Ólafur: Var erfitt að gera leik úr þessu Henry Birgir Gunnarsson skrifar 21. janúar 2017 18:54 Ólafur í leiknum í kvöld. Vísir/EPA Ólafur Guðmundsson spilaði vel gegn Frökkum í kvöld en það var ekki nóg þegar strákarnir okkar féllu úr leik í 16-liða úrslitum á HM í handbolta. Frakkland vann að lokum sex marka sigur, 31-25. „Þetta var þungt hjá okkur í seinni hálfleik. Samt var ekkert við fyrri hálfleikinn sem gaf til kynna að þeir myndu gera eitthvað erfitt fyrir okkur,“ sagði Ólafur eftir leikinn. „En þeir leystu vel úr sínum málum í hálfleik og komust 4-5 mörkum yfir. Þá var erfitt fyrir okkur að gera leik úr þessu en mér fannst samt vel gert að minnka muninn í þrjú mörk eins og við gerðum þegar sjö mínútur voru eftir,“ sagði Ólafur enn fremur. Hann segir erfitt að útskýra hvað hafði gerst á upphafsmínútum síðari hálfleiks. „Kannski var það svipað og gegn Spáni. Við vorum að spila frábærlega en það vantar að fylgja því eftir og klára dæmið. Við náðum ekki að fylgja þessu eftir.“ Ólafur segir að það hafi verið sérstaklega gaman að spila þennan leik, fyrir framan svo marga áhorfendur. „Maður er svo sem ekkert mikið að spá í hvað það voru margir á leiknum. Það var bara mikið og svo er þetta bara venjulegur handboltavöllur með öllu tilheyrandi. Maður reynir bara að gera sitt besta.“ Ólafur átti magnaðan leik í fyrri hálfleik í kvöld, en það dró aðeins undan honum í síðari hálfleik. Hann segist ágætlega sáttur við frammistöðu sína á mótinu. „Þetta var upp og niður eins og gengur og gerist og var hjá öllu liðinu. Mér fannst við spila frábæra vörn stærstan hluta mótsins og markvarslan var í takti við það. Við þurfum að nýta okkur það í að skora fleiri auðveld mörk. Við megum vinna betur í sóknarleiknum en það eru góðir og slæmir kaflar í þessu hjá okkur. Maður fær kannski betri yfirsýn í þetta nú þegar mótið er búið fyrir okkur.“ Hann segir að það sé frábær stemning í íslenska landsliðshópnum og hann kvíðir ekki framtíðinni. „Við reynum að taka það sem við gerðum vel og byggja á því. Það eru margir nýir strákar í liðinu og það eru bjartir tímar fram undan hjá okkur.“ HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Twitter á flugi: Bilun fyrir hjartað Frábær fyrri hálfleikur íslenska liðsins gegn Frökkum hafa glatt marga í netheimum. 21. janúar 2017 17:46 Umfjöllun: Frakkland - Ísland 31-25 | Frakkar hnykluðu vöðvana eftir hlé Íslenska landsliðið í handbola er úr leik á heimsmeistaramótinu í Farkklandi eftir 31-25 tap fyrir gestgjöfunum í 16 liða úrslitum í kvöld. 21. janúar 2017 18:45 Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira
Ólafur Guðmundsson spilaði vel gegn Frökkum í kvöld en það var ekki nóg þegar strákarnir okkar féllu úr leik í 16-liða úrslitum á HM í handbolta. Frakkland vann að lokum sex marka sigur, 31-25. „Þetta var þungt hjá okkur í seinni hálfleik. Samt var ekkert við fyrri hálfleikinn sem gaf til kynna að þeir myndu gera eitthvað erfitt fyrir okkur,“ sagði Ólafur eftir leikinn. „En þeir leystu vel úr sínum málum í hálfleik og komust 4-5 mörkum yfir. Þá var erfitt fyrir okkur að gera leik úr þessu en mér fannst samt vel gert að minnka muninn í þrjú mörk eins og við gerðum þegar sjö mínútur voru eftir,“ sagði Ólafur enn fremur. Hann segir erfitt að útskýra hvað hafði gerst á upphafsmínútum síðari hálfleiks. „Kannski var það svipað og gegn Spáni. Við vorum að spila frábærlega en það vantar að fylgja því eftir og klára dæmið. Við náðum ekki að fylgja þessu eftir.“ Ólafur segir að það hafi verið sérstaklega gaman að spila þennan leik, fyrir framan svo marga áhorfendur. „Maður er svo sem ekkert mikið að spá í hvað það voru margir á leiknum. Það var bara mikið og svo er þetta bara venjulegur handboltavöllur með öllu tilheyrandi. Maður reynir bara að gera sitt besta.“ Ólafur átti magnaðan leik í fyrri hálfleik í kvöld, en það dró aðeins undan honum í síðari hálfleik. Hann segist ágætlega sáttur við frammistöðu sína á mótinu. „Þetta var upp og niður eins og gengur og gerist og var hjá öllu liðinu. Mér fannst við spila frábæra vörn stærstan hluta mótsins og markvarslan var í takti við það. Við þurfum að nýta okkur það í að skora fleiri auðveld mörk. Við megum vinna betur í sóknarleiknum en það eru góðir og slæmir kaflar í þessu hjá okkur. Maður fær kannski betri yfirsýn í þetta nú þegar mótið er búið fyrir okkur.“ Hann segir að það sé frábær stemning í íslenska landsliðshópnum og hann kvíðir ekki framtíðinni. „Við reynum að taka það sem við gerðum vel og byggja á því. Það eru margir nýir strákar í liðinu og það eru bjartir tímar fram undan hjá okkur.“
HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Twitter á flugi: Bilun fyrir hjartað Frábær fyrri hálfleikur íslenska liðsins gegn Frökkum hafa glatt marga í netheimum. 21. janúar 2017 17:46 Umfjöllun: Frakkland - Ísland 31-25 | Frakkar hnykluðu vöðvana eftir hlé Íslenska landsliðið í handbola er úr leik á heimsmeistaramótinu í Farkklandi eftir 31-25 tap fyrir gestgjöfunum í 16 liða úrslitum í kvöld. 21. janúar 2017 18:45 Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira
Twitter á flugi: Bilun fyrir hjartað Frábær fyrri hálfleikur íslenska liðsins gegn Frökkum hafa glatt marga í netheimum. 21. janúar 2017 17:46
Umfjöllun: Frakkland - Ísland 31-25 | Frakkar hnykluðu vöðvana eftir hlé Íslenska landsliðið í handbola er úr leik á heimsmeistaramótinu í Farkklandi eftir 31-25 tap fyrir gestgjöfunum í 16 liða úrslitum í kvöld. 21. janúar 2017 18:45