti og fjölda annarra fyrirtækja en fjögur þeirra hafa farið í gjaldþrot: The Trump Taj Mahal, Trump Plaza Hotel, Trump Hotels and Casinos Resorts og Trump Entertainment Resorts. Trump hefur einnig verið í skemmtanabransanum en frá 1996 til 2015 var hann eigandi fegurðarsamkeppnanna Miss Universe, Miss USA og Miss Teen USA. Árið 2003 var frumsýndur raunveruleikaþáttur hans The Apprentice þar sem þátttakendur kepptust um að hreppa stjórnunarstöðu innan Trump-samsteypunnar.Kvænst þrisvar Hann hefur kvænst þrisvar. Sú fyrsta var Ivana Zelnickova, tékknesk íþróttakona og fyrirsæta. Þau áttu saman þrjú börn, Donald yngri, Ivönku og Eric. Þau skildu síðan árið 1990. Árið 1993 kvæntist Trump Marla Maples en saman eignuðust þau dóttur sem þau nefndu Tiffany. Þau skildu árið 1999. Hann gekk að eiga fyrirsætuna Melania Knauss árið 2005 og eiga þau saman soninn Barron William Trump.Nærri því 30 ára daður við forsetaembætti Árið 1987 viðraði Trump fyrst opinberlega þá hugmynd að bjóða sig fram í embætti forseta Bandaríkjanna. Árið 2000 reyndi hann að verða forsetaefni Umbótaflokksins í Bandaríkjunum en dró sig síðar úr baráttunni. Árið 2008 fór hann fyrir hópi sem vildi meina að Barack Obama hefði ekki fæðst í Bandaríkjunum. Þær fullyrðingar hafa verið hraktar en Obama fæddist á Hawaii. Í júní í fyrra tilkynnti Trump formlega að hann ætlaði að sækjast eftir því að verða forsetaefni Repúblikanaflokksins. Hann hlaut þá tilnefningu undir slagorðinu Make America Great Again. Hann lofaði að styrkja bandarískan efnahag, reisa vegg á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó og banna tímabundið múslimum að koma til landsinsHægt er að fylgjast með innsetningarathöfninni í beinni útsendingu í spilaranum hér fyrir neðan.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Fleiri fréttir Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu Sjá meira