Þetta eru ofboðslega flottir drengir Henry Birgir Gunnarsson skrifar 23. janúar 2017 06:30 Geir segir mönnum til á hliðarlínunni. vísir/getty Geir Sveinsson landsliðsþjálfari var svekktur en yfirvegaður eftir að íslenska landsliðið lauk keppni á HM eftir tap, 31-25, gegn Frökkum fyrir framan 28 þúsund áhorfendur í Lille. Ótrúleg umgjörð og þvílík reynsla fyrir okkar lið að fá að taka þátt í þessum leik. „Það er alltaf sama tilfinningin eftir tapleik. Þá er maður svekktur. Maður fer strax að hugsa um þennan litla kafla í upphafi seinni hálfleiks. Af hverju, því ég hafði góða tilfinningu fyrir þessu eftir hálfleikinn. Það er verið að dæma á okkur hluti sem mér finnst ekki vera réttir. Eins og skrefin á Óla Guðmunds. Þetta er líka það öflugt og gott lið að okkur er refsað um leið,“ segir Geir en hann var þó ánægður með viðhorf sinna manna eins og nokkrum sinnum áður á þessu móti. „Við hættum aldrei sem var jákvætt því ég hafði pínu áhyggjur um tíma að menn hefðu misst trú á verkefninu og því sem við vorum að gera. Við náðum að gíra okkur aftur inn og komum mjög flottir í lokakaflann. Ég taldi að við hefðum getað labbað í burtu með 2-3 marka tap. Það var fullt af jákvæðu. Ég hamraði mikið á því að menn myndu skilja allt eftir á gólfinu. Ekki sjá eftir neinu er menn löbbuðu af þessum frábæra velli. Ég er stoltur af drengjunum, stoltur af viljanum og stoltur af frammistöðunni.“ Geir lagði upp með margt á þessu móti. Meðal annars að breikka hópinn og gefa yngri, sem og reynsluminni mönnum tækifæri. Leyfa þeim að spila og gera sín mistök. Það sé nauðsynlegt til þess að þeir verði betri. „Okkur hefur tekist að breikka hópinn og fjölga leikmönnum í landsliðinu. Menn sem voru í minni hlutverkum eru farnir að stíga upp og ég tala ekki um alla þá sem hafa aldrei farið á stórmót. Þetta var kærkomið. Ég fékk fullt af svörum líka í þessu móti,“ segir Geir en hann var ekki alveg viss um að hann fengi öll þessi svör eftir undirbúningsleikina í Danmörku. „Þá voru sumir hlutir ekki 100 prósent og við vorum ekki vissir um að sumir hlutir myndu smella sem gerðu það. Ég er auðvitað gríðarlega ánægður með varnarleikinn heilt yfir á þessu móti. Ég vil meina að við höfum byggt upp virkilega massífa vörn. Vörnin í fyrri hálfleik í kvöld var stórkostleg. Sjáðu hverjir spiluðu fyrir Frakka. Þeir gátu aldrei leyft sér að slaka á. Markmiðið var að leggja inn fyrir framtíðinni og það hefur verið flottur stígandi. Við eigum kafla í hverjum einasta leik sem hefur kostað okkur eitthvað en það er fórnarkostnaðurinn. Hlutirnir koma með reynslunni.“ Það er ekki bara að Geir sé búinn að stækka hópinn heldur á liðið inni einn besta handboltamann heims í Aroni Pálmarssyni. „Það skemmir auðvitað ekki fyrir. Samt sem áður held ég að margir hafi stigið meira upp af því að Aron var ekki með okkur. Það þjappaði hópnum saman. Á sama tíma og við söknuðum hans var það áskorun fyrir drengina að spila án hans. Það skilaði klárlega miklu fyrir liðið,“ segir Geir en hann ætlar að halda áfram að þjálfa liðið og er bjartsýnn á framtíðina. „Það má líka koma fram að andinn í þessari ferð hefur verið einstakur. Þetta eru ofboðslega flottir drengir og það eru forréttindi að fá að vinna með þeim.“ HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti Fleiri fréttir Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Sjá meira
Geir Sveinsson landsliðsþjálfari var svekktur en yfirvegaður eftir að íslenska landsliðið lauk keppni á HM eftir tap, 31-25, gegn Frökkum fyrir framan 28 þúsund áhorfendur í Lille. Ótrúleg umgjörð og þvílík reynsla fyrir okkar lið að fá að taka þátt í þessum leik. „Það er alltaf sama tilfinningin eftir tapleik. Þá er maður svekktur. Maður fer strax að hugsa um þennan litla kafla í upphafi seinni hálfleiks. Af hverju, því ég hafði góða tilfinningu fyrir þessu eftir hálfleikinn. Það er verið að dæma á okkur hluti sem mér finnst ekki vera réttir. Eins og skrefin á Óla Guðmunds. Þetta er líka það öflugt og gott lið að okkur er refsað um leið,“ segir Geir en hann var þó ánægður með viðhorf sinna manna eins og nokkrum sinnum áður á þessu móti. „Við hættum aldrei sem var jákvætt því ég hafði pínu áhyggjur um tíma að menn hefðu misst trú á verkefninu og því sem við vorum að gera. Við náðum að gíra okkur aftur inn og komum mjög flottir í lokakaflann. Ég taldi að við hefðum getað labbað í burtu með 2-3 marka tap. Það var fullt af jákvæðu. Ég hamraði mikið á því að menn myndu skilja allt eftir á gólfinu. Ekki sjá eftir neinu er menn löbbuðu af þessum frábæra velli. Ég er stoltur af drengjunum, stoltur af viljanum og stoltur af frammistöðunni.“ Geir lagði upp með margt á þessu móti. Meðal annars að breikka hópinn og gefa yngri, sem og reynsluminni mönnum tækifæri. Leyfa þeim að spila og gera sín mistök. Það sé nauðsynlegt til þess að þeir verði betri. „Okkur hefur tekist að breikka hópinn og fjölga leikmönnum í landsliðinu. Menn sem voru í minni hlutverkum eru farnir að stíga upp og ég tala ekki um alla þá sem hafa aldrei farið á stórmót. Þetta var kærkomið. Ég fékk fullt af svörum líka í þessu móti,“ segir Geir en hann var ekki alveg viss um að hann fengi öll þessi svör eftir undirbúningsleikina í Danmörku. „Þá voru sumir hlutir ekki 100 prósent og við vorum ekki vissir um að sumir hlutir myndu smella sem gerðu það. Ég er auðvitað gríðarlega ánægður með varnarleikinn heilt yfir á þessu móti. Ég vil meina að við höfum byggt upp virkilega massífa vörn. Vörnin í fyrri hálfleik í kvöld var stórkostleg. Sjáðu hverjir spiluðu fyrir Frakka. Þeir gátu aldrei leyft sér að slaka á. Markmiðið var að leggja inn fyrir framtíðinni og það hefur verið flottur stígandi. Við eigum kafla í hverjum einasta leik sem hefur kostað okkur eitthvað en það er fórnarkostnaðurinn. Hlutirnir koma með reynslunni.“ Það er ekki bara að Geir sé búinn að stækka hópinn heldur á liðið inni einn besta handboltamann heims í Aroni Pálmarssyni. „Það skemmir auðvitað ekki fyrir. Samt sem áður held ég að margir hafi stigið meira upp af því að Aron var ekki með okkur. Það þjappaði hópnum saman. Á sama tíma og við söknuðum hans var það áskorun fyrir drengina að spila án hans. Það skilaði klárlega miklu fyrir liðið,“ segir Geir en hann ætlar að halda áfram að þjálfa liðið og er bjartsýnn á framtíðina. „Það má líka koma fram að andinn í þessari ferð hefur verið einstakur. Þetta eru ofboðslega flottir drengir og það eru forréttindi að fá að vinna með þeim.“
HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti Fleiri fréttir Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti