Þetta eru ofboðslega flottir drengir Henry Birgir Gunnarsson skrifar 23. janúar 2017 06:30 Geir segir mönnum til á hliðarlínunni. vísir/getty Geir Sveinsson landsliðsþjálfari var svekktur en yfirvegaður eftir að íslenska landsliðið lauk keppni á HM eftir tap, 31-25, gegn Frökkum fyrir framan 28 þúsund áhorfendur í Lille. Ótrúleg umgjörð og þvílík reynsla fyrir okkar lið að fá að taka þátt í þessum leik. „Það er alltaf sama tilfinningin eftir tapleik. Þá er maður svekktur. Maður fer strax að hugsa um þennan litla kafla í upphafi seinni hálfleiks. Af hverju, því ég hafði góða tilfinningu fyrir þessu eftir hálfleikinn. Það er verið að dæma á okkur hluti sem mér finnst ekki vera réttir. Eins og skrefin á Óla Guðmunds. Þetta er líka það öflugt og gott lið að okkur er refsað um leið,“ segir Geir en hann var þó ánægður með viðhorf sinna manna eins og nokkrum sinnum áður á þessu móti. „Við hættum aldrei sem var jákvætt því ég hafði pínu áhyggjur um tíma að menn hefðu misst trú á verkefninu og því sem við vorum að gera. Við náðum að gíra okkur aftur inn og komum mjög flottir í lokakaflann. Ég taldi að við hefðum getað labbað í burtu með 2-3 marka tap. Það var fullt af jákvæðu. Ég hamraði mikið á því að menn myndu skilja allt eftir á gólfinu. Ekki sjá eftir neinu er menn löbbuðu af þessum frábæra velli. Ég er stoltur af drengjunum, stoltur af viljanum og stoltur af frammistöðunni.“ Geir lagði upp með margt á þessu móti. Meðal annars að breikka hópinn og gefa yngri, sem og reynsluminni mönnum tækifæri. Leyfa þeim að spila og gera sín mistök. Það sé nauðsynlegt til þess að þeir verði betri. „Okkur hefur tekist að breikka hópinn og fjölga leikmönnum í landsliðinu. Menn sem voru í minni hlutverkum eru farnir að stíga upp og ég tala ekki um alla þá sem hafa aldrei farið á stórmót. Þetta var kærkomið. Ég fékk fullt af svörum líka í þessu móti,“ segir Geir en hann var ekki alveg viss um að hann fengi öll þessi svör eftir undirbúningsleikina í Danmörku. „Þá voru sumir hlutir ekki 100 prósent og við vorum ekki vissir um að sumir hlutir myndu smella sem gerðu það. Ég er auðvitað gríðarlega ánægður með varnarleikinn heilt yfir á þessu móti. Ég vil meina að við höfum byggt upp virkilega massífa vörn. Vörnin í fyrri hálfleik í kvöld var stórkostleg. Sjáðu hverjir spiluðu fyrir Frakka. Þeir gátu aldrei leyft sér að slaka á. Markmiðið var að leggja inn fyrir framtíðinni og það hefur verið flottur stígandi. Við eigum kafla í hverjum einasta leik sem hefur kostað okkur eitthvað en það er fórnarkostnaðurinn. Hlutirnir koma með reynslunni.“ Það er ekki bara að Geir sé búinn að stækka hópinn heldur á liðið inni einn besta handboltamann heims í Aroni Pálmarssyni. „Það skemmir auðvitað ekki fyrir. Samt sem áður held ég að margir hafi stigið meira upp af því að Aron var ekki með okkur. Það þjappaði hópnum saman. Á sama tíma og við söknuðum hans var það áskorun fyrir drengina að spila án hans. Það skilaði klárlega miklu fyrir liðið,“ segir Geir en hann ætlar að halda áfram að þjálfa liðið og er bjartsýnn á framtíðina. „Það má líka koma fram að andinn í þessari ferð hefur verið einstakur. Þetta eru ofboðslega flottir drengir og það eru forréttindi að fá að vinna með þeim.“ HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Sjá meira
Geir Sveinsson landsliðsþjálfari var svekktur en yfirvegaður eftir að íslenska landsliðið lauk keppni á HM eftir tap, 31-25, gegn Frökkum fyrir framan 28 þúsund áhorfendur í Lille. Ótrúleg umgjörð og þvílík reynsla fyrir okkar lið að fá að taka þátt í þessum leik. „Það er alltaf sama tilfinningin eftir tapleik. Þá er maður svekktur. Maður fer strax að hugsa um þennan litla kafla í upphafi seinni hálfleiks. Af hverju, því ég hafði góða tilfinningu fyrir þessu eftir hálfleikinn. Það er verið að dæma á okkur hluti sem mér finnst ekki vera réttir. Eins og skrefin á Óla Guðmunds. Þetta er líka það öflugt og gott lið að okkur er refsað um leið,“ segir Geir en hann var þó ánægður með viðhorf sinna manna eins og nokkrum sinnum áður á þessu móti. „Við hættum aldrei sem var jákvætt því ég hafði pínu áhyggjur um tíma að menn hefðu misst trú á verkefninu og því sem við vorum að gera. Við náðum að gíra okkur aftur inn og komum mjög flottir í lokakaflann. Ég taldi að við hefðum getað labbað í burtu með 2-3 marka tap. Það var fullt af jákvæðu. Ég hamraði mikið á því að menn myndu skilja allt eftir á gólfinu. Ekki sjá eftir neinu er menn löbbuðu af þessum frábæra velli. Ég er stoltur af drengjunum, stoltur af viljanum og stoltur af frammistöðunni.“ Geir lagði upp með margt á þessu móti. Meðal annars að breikka hópinn og gefa yngri, sem og reynsluminni mönnum tækifæri. Leyfa þeim að spila og gera sín mistök. Það sé nauðsynlegt til þess að þeir verði betri. „Okkur hefur tekist að breikka hópinn og fjölga leikmönnum í landsliðinu. Menn sem voru í minni hlutverkum eru farnir að stíga upp og ég tala ekki um alla þá sem hafa aldrei farið á stórmót. Þetta var kærkomið. Ég fékk fullt af svörum líka í þessu móti,“ segir Geir en hann var ekki alveg viss um að hann fengi öll þessi svör eftir undirbúningsleikina í Danmörku. „Þá voru sumir hlutir ekki 100 prósent og við vorum ekki vissir um að sumir hlutir myndu smella sem gerðu það. Ég er auðvitað gríðarlega ánægður með varnarleikinn heilt yfir á þessu móti. Ég vil meina að við höfum byggt upp virkilega massífa vörn. Vörnin í fyrri hálfleik í kvöld var stórkostleg. Sjáðu hverjir spiluðu fyrir Frakka. Þeir gátu aldrei leyft sér að slaka á. Markmiðið var að leggja inn fyrir framtíðinni og það hefur verið flottur stígandi. Við eigum kafla í hverjum einasta leik sem hefur kostað okkur eitthvað en það er fórnarkostnaðurinn. Hlutirnir koma með reynslunni.“ Það er ekki bara að Geir sé búinn að stækka hópinn heldur á liðið inni einn besta handboltamann heims í Aroni Pálmarssyni. „Það skemmir auðvitað ekki fyrir. Samt sem áður held ég að margir hafi stigið meira upp af því að Aron var ekki með okkur. Það þjappaði hópnum saman. Á sama tíma og við söknuðum hans var það áskorun fyrir drengina að spila án hans. Það skilaði klárlega miklu fyrir liðið,“ segir Geir en hann ætlar að halda áfram að þjálfa liðið og er bjartsýnn á framtíðina. „Það má líka koma fram að andinn í þessari ferð hefur verið einstakur. Þetta eru ofboðslega flottir drengir og það eru forréttindi að fá að vinna með þeim.“
HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Sjá meira