Æ fleiri konur segja Trump hafa kynferðislega áreitt sig Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 21. janúar 2017 21:00 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/EPA Fjöldi kvenna sem saka Donald Trump, nýkjörinn forseta Bandaríkjanna um að hafa kynferðislega áreitt sig hleypur nú á tugum. Bandaríska fréttasíðan Vox fjallar um málið, en í fréttaskýringu miðilsins lýsa nokkrar konur því sem fór fram þegar Trump áreitti þær kynferðislega. Framkoma Trumps í garð kvenna komst í hámæli fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í október á seinasta ári þegar bandarískir fjölmiðlar komust yfir myndband af honum þar sem hann stærði sig af því að komast upp með að káfa á konum og kyssa þær, þar sem hann væri „stjarna.“„Ég dregst bara sjálfkrafa að fallegum konum. Ég byrja bara að kyssa þær, eins og segull. Bara kyssi þær. Ég bíð ekki einu sinni. Þegar þú ert stjarna leyfa þær þér það. Þú getur gert hvað sem er. Gripið í píkuna á þeim. Þú getur gert hvað sem er.“Lýsingar kvennanna á hegðun Trumps sláandi líkar hans eigin lýsingumÍ lýsingum kvennanna sem sakað hafa Trump um kynferðislega áreitni er hegðun Trumps sláandi lík þeirri hegðun Trumps í garð kvenna sem hann stærði sig af í umræddu myndbandi. Í lýsingum þeirra kemur meðal annars fram að hann hafi ekki beðið um leyfi, heldur kyssti hann þær og káfaði á þeim án viðvörunar. Til að mynda var Jessica Leeds um borð í flugvél með Trump árið 1987 þegar hann greip skyndilega um brjóst hennar og káfaði á lærum hennar. Hún yfirgaf sæti sitt í flugvélinni og sagði ekki frá málinu þar til Trump fór í framboð. Þá var Rachel Crooks í starfi móttökuritara í Trump Tower þegar Trump kyssti hana á munninn í fyrsta skiptið sem þau hittust. Nokkrum dögum síðar bað hann hana svo um númerið hennar. Summer Zervos stendur nú í málaferlum við Trump en hún var áður keppandi í þáttunum The Apprentice. Hún hefur lýst því hvernig hann kyssti hana á munninn tvisvar sinnum á vinnutíma og hvernig hann fór með hana í bústað þegar hann hafði sagst ætla að bjóða henni út að borða þar sem hann káfaði á henni og hóf að kyssa hana með opnum munni á sama tíma og hann þrýsti sér upp að henni. Þessar þrjár konur eru einungis hluti af þeim hópi kvenna sem allar hafa lýst svipaðri hegðun Trumps í sinn garð. Kemst upp með hegðun sína þar sem hann er „stjarna“Þær konur sem lýst hafa kynferðislegri áreitni Trumps hafa jafnframt sagt frá því hve erfitt hafi verið að stíga fram með sögur sínar og tala um áreiti Trumps vegna þeirrar staðreyndar að hann er valdamikil og fræg persóna. Rétt eins og Trump hafi haldið fram sjálfur, kemst hann upp með hegðun sína vegna þess að hann er „stjarna.“ Spurður um hegðun sína í garð kvenna og hvort að hann hefði kynferðislega áreitt konur í kappræðum fyrir kosningarnar í fyrra þvertók Trump fyrir að svo hefði verið. „Enginn ber meiri virðingu fyrir konum en ég“ sagði Trump þá. Neitun Trump á athæfi sínu varð til þess að fjöldi kvenna steig fram með sögur sínar og lýsti kynferðislegu áreiti Trumps í sinn garð. Talið er að um 1,5 milljónir kvenna um allan heim hafi mótmælt Trump í dag og fóru mótmæli meðal annars fram hér á Íslandi. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Margmenni á Austurvelli mótmælti Donald Trump: „Eigum að sýna börnunum okkar að hatur eigi aldrei rétt á sér“ Xárene Eskander skipulagði mótmæli í Reykjavík í dag gegn Donald Trump vegna þess að henni finnst mikilvægt að hatur í garð kvenna og annarra minnihlutahópa sé ekki talið venjulegt fyrir framtíðarkynslóðum. Fjöldi fólks mætti á mótmælin. 21. janúar 2017 16:34 Konur um allan heim mótmæla Donald Trump Konur halda mótmælagöngur víða um heim í dag gegn Donald Trump, 45. forseta Bandaríkjanna. Búist er við því að yfir hálf milljón kvenna komi saman í Washington DC, höfuðborg Bandaríkjanna þar sem Trump sór embættiseið að bandarísku stjórnarskránni er hann tók við embætti í gær. 21. janúar 2017 10:05 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Fleiri fréttir Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Sjá meira
Fjöldi kvenna sem saka Donald Trump, nýkjörinn forseta Bandaríkjanna um að hafa kynferðislega áreitt sig hleypur nú á tugum. Bandaríska fréttasíðan Vox fjallar um málið, en í fréttaskýringu miðilsins lýsa nokkrar konur því sem fór fram þegar Trump áreitti þær kynferðislega. Framkoma Trumps í garð kvenna komst í hámæli fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í október á seinasta ári þegar bandarískir fjölmiðlar komust yfir myndband af honum þar sem hann stærði sig af því að komast upp með að káfa á konum og kyssa þær, þar sem hann væri „stjarna.“„Ég dregst bara sjálfkrafa að fallegum konum. Ég byrja bara að kyssa þær, eins og segull. Bara kyssi þær. Ég bíð ekki einu sinni. Þegar þú ert stjarna leyfa þær þér það. Þú getur gert hvað sem er. Gripið í píkuna á þeim. Þú getur gert hvað sem er.“Lýsingar kvennanna á hegðun Trumps sláandi líkar hans eigin lýsingumÍ lýsingum kvennanna sem sakað hafa Trump um kynferðislega áreitni er hegðun Trumps sláandi lík þeirri hegðun Trumps í garð kvenna sem hann stærði sig af í umræddu myndbandi. Í lýsingum þeirra kemur meðal annars fram að hann hafi ekki beðið um leyfi, heldur kyssti hann þær og káfaði á þeim án viðvörunar. Til að mynda var Jessica Leeds um borð í flugvél með Trump árið 1987 þegar hann greip skyndilega um brjóst hennar og káfaði á lærum hennar. Hún yfirgaf sæti sitt í flugvélinni og sagði ekki frá málinu þar til Trump fór í framboð. Þá var Rachel Crooks í starfi móttökuritara í Trump Tower þegar Trump kyssti hana á munninn í fyrsta skiptið sem þau hittust. Nokkrum dögum síðar bað hann hana svo um númerið hennar. Summer Zervos stendur nú í málaferlum við Trump en hún var áður keppandi í þáttunum The Apprentice. Hún hefur lýst því hvernig hann kyssti hana á munninn tvisvar sinnum á vinnutíma og hvernig hann fór með hana í bústað þegar hann hafði sagst ætla að bjóða henni út að borða þar sem hann káfaði á henni og hóf að kyssa hana með opnum munni á sama tíma og hann þrýsti sér upp að henni. Þessar þrjár konur eru einungis hluti af þeim hópi kvenna sem allar hafa lýst svipaðri hegðun Trumps í sinn garð. Kemst upp með hegðun sína þar sem hann er „stjarna“Þær konur sem lýst hafa kynferðislegri áreitni Trumps hafa jafnframt sagt frá því hve erfitt hafi verið að stíga fram með sögur sínar og tala um áreiti Trumps vegna þeirrar staðreyndar að hann er valdamikil og fræg persóna. Rétt eins og Trump hafi haldið fram sjálfur, kemst hann upp með hegðun sína vegna þess að hann er „stjarna.“ Spurður um hegðun sína í garð kvenna og hvort að hann hefði kynferðislega áreitt konur í kappræðum fyrir kosningarnar í fyrra þvertók Trump fyrir að svo hefði verið. „Enginn ber meiri virðingu fyrir konum en ég“ sagði Trump þá. Neitun Trump á athæfi sínu varð til þess að fjöldi kvenna steig fram með sögur sínar og lýsti kynferðislegu áreiti Trumps í sinn garð. Talið er að um 1,5 milljónir kvenna um allan heim hafi mótmælt Trump í dag og fóru mótmæli meðal annars fram hér á Íslandi.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Margmenni á Austurvelli mótmælti Donald Trump: „Eigum að sýna börnunum okkar að hatur eigi aldrei rétt á sér“ Xárene Eskander skipulagði mótmæli í Reykjavík í dag gegn Donald Trump vegna þess að henni finnst mikilvægt að hatur í garð kvenna og annarra minnihlutahópa sé ekki talið venjulegt fyrir framtíðarkynslóðum. Fjöldi fólks mætti á mótmælin. 21. janúar 2017 16:34 Konur um allan heim mótmæla Donald Trump Konur halda mótmælagöngur víða um heim í dag gegn Donald Trump, 45. forseta Bandaríkjanna. Búist er við því að yfir hálf milljón kvenna komi saman í Washington DC, höfuðborg Bandaríkjanna þar sem Trump sór embættiseið að bandarísku stjórnarskránni er hann tók við embætti í gær. 21. janúar 2017 10:05 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Fleiri fréttir Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Sjá meira
Margmenni á Austurvelli mótmælti Donald Trump: „Eigum að sýna börnunum okkar að hatur eigi aldrei rétt á sér“ Xárene Eskander skipulagði mótmæli í Reykjavík í dag gegn Donald Trump vegna þess að henni finnst mikilvægt að hatur í garð kvenna og annarra minnihlutahópa sé ekki talið venjulegt fyrir framtíðarkynslóðum. Fjöldi fólks mætti á mótmælin. 21. janúar 2017 16:34
Konur um allan heim mótmæla Donald Trump Konur halda mótmælagöngur víða um heim í dag gegn Donald Trump, 45. forseta Bandaríkjanna. Búist er við því að yfir hálf milljón kvenna komi saman í Washington DC, höfuðborg Bandaríkjanna þar sem Trump sór embættiseið að bandarísku stjórnarskránni er hann tók við embætti í gær. 21. janúar 2017 10:05