Lögreglan engu nær um ferðir rauða bílsins á laugardagsmorgun Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. janúar 2017 10:31 Lögreglan vinnur út frá þeirri tilgátu að Birna hafi farið upp í bílinn á Laugavegi. mynd/lögreglan á höfuðborgarsvæðinu Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, segir lögregluna engu nær um ferðir rauða Kia Rio-bílsins á laugardagsmorgun milli klukkan 7 og 11:30. Á föstudag óskaði lögregla eftir myndefni úr bílum sem voru á ferð á þessum tíma á stóru svæði á suðvesturhorninu. Aðeins var óskað eftir myndefni sem kann að sýna rauðan Kia Rio en Grímur segir ekkert slíkt myndefni hafa komið fram. Þá hefur ökumaður hvíta bílsins sem sést á mynd í Hafnarfjarðarhöfn í hádeginu á laugardag og lögregla lýsti eftir ekki gefið sig fram. „Við höfum fengið margar ábendingar um hvaða bíll þetta geti verið en það hefur ekki borið árangur að við teljum okkur vera kominn með hann,“ segir Grímur. Tekist hefur að kortleggja ferðir rauða bílsins með nokkuð nákvæmum hætti frá því klukkan 05:25 til klukkan 7 innan höfuðborgarsvæðisins út frá eftirlitsmyndavélum og gögnum úr farsíma Birnu og grænlensku mannanna tveggja sem sitja í gæsluvarðhaldi grunaðir um aðild að hvarfinu.Útilokað að bíllinn hafi farið um Hvalfjarðargöng Í raun má segja að það eina sem liggi fyrir um ferðir bílsins frá klukkan 7 er að búið er að útiloka að hann hafi farið ofan í Hvalfjarðargöngin þar sem bíllinn sést ekki á neinum myndavélum þar. Aðspurður hvort annað myndefni, til að mynda frá Vegagerðinni, gefi engar vísbendingar um ferðir bílsins segir Grímur: „Við höfum ekki getað notað gögn úr myndavélum til þess að vera 100 prósent viss. Eins og í Hvalfjarðargöngunum þá er það nokkuð afmarkað hvaða bílar fara ofan í göngin en við höfum ekki getað notað annað myndefni til þess að staðsetja. En ég er fullviss um það að við erum með allt myndefni sem að er til nema þá það sem er í einkaeigu og viðkomandi veit ekki af því.“ Lögreglan vinnur út frá þeirri tilgátu að Birna hafi farið upp í bílinn á Laugavegi en komið hefur fram að ekkert bendir til þess að Birna og mennirnir hafi átt í einhverjum samskiptum áður. Þau sjást hvorki ræða saman á því myndefni sem til er úr miðbæ Reykjavíkur umrædda nótt né má merkja einhver samskipti á samfélagsmiðlum.Ekki áætlað að yfirheyra mennina í dag Grímur segir lögregluna ekki vita hvers vegna Birna hefur farið upp í bílinn; hvort að hún hafi ætlað að fá far eða hvort hún hafi mælt sér mót við mennina. „Þarna erum við ef svo má segja alveg í myrkri. Auðvitað er þetta hlutur sem maður ætti að spyrjast fyrir um og fá upplýsingar í yfirheyrslum en við höfum ekki fengið þessar upplýsingar. Það að velta svo fyrir sér huglægum hvata hennar fyrir að fara upp í bílinn, það er eitthvað sem verða aldrei neitt annað en vangaveltur.“ Að sögn Gríms er ekki fyrirhugað að yfirheyra mennina í dag nema eitthvað komi upp sem kalli á það en mennirnir eru báðir í einangrun á Litla-Hrauni. Grímur segist reikna með því að þeir verði yfirheyrðir á morgun þó vel geti verið að það verði ekki gert fyrr en á þriðjudag. Umfangsmikil leit fer fram að Birnu í dag en á meðan mun lögreglan halda áfram að vinna úr sínum rannsóknargögnum. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Ekki hægt að fullyrða að slökkt hafi verið handvirkt á síma Birnu Lögreglan getur ekki lengur fullyrt að slökkt hafi verið handvirkt á farsíma Birnu Brjánsdóttur við Flathraun í Hafnarfirði eins og áður var talið. 21. janúar 2017 18:30 Rannsókn þokaði lítið áfram í dag Grímur Grímsson segir að rannsókn hafi lítið þokað áfram í dag en enn er lýst eftir ökumanni hvítrar bifreiðar, sem er af gerðinni Honda Accord. 21. janúar 2017 22:00 Mikil einurð og samkennd í hópi björgunarsveitarmanna sem halda aftur til leitar að Birnu Á milli 400 og 500 björgunarsveitarmenn munu í dag halda áfram að leita að Birnu Brjánsdóttur og vísbendingum um hvar hana gæti verið að finna. Birnu hefur verið saknað í rúma viku, eða síðan á aðfaranótt laugardagsins 14. janúar. Leitin hefst um klukkan níu. 22. janúar 2017 08:57 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira
Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, segir lögregluna engu nær um ferðir rauða Kia Rio-bílsins á laugardagsmorgun milli klukkan 7 og 11:30. Á föstudag óskaði lögregla eftir myndefni úr bílum sem voru á ferð á þessum tíma á stóru svæði á suðvesturhorninu. Aðeins var óskað eftir myndefni sem kann að sýna rauðan Kia Rio en Grímur segir ekkert slíkt myndefni hafa komið fram. Þá hefur ökumaður hvíta bílsins sem sést á mynd í Hafnarfjarðarhöfn í hádeginu á laugardag og lögregla lýsti eftir ekki gefið sig fram. „Við höfum fengið margar ábendingar um hvaða bíll þetta geti verið en það hefur ekki borið árangur að við teljum okkur vera kominn með hann,“ segir Grímur. Tekist hefur að kortleggja ferðir rauða bílsins með nokkuð nákvæmum hætti frá því klukkan 05:25 til klukkan 7 innan höfuðborgarsvæðisins út frá eftirlitsmyndavélum og gögnum úr farsíma Birnu og grænlensku mannanna tveggja sem sitja í gæsluvarðhaldi grunaðir um aðild að hvarfinu.Útilokað að bíllinn hafi farið um Hvalfjarðargöng Í raun má segja að það eina sem liggi fyrir um ferðir bílsins frá klukkan 7 er að búið er að útiloka að hann hafi farið ofan í Hvalfjarðargöngin þar sem bíllinn sést ekki á neinum myndavélum þar. Aðspurður hvort annað myndefni, til að mynda frá Vegagerðinni, gefi engar vísbendingar um ferðir bílsins segir Grímur: „Við höfum ekki getað notað gögn úr myndavélum til þess að vera 100 prósent viss. Eins og í Hvalfjarðargöngunum þá er það nokkuð afmarkað hvaða bílar fara ofan í göngin en við höfum ekki getað notað annað myndefni til þess að staðsetja. En ég er fullviss um það að við erum með allt myndefni sem að er til nema þá það sem er í einkaeigu og viðkomandi veit ekki af því.“ Lögreglan vinnur út frá þeirri tilgátu að Birna hafi farið upp í bílinn á Laugavegi en komið hefur fram að ekkert bendir til þess að Birna og mennirnir hafi átt í einhverjum samskiptum áður. Þau sjást hvorki ræða saman á því myndefni sem til er úr miðbæ Reykjavíkur umrædda nótt né má merkja einhver samskipti á samfélagsmiðlum.Ekki áætlað að yfirheyra mennina í dag Grímur segir lögregluna ekki vita hvers vegna Birna hefur farið upp í bílinn; hvort að hún hafi ætlað að fá far eða hvort hún hafi mælt sér mót við mennina. „Þarna erum við ef svo má segja alveg í myrkri. Auðvitað er þetta hlutur sem maður ætti að spyrjast fyrir um og fá upplýsingar í yfirheyrslum en við höfum ekki fengið þessar upplýsingar. Það að velta svo fyrir sér huglægum hvata hennar fyrir að fara upp í bílinn, það er eitthvað sem verða aldrei neitt annað en vangaveltur.“ Að sögn Gríms er ekki fyrirhugað að yfirheyra mennina í dag nema eitthvað komi upp sem kalli á það en mennirnir eru báðir í einangrun á Litla-Hrauni. Grímur segist reikna með því að þeir verði yfirheyrðir á morgun þó vel geti verið að það verði ekki gert fyrr en á þriðjudag. Umfangsmikil leit fer fram að Birnu í dag en á meðan mun lögreglan halda áfram að vinna úr sínum rannsóknargögnum.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Ekki hægt að fullyrða að slökkt hafi verið handvirkt á síma Birnu Lögreglan getur ekki lengur fullyrt að slökkt hafi verið handvirkt á farsíma Birnu Brjánsdóttur við Flathraun í Hafnarfirði eins og áður var talið. 21. janúar 2017 18:30 Rannsókn þokaði lítið áfram í dag Grímur Grímsson segir að rannsókn hafi lítið þokað áfram í dag en enn er lýst eftir ökumanni hvítrar bifreiðar, sem er af gerðinni Honda Accord. 21. janúar 2017 22:00 Mikil einurð og samkennd í hópi björgunarsveitarmanna sem halda aftur til leitar að Birnu Á milli 400 og 500 björgunarsveitarmenn munu í dag halda áfram að leita að Birnu Brjánsdóttur og vísbendingum um hvar hana gæti verið að finna. Birnu hefur verið saknað í rúma viku, eða síðan á aðfaranótt laugardagsins 14. janúar. Leitin hefst um klukkan níu. 22. janúar 2017 08:57 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira
Ekki hægt að fullyrða að slökkt hafi verið handvirkt á síma Birnu Lögreglan getur ekki lengur fullyrt að slökkt hafi verið handvirkt á farsíma Birnu Brjánsdóttur við Flathraun í Hafnarfirði eins og áður var talið. 21. janúar 2017 18:30
Rannsókn þokaði lítið áfram í dag Grímur Grímsson segir að rannsókn hafi lítið þokað áfram í dag en enn er lýst eftir ökumanni hvítrar bifreiðar, sem er af gerðinni Honda Accord. 21. janúar 2017 22:00
Mikil einurð og samkennd í hópi björgunarsveitarmanna sem halda aftur til leitar að Birnu Á milli 400 og 500 björgunarsveitarmenn munu í dag halda áfram að leita að Birnu Brjánsdóttur og vísbendingum um hvar hana gæti verið að finna. Birnu hefur verið saknað í rúma viku, eða síðan á aðfaranótt laugardagsins 14. janúar. Leitin hefst um klukkan níu. 22. janúar 2017 08:57