Ólafur: Var erfitt að gera leik úr þessu Henry Birgir Gunnarsson skrifar 21. janúar 2017 18:54 Ólafur í leiknum í kvöld. Vísir/EPA Ólafur Guðmundsson spilaði vel gegn Frökkum í kvöld en það var ekki nóg þegar strákarnir okkar féllu úr leik í 16-liða úrslitum á HM í handbolta. Frakkland vann að lokum sex marka sigur, 31-25. „Þetta var þungt hjá okkur í seinni hálfleik. Samt var ekkert við fyrri hálfleikinn sem gaf til kynna að þeir myndu gera eitthvað erfitt fyrir okkur,“ sagði Ólafur eftir leikinn. „En þeir leystu vel úr sínum málum í hálfleik og komust 4-5 mörkum yfir. Þá var erfitt fyrir okkur að gera leik úr þessu en mér fannst samt vel gert að minnka muninn í þrjú mörk eins og við gerðum þegar sjö mínútur voru eftir,“ sagði Ólafur enn fremur. Hann segir erfitt að útskýra hvað hafði gerst á upphafsmínútum síðari hálfleiks. „Kannski var það svipað og gegn Spáni. Við vorum að spila frábærlega en það vantar að fylgja því eftir og klára dæmið. Við náðum ekki að fylgja þessu eftir.“ Ólafur segir að það hafi verið sérstaklega gaman að spila þennan leik, fyrir framan svo marga áhorfendur. „Maður er svo sem ekkert mikið að spá í hvað það voru margir á leiknum. Það var bara mikið og svo er þetta bara venjulegur handboltavöllur með öllu tilheyrandi. Maður reynir bara að gera sitt besta.“ Ólafur átti magnaðan leik í fyrri hálfleik í kvöld, en það dró aðeins undan honum í síðari hálfleik. Hann segist ágætlega sáttur við frammistöðu sína á mótinu. „Þetta var upp og niður eins og gengur og gerist og var hjá öllu liðinu. Mér fannst við spila frábæra vörn stærstan hluta mótsins og markvarslan var í takti við það. Við þurfum að nýta okkur það í að skora fleiri auðveld mörk. Við megum vinna betur í sóknarleiknum en það eru góðir og slæmir kaflar í þessu hjá okkur. Maður fær kannski betri yfirsýn í þetta nú þegar mótið er búið fyrir okkur.“ Hann segir að það sé frábær stemning í íslenska landsliðshópnum og hann kvíðir ekki framtíðinni. „Við reynum að taka það sem við gerðum vel og byggja á því. Það eru margir nýir strákar í liðinu og það eru bjartir tímar fram undan hjá okkur.“ HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Twitter á flugi: Bilun fyrir hjartað Frábær fyrri hálfleikur íslenska liðsins gegn Frökkum hafa glatt marga í netheimum. 21. janúar 2017 17:46 Umfjöllun: Frakkland - Ísland 31-25 | Frakkar hnykluðu vöðvana eftir hlé Íslenska landsliðið í handbola er úr leik á heimsmeistaramótinu í Farkklandi eftir 31-25 tap fyrir gestgjöfunum í 16 liða úrslitum í kvöld. 21. janúar 2017 18:45 Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Ómar Ingi skyggði á Gidsel Handbolti Fleiri fréttir KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Sjá meira
Ólafur Guðmundsson spilaði vel gegn Frökkum í kvöld en það var ekki nóg þegar strákarnir okkar féllu úr leik í 16-liða úrslitum á HM í handbolta. Frakkland vann að lokum sex marka sigur, 31-25. „Þetta var þungt hjá okkur í seinni hálfleik. Samt var ekkert við fyrri hálfleikinn sem gaf til kynna að þeir myndu gera eitthvað erfitt fyrir okkur,“ sagði Ólafur eftir leikinn. „En þeir leystu vel úr sínum málum í hálfleik og komust 4-5 mörkum yfir. Þá var erfitt fyrir okkur að gera leik úr þessu en mér fannst samt vel gert að minnka muninn í þrjú mörk eins og við gerðum þegar sjö mínútur voru eftir,“ sagði Ólafur enn fremur. Hann segir erfitt að útskýra hvað hafði gerst á upphafsmínútum síðari hálfleiks. „Kannski var það svipað og gegn Spáni. Við vorum að spila frábærlega en það vantar að fylgja því eftir og klára dæmið. Við náðum ekki að fylgja þessu eftir.“ Ólafur segir að það hafi verið sérstaklega gaman að spila þennan leik, fyrir framan svo marga áhorfendur. „Maður er svo sem ekkert mikið að spá í hvað það voru margir á leiknum. Það var bara mikið og svo er þetta bara venjulegur handboltavöllur með öllu tilheyrandi. Maður reynir bara að gera sitt besta.“ Ólafur átti magnaðan leik í fyrri hálfleik í kvöld, en það dró aðeins undan honum í síðari hálfleik. Hann segist ágætlega sáttur við frammistöðu sína á mótinu. „Þetta var upp og niður eins og gengur og gerist og var hjá öllu liðinu. Mér fannst við spila frábæra vörn stærstan hluta mótsins og markvarslan var í takti við það. Við þurfum að nýta okkur það í að skora fleiri auðveld mörk. Við megum vinna betur í sóknarleiknum en það eru góðir og slæmir kaflar í þessu hjá okkur. Maður fær kannski betri yfirsýn í þetta nú þegar mótið er búið fyrir okkur.“ Hann segir að það sé frábær stemning í íslenska landsliðshópnum og hann kvíðir ekki framtíðinni. „Við reynum að taka það sem við gerðum vel og byggja á því. Það eru margir nýir strákar í liðinu og það eru bjartir tímar fram undan hjá okkur.“
HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Twitter á flugi: Bilun fyrir hjartað Frábær fyrri hálfleikur íslenska liðsins gegn Frökkum hafa glatt marga í netheimum. 21. janúar 2017 17:46 Umfjöllun: Frakkland - Ísland 31-25 | Frakkar hnykluðu vöðvana eftir hlé Íslenska landsliðið í handbola er úr leik á heimsmeistaramótinu í Farkklandi eftir 31-25 tap fyrir gestgjöfunum í 16 liða úrslitum í kvöld. 21. janúar 2017 18:45 Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Ómar Ingi skyggði á Gidsel Handbolti Fleiri fréttir KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Sjá meira
Twitter á flugi: Bilun fyrir hjartað Frábær fyrri hálfleikur íslenska liðsins gegn Frökkum hafa glatt marga í netheimum. 21. janúar 2017 17:46
Umfjöllun: Frakkland - Ísland 31-25 | Frakkar hnykluðu vöðvana eftir hlé Íslenska landsliðið í handbola er úr leik á heimsmeistaramótinu í Farkklandi eftir 31-25 tap fyrir gestgjöfunum í 16 liða úrslitum í kvöld. 21. janúar 2017 18:45
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti