Konur um allan heim mótmæla Donald Trump Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. janúar 2017 10:05 Frá mótmælagöngu kvenna í Melbourne í dag. vísir/getty Konur halda mótmælagöngur víða um heim í dag gegn Donald Trump, 45. forseta Bandaríkjanna. Búist er við því að yfir hálf milljón kvenna komi saman í Washington DC, höfuðborg Bandaríkjanna þar sem Trump sór embættiseið að bandarísku stjórnarskránni er hann tók við embætti í gær. Þá er búið að skipuleggja sams konar mótmælagöngur í rúmlega 160 borgum í öllum heimsálfum en í umfjöllun Guardian um mótmælin segir að allt að 1,5 milljónir kvenna muni mótmæla Trump í dag. Búið er að skipuleggja göngu í Reykjavík sem hefst klukkan 14 samkvæmt Facebook-síðu viðburðarins. Verður gengið frá Arnarhóli að Austurvelli. Evvie Harmon, ein af þeim sem hefur skipulagt göngurnar, segir að konur um allan heim hafi setið á púðurtunnu um langt skeið og kjör Trump hafi verið það sem kveikti í þeirri tunnu. Trump hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir kvenfyrirlitningu og að virða ekki mannréttindi jaðarhópa, til að mynda samkynhneigðra, en skömmu eftir að hann tók við embætti í gær var öll umfjöllun um málefni hinsegin fólks í Bandaríkjunum fjarlægð af síðu Hvíta hússins. Réttindi hinsegin fólks voru hins vegar eitt af lykilmálum forvera Trump í embætti, Barack Obama. Búist er við því að kvennagangan í Washington verði stærsti viðburður sem tengja má við innsetningu nýs forseta í Bandaríkjunum. Mikil mótmæli voru í höfuðborginni í gær og voru um 200 manns handteknir í þeim. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Forsetinn setur Bandaríkin í fyrsta sæti Donald John Trump varð 45. forseti Bandaríkjanna í gær. Í innsetningarræðu sinni hvatti hann til sameiningar undir bandaríska fánanum. Forsetinn sagði að Bandaríkin og bandaríska þjóðin ættu alltaf að vera í fyrsta sæti. Dagar innantó 21. janúar 2017 07:00 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Sjá meira
Konur halda mótmælagöngur víða um heim í dag gegn Donald Trump, 45. forseta Bandaríkjanna. Búist er við því að yfir hálf milljón kvenna komi saman í Washington DC, höfuðborg Bandaríkjanna þar sem Trump sór embættiseið að bandarísku stjórnarskránni er hann tók við embætti í gær. Þá er búið að skipuleggja sams konar mótmælagöngur í rúmlega 160 borgum í öllum heimsálfum en í umfjöllun Guardian um mótmælin segir að allt að 1,5 milljónir kvenna muni mótmæla Trump í dag. Búið er að skipuleggja göngu í Reykjavík sem hefst klukkan 14 samkvæmt Facebook-síðu viðburðarins. Verður gengið frá Arnarhóli að Austurvelli. Evvie Harmon, ein af þeim sem hefur skipulagt göngurnar, segir að konur um allan heim hafi setið á púðurtunnu um langt skeið og kjör Trump hafi verið það sem kveikti í þeirri tunnu. Trump hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir kvenfyrirlitningu og að virða ekki mannréttindi jaðarhópa, til að mynda samkynhneigðra, en skömmu eftir að hann tók við embætti í gær var öll umfjöllun um málefni hinsegin fólks í Bandaríkjunum fjarlægð af síðu Hvíta hússins. Réttindi hinsegin fólks voru hins vegar eitt af lykilmálum forvera Trump í embætti, Barack Obama. Búist er við því að kvennagangan í Washington verði stærsti viðburður sem tengja má við innsetningu nýs forseta í Bandaríkjunum. Mikil mótmæli voru í höfuðborginni í gær og voru um 200 manns handteknir í þeim.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Forsetinn setur Bandaríkin í fyrsta sæti Donald John Trump varð 45. forseti Bandaríkjanna í gær. Í innsetningarræðu sinni hvatti hann til sameiningar undir bandaríska fánanum. Forsetinn sagði að Bandaríkin og bandaríska þjóðin ættu alltaf að vera í fyrsta sæti. Dagar innantó 21. janúar 2017 07:00 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Sjá meira
Forsetinn setur Bandaríkin í fyrsta sæti Donald John Trump varð 45. forseti Bandaríkjanna í gær. Í innsetningarræðu sinni hvatti hann til sameiningar undir bandaríska fánanum. Forsetinn sagði að Bandaríkin og bandaríska þjóðin ættu alltaf að vera í fyrsta sæti. Dagar innantó 21. janúar 2017 07:00