Þetta eru ofboðslega flottir drengir Henry Birgir Gunnarsson skrifar 23. janúar 2017 06:30 Geir segir mönnum til á hliðarlínunni. vísir/getty Geir Sveinsson landsliðsþjálfari var svekktur en yfirvegaður eftir að íslenska landsliðið lauk keppni á HM eftir tap, 31-25, gegn Frökkum fyrir framan 28 þúsund áhorfendur í Lille. Ótrúleg umgjörð og þvílík reynsla fyrir okkar lið að fá að taka þátt í þessum leik. „Það er alltaf sama tilfinningin eftir tapleik. Þá er maður svekktur. Maður fer strax að hugsa um þennan litla kafla í upphafi seinni hálfleiks. Af hverju, því ég hafði góða tilfinningu fyrir þessu eftir hálfleikinn. Það er verið að dæma á okkur hluti sem mér finnst ekki vera réttir. Eins og skrefin á Óla Guðmunds. Þetta er líka það öflugt og gott lið að okkur er refsað um leið,“ segir Geir en hann var þó ánægður með viðhorf sinna manna eins og nokkrum sinnum áður á þessu móti. „Við hættum aldrei sem var jákvætt því ég hafði pínu áhyggjur um tíma að menn hefðu misst trú á verkefninu og því sem við vorum að gera. Við náðum að gíra okkur aftur inn og komum mjög flottir í lokakaflann. Ég taldi að við hefðum getað labbað í burtu með 2-3 marka tap. Það var fullt af jákvæðu. Ég hamraði mikið á því að menn myndu skilja allt eftir á gólfinu. Ekki sjá eftir neinu er menn löbbuðu af þessum frábæra velli. Ég er stoltur af drengjunum, stoltur af viljanum og stoltur af frammistöðunni.“ Geir lagði upp með margt á þessu móti. Meðal annars að breikka hópinn og gefa yngri, sem og reynsluminni mönnum tækifæri. Leyfa þeim að spila og gera sín mistök. Það sé nauðsynlegt til þess að þeir verði betri. „Okkur hefur tekist að breikka hópinn og fjölga leikmönnum í landsliðinu. Menn sem voru í minni hlutverkum eru farnir að stíga upp og ég tala ekki um alla þá sem hafa aldrei farið á stórmót. Þetta var kærkomið. Ég fékk fullt af svörum líka í þessu móti,“ segir Geir en hann var ekki alveg viss um að hann fengi öll þessi svör eftir undirbúningsleikina í Danmörku. „Þá voru sumir hlutir ekki 100 prósent og við vorum ekki vissir um að sumir hlutir myndu smella sem gerðu það. Ég er auðvitað gríðarlega ánægður með varnarleikinn heilt yfir á þessu móti. Ég vil meina að við höfum byggt upp virkilega massífa vörn. Vörnin í fyrri hálfleik í kvöld var stórkostleg. Sjáðu hverjir spiluðu fyrir Frakka. Þeir gátu aldrei leyft sér að slaka á. Markmiðið var að leggja inn fyrir framtíðinni og það hefur verið flottur stígandi. Við eigum kafla í hverjum einasta leik sem hefur kostað okkur eitthvað en það er fórnarkostnaðurinn. Hlutirnir koma með reynslunni.“ Það er ekki bara að Geir sé búinn að stækka hópinn heldur á liðið inni einn besta handboltamann heims í Aroni Pálmarssyni. „Það skemmir auðvitað ekki fyrir. Samt sem áður held ég að margir hafi stigið meira upp af því að Aron var ekki með okkur. Það þjappaði hópnum saman. Á sama tíma og við söknuðum hans var það áskorun fyrir drengina að spila án hans. Það skilaði klárlega miklu fyrir liðið,“ segir Geir en hann ætlar að halda áfram að þjálfa liðið og er bjartsýnn á framtíðina. „Það má líka koma fram að andinn í þessari ferð hefur verið einstakur. Þetta eru ofboðslega flottir drengir og það eru forréttindi að fá að vinna með þeim.“ HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ Sport Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Sjá meira
Geir Sveinsson landsliðsþjálfari var svekktur en yfirvegaður eftir að íslenska landsliðið lauk keppni á HM eftir tap, 31-25, gegn Frökkum fyrir framan 28 þúsund áhorfendur í Lille. Ótrúleg umgjörð og þvílík reynsla fyrir okkar lið að fá að taka þátt í þessum leik. „Það er alltaf sama tilfinningin eftir tapleik. Þá er maður svekktur. Maður fer strax að hugsa um þennan litla kafla í upphafi seinni hálfleiks. Af hverju, því ég hafði góða tilfinningu fyrir þessu eftir hálfleikinn. Það er verið að dæma á okkur hluti sem mér finnst ekki vera réttir. Eins og skrefin á Óla Guðmunds. Þetta er líka það öflugt og gott lið að okkur er refsað um leið,“ segir Geir en hann var þó ánægður með viðhorf sinna manna eins og nokkrum sinnum áður á þessu móti. „Við hættum aldrei sem var jákvætt því ég hafði pínu áhyggjur um tíma að menn hefðu misst trú á verkefninu og því sem við vorum að gera. Við náðum að gíra okkur aftur inn og komum mjög flottir í lokakaflann. Ég taldi að við hefðum getað labbað í burtu með 2-3 marka tap. Það var fullt af jákvæðu. Ég hamraði mikið á því að menn myndu skilja allt eftir á gólfinu. Ekki sjá eftir neinu er menn löbbuðu af þessum frábæra velli. Ég er stoltur af drengjunum, stoltur af viljanum og stoltur af frammistöðunni.“ Geir lagði upp með margt á þessu móti. Meðal annars að breikka hópinn og gefa yngri, sem og reynsluminni mönnum tækifæri. Leyfa þeim að spila og gera sín mistök. Það sé nauðsynlegt til þess að þeir verði betri. „Okkur hefur tekist að breikka hópinn og fjölga leikmönnum í landsliðinu. Menn sem voru í minni hlutverkum eru farnir að stíga upp og ég tala ekki um alla þá sem hafa aldrei farið á stórmót. Þetta var kærkomið. Ég fékk fullt af svörum líka í þessu móti,“ segir Geir en hann var ekki alveg viss um að hann fengi öll þessi svör eftir undirbúningsleikina í Danmörku. „Þá voru sumir hlutir ekki 100 prósent og við vorum ekki vissir um að sumir hlutir myndu smella sem gerðu það. Ég er auðvitað gríðarlega ánægður með varnarleikinn heilt yfir á þessu móti. Ég vil meina að við höfum byggt upp virkilega massífa vörn. Vörnin í fyrri hálfleik í kvöld var stórkostleg. Sjáðu hverjir spiluðu fyrir Frakka. Þeir gátu aldrei leyft sér að slaka á. Markmiðið var að leggja inn fyrir framtíðinni og það hefur verið flottur stígandi. Við eigum kafla í hverjum einasta leik sem hefur kostað okkur eitthvað en það er fórnarkostnaðurinn. Hlutirnir koma með reynslunni.“ Það er ekki bara að Geir sé búinn að stækka hópinn heldur á liðið inni einn besta handboltamann heims í Aroni Pálmarssyni. „Það skemmir auðvitað ekki fyrir. Samt sem áður held ég að margir hafi stigið meira upp af því að Aron var ekki með okkur. Það þjappaði hópnum saman. Á sama tíma og við söknuðum hans var það áskorun fyrir drengina að spila án hans. Það skilaði klárlega miklu fyrir liðið,“ segir Geir en hann ætlar að halda áfram að þjálfa liðið og er bjartsýnn á framtíðina. „Það má líka koma fram að andinn í þessari ferð hefur verið einstakur. Þetta eru ofboðslega flottir drengir og það eru forréttindi að fá að vinna með þeim.“
HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ Sport Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Sjá meira